Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Page 41
ARABAHÖFÐINGINN
183
.•sínum á sandinn. En hve það var gott að
rétta úr fótunum eftir þessa löngu reið!
Það var heitt og þreytandi að ríða langa
leið í þessum bruna-hita, og nú skyldi
verða dýrðlegt að hvíla sig vel og ræki-
lega. Hún hafði beztu matarlyst, eins og
hún var vön, og fylgdist því vel með
öllu, meðan verið var að framreiða há-
flegisverðinn. Það var nú í síðasta sinn,
sem svona vel myndi verða frá öllu geng-
ið í nestiskörfunni — Stevens var snill-
ingur í öllu þessháttar! Hún myndi ef-
laust sakna hans.
Hún borðaði í mesta flýti og settist svo
í sandinn með vindling í munninum,
spennti greipar um hné sér, hallaði sér
upp að pálmatré og lét augun hvarfla út
um eyðimörkina. Umhverfis hana ríkti
friður og hádegisró. Það bærðist ei blað
fyrir vindi — ofurlítil eðla á steini
skammt frá henni var einasti lífsvottur,
eins langt og augað eygði. Hún leit um
öxl: Fylgdarmenn hennar steinsváfu allir
saman — a. m. k. að því er virtist — og
höfðu dregið skikkjur sínar upp yfir höf-
uð sér, allir nema Mústafa Alí, hann stóð
í útjaðri gróðurbeltisins og starði út yfir
eyðimörkina í þá átt, er þau áttu að
halda.
Díana fleygði vindlings-stubbnum á eft-
ir eðlunni og skellihló að því, hvað hún
flýtti sér að komast á brott. Hana
langaði ekkert til þess að halla sér út af
eins og hinir. Hún var alltof gagntekin af
sæluþrunginni gleði til þess, að hún mætti
við því að missa eina einustu af þessum
dýrðlegu mínútum til óþurftar. Hún var
alsæl og ánægð með tilveruna, eins og
hún var, og átti þá stundina engar óskir
né þrár út yfir líðandi stund og ferðina
dásamlegu, sem framundan lá. Rík og
sjálfstæð og öllum óháð var hún, og fram-
tíðin blasti við henni björt og fögur, —
og í rauninni hafði hún alla ævi verið
glöð og hamingjusöm. Hún þekkti að vísu
lítið til lífsins, eins og það var í raun og
veru, og bönd þau og tilfinningar, er
tengja saman einstaklinga hverrar fjöl-
skyldu, þekkti hún alls ekki. Hið kald-
ranalega og samúðarvana uppeldi, sem
bróðir hennar hafði veitt henni, hafði úti-
lokað hana frá öllu því, er hlýja og ástúð
heitir, og hafði hún því á uppvaxtarárum
sínum algerlega gleymt því, hvað orð
þessi merktu. Ástin — ást milli manns og
konu var ekki til í huga hennar — það fór
hrollur um hana við tilhugsunina eina.
Uppalin við strangar heldri-fólks-venjur
hafði hún andstyggð á þessu eins og
hverjum ósæmilegum fleðuskap og blíðu-
látum.
Það hafði valdið henni mikillar gremju
og leiðinda, að hún hjá nokkrum mönn-
um hafði vakið tilfinningar, sem voru
henni ókunnar, og hún skildi ekkert í —
og þetta varð þeim mun óbærilegra, sem
það endurtók sig oftar. Hún hafði hatað
bæði þá og sjálfa sig jafn hlutdrægnis-
laust og fyrirlitið þá af öllu hjarta. Hún
hafði aldrei áður verið jafn vingjarnlega
manneskjuleg við neinn eins og við Jim
Arbuthnot, og stafaði það eingöngu af
því, að hún hafið verið svo glöð og ham-
ingjusöm þetta kvöld, að það hafði ekki
náð að raska gleði hennar, þótt hún yrði
þess vör, sem henni var svo meinilla við,
að hún var ung stúlka, sem ungur maður
þráði. En hérna í eyðimörkinni var engin
ástæða til að vera að hugsa um liðna
tíma — og Díana boraði hælunum dýpra
niður í sandinn, og vellíðanakenndur
sæluhrollur gagntók hana alla. Nú vildi
hún vera fyllilega frjáls og glöð og hugsa
ekki um neitt það, er gæti spillt þessum
dýrðlegasta degi ævi hennar.
Skuggi féll á sandinn við hliðina á
henni, og hún leit upp. Það var Mústafa
Alí: „Nú er mál að halda áfram, mademoi-
selle!1 sagði hann og beygði sig djúpt
fyrir henni á austurlanda vísu.