Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Side 40

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Side 40
182 NÝJAR KVÖLDVÖKUR voru þrælar og eign raanna sinna, er lit- ið var niður á og svívirtar og taldar litlu rétthærri en hvert annað húsdýr — hví- lík ógurleg tilvera — alveg hræðileg! Hún varð alveg skelkuð við þessar hugs- anir sínar, og í gremju sinni lét hún hönd sína falla þungt niður á makkann á hesti sínum, svo að hinu tauganæma dýri varð hverft við og tók á harða-sprett. Hún lét hann halda sprettinum og kallaði á Mústafa Alí, um leið og hún þeyttist fram hjá honum. Hann hafði riðið á bug við Arabana og var nú kominn af baki og virtist niðursokkinn í samræður vi'ö foringja hinnar vopnuðu sveitar. En hún var svo gagntekin af hugsunum þeim, sem úlfaldalestin hafði vakið hjá henni, að hún gaf honum engan frekari gaum. Hún hugsaði aðeins um það eitt að kom- ast áfram og gleyma. Hún hélt því áfram án þess að hugsa nokkuð um hina fylgd- armennina, sem einnig höfðu staðnæmst hjá kaupmönnunum eins og foringi þeirra. Hestur hennar hélt sprettinum góða stund, en loksins náðu þó fylgdar- mennirnir henni aftur. Mústafa Alí setti upp hálfgerðan þykkjusvip, er hún sneri sér við og gerði honum bendingu um að ríða samhliða henni. „Mademoiselle* kærði sig ekki mikið um úlfaldalestina?“ sagði hann í hálf- gerðum forvitnisróm. „Nei!“ svaraði hún stutt í spuna og tók til að spyrja um hitt og þetta við- víkjandi hennar eigin leiðangri. Maður- inn leysti vel úr öllu og talaði frönsku reiprennandi, og er hann hafði skýrt henni frá því, er hún hafði spurt hann um, tók hann af sjálfsdáðum til að segja henni frá ýmsum nafnkunnum mönnum, er hann hefði fylgt yfir eyðimörkina. Díana hlustaði á hann með athygli. Hann virtist vera miðaldra maður, þótt * Þ. e. ungfrú, á frönsku. Þyð. annars væri erfitt að gizka rétt á um. aldur hans. Skeggið gerði hann ellilegri, en hann í raun og veru var. Og Díönu. var hálf illa við skeggið á honum, þareð hún gat sér alltaf til um skapgerð manna eftir dráttunum við munnþeirra. Af aug- unum var eigi hægt að dæma um skap- gerð austurlandabúa, því þau eru venju- lega hvikul og hvarflandi, er þau mæta. augnaráði Norðurálfu-manna; og augu Mústafa Alí voru nú hvikul og flöktandi, er hún leit á hann — ennþá hvikulli, að henni fannst, en er hún hafði horft á hann í Biskra. Hún festi sig samt ekkert við þetta, heldur fór að tala um hestana hans. Hestur sá, er Díana reið, var óvenju góður og göfugur gæðingur, og það hafði að miklu leyti verið hans vegna, að hún hafði kosið sér Mústafa Alí að fylgdarmanni, er búið var að sýna henni hestinn. Hann hafði líka verið flaum-mælskur og hrósað hestinum upp í há-stert, en það hafði dregið niður í hon- um, er hún tók að spyrja um, hvaðan hesturinn væri ættaður. Það hafði vakn- að hjá Díönu einskonar óljós grunur um, að hesturinn væri annaðhvort stolinn eða kominn í hans hendur á einhvern óvenjulegan hátt, og hafði hún því ekki spurt frekar um þetta. Það sem mest var um vert var það, að hesturinn var kosta- gæðingur, sem unun var að ríða. Hún spurði nú um ýmislegt, sem fyrir augun bar á leiðinni, en Mústafa Alí virt- ist ekki hafa neitt sérstakt eða markvert um það að segja, og það sem honum fannst umtalsvert, þótti henni leiðinlegt. Hann var alltaf að tala um Biskra, en á því var hún orðin alveg hundleið, — eða þá um Óran, sem hún þekkti ekki neitt. Henni þótti vænt um, er þau komu, að litlum vinjum, og Mústafa Alí stakk upp á, að hér skyldu þau á og borða hádegis- verð. Hún sveiflaði sér snöggt og létti- lega af baki og fleygði reiðhönzkunum

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.