Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Page 43
„STÖRIN SYNGUR“ 185
Valdimar Hólm Hallstað:
.Störin syngur*
og höfundur hennar í islenzkum bók-
mennfum.
I.
íslenzk ljóðagerð hinna síðari ára hefir
meir og meir færst í það horf að vera
hversdagsleg iðja þeirra, sem hana hafa
stundað og þar af leiðandi sviplítil og
áhrifalaus fyrir hina, sem átt hafa að
njóta þessarar andlegu framleiðslu. Ekki
svo að skilja, að ekki séu til frá þessu
heiðarlegar undantekningar, en því mið-
ur, bæði of fáar og veigalitlar til þess að
eftir þeim hafi verið tekið, eða um þær
rætt svo orð sé á gerandi.
Megin þorri þeirra ljóðabóka, sem út
hafa verið gefnar hin síðari ár, hafa
þetta sameiginlegt, þær hafa margar
verið áferðarsléttar og komið laglega
fyrir sjónir, meira ekki, þær hafa ekki
markað neitt nýtt spor í áttina til frum-
legs vals á yrkisefnum né meðferð þeirra.
Og æfiferill flestra þeirra hefir orðið
sorglega stuttur. Margar grafist í þögn
um leið og þær urðu til og gleymst að
fullu og öllu, það er líka og verður alltaf
hlutskifti meðalmennskunnar hvar og
í hvaða mynd sem hún birtist. — Það er
þess vegna hvoru tveggja í senn, bæði
vottur batnandi árferðis í þessum efnum
og einnig óblandið gleðiefni öllum þeim,
er ljóðum unna, að koma skuli á bóka-
markaðinn ljóðabók, sem stingur alveg í
stúf við allt það, sem undanfarið hefir
birzt af því tagi, ljóðabók, sem er langt
hafin yfir hversdagsleik hinnar vélgengu
ljóðaframleiðslu síðustu tíma, ljóðabók,
sem er ósvikinn skáldskapur spjaldanna
á milli, túlkandi hugsanir og tilfinningar
manns, sem hlotið hefir skáldgáfuna í
vöggugjöf, en ekki meðtekið hana eins og
hvern annan utangarna lærdóm, manns,
sem yrkir af þörf, er skáld af ,,guðs náð“,
ef svo mætti að orði kveða. Þetta og
margt fleira þessu líkt má segja að ekki
sé ofmælt um hina nýju og glæsilegu
ljóðabók Guðmundar Frímanns, „Störin
syngur“.
Það má vel vera, að einhverjum finn-
ist hér of mælt, en víst er um það, að
öllum, sem kunna skil á gildi íslenzkrar
ljóðagerðar, dylst ekki, að hér er skáld á
ferðinni, frumlegt skáld, sem leggur
óhikað inn á nýjar brautir leitandi að
nýjum viðfangsefnum og í bjargfastri trú
á mátt sinn og megin, skáld, sem knýr
strengi hinnar hljómfögru hörpu sinnar
svo hátt og snjallt, að allir, sem um
ganga, verða að stanza og hlusta með
lotningarfullri aðdáun. Og í hinum sam-
ræmisríku tónum listamannsins felst
óskráður spádómur um það, að hin blæ-
fagra hrópandi list hans verði aldrei
þöguð í hel.
II.
Guðmundur Frímann er engan veginn
nýliði í íslenzkri ljóðagerð. 17 ára gamall
gaf hann út sína fyrstu ljóðabók „Nátt-
sólir“. Það voru að vísu æskuljóð, stefnu-
lítil og hikandi, en þau báru samt vott
um óvenju þroskað hugmyndaafl og
fleygan anda. Þeir eru áreiðanlega ekki
margir 17 ára unglingarnir, sem eftir
liggja kvæði á borð við þau, sem eru í
„Náttsólum“, hvað þá betri.
Önnur ljóðabók Guðmundar, „Úlfa-
blóð“, kom út 1933, eða ellefu árum síðar.
Sú bók var að vísu gefin út undir gerfi-
nafni, en fljótt mun hafa hlerast, hver
hinn rétti höfundur var. í „Úlfablóði“
var hvert kvæðið öðru prýðilegra og gaf
sú bók glæst fyrirheit um hinn unga og
efnilega höfund. Nú eftir 4 ár kemur
þirðja bókin, „Störin syngur“, stór og fall-
24