Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Page 45
„STÖRIN SYNGUR“ 187
»Hún fæddist um vordag, er vindarnir sungu
og Vesturá kolmórauð söng og hló
og vísur á vorsins tungu
vöktu sofandi bjarkaskóg,
það var daginn, sem heiðlóan flaug til fjalla
inn í frelsið og hrísmósins angan lönd.
Það var hljómur og kæti um heiðina alla
og hlegið og sungið um dal og strönd.
Hún ólst upp í dalbóndans dimma hreysi
við daganna eril og hversdagsstörf,
f hálfgerðu hirðuleysi
um hjartans gróður og kærleiksþörf.
Og þó var hún fegurst af dalsins dísum
og draumur hins tápmikla æskumanns
og Ijóminn í öllum hans ástavísum
og einasta gleðin í störfum hans«.
Og svo endar þessi sorgarsaga dapur-
lega, eins og allar slíkar sögur:
»Hún dó líka einn haustdag er hjarnsins þyljur
um herðarnar vöfðust í kuldagjóst,
og dauðans ljósustu liljur
lögðust á hennar ungu brjóst.
Og stormurinn sönglaði i hljóðum hálfum,
og hríðin þuldi við eggjar skarðs,
er bóndinn ók henni á sér sjálfum
áfangan hinnsta — til kirkjugarðs«.
• Kvæðið „Drukkinn bóndi í Skyttudal“
er perla í sinni röð, svo lifandi er myndin,
sem skáldið dregur þar upp og svo eðli-
leg að snillingnum einum er samboðið.
Maður sér í anda gamla manninn syngj-
andi, hálffullan á heimleið í þögn sum-
arnæturinnar. En það er bezt að lofa
skáldinu að segja það sjálfu, það gerir
hvort sem er enginn betur.
»Er sveitin fylltist sorta langra síðsumarsnótta
og svefndrukkinn blærinn leikur fölnuð ehgin við,
þá kemur hann eftir veginum á klárnum Ijósa
skjótta
með klyfjahest í taumi að dalabænda sið. —
Hann er bóndi framan úr dölum er heim úr
kaupstað kemur,
hann kemur þangað sjaldan, aðeins vor og haust.
Hann er fasmikill að vanda og fótastokkinn
lemur.
Hann er fullur, gamli maðurinn, og syngur
hvíidarlaust.
Og síðar í kvæðinu kemur þetta smellna
erindi, sem lýsir heimkomu gamla manns-
ins:
»Er kemur hann í tröðina er trúss á öðrum
klakknum
og taglbandið er slitið, af klárnum snarast senn,
og álagið er tapað og ístaðið frá hnakknum
og önnur gjörðin horfin — en taskan lafir enn«.
Og seinna í kvæðinu koma fram sefs-
sannindin um þenna „drykkfellda bónda
og kvæðamann". Þar segir skáldið:
»Hann var fátækur og þrældómsins brennimarki
brenndur
og bættar voru flíkurnar og höndin þreytta
kreppt,
en það er engin nýlunda um heiðabóndans hendur.
Þær hafa flestar drengilega við örbirgðina kepptc.
Stundum hljóðnar harpa skáldsins og
tónar hennar verða þungir og harðir. Þá
verða til kvæði t. d. „Ljótt kvæði“ og „Ef
pílagrímur sannleikans“, er óhætt að full-
yrða að hið síðarnefnda má telja eitt
þróttmesta kvæði bókarinnar. Efni kvæð-
isins er nöpur ádeila á þjóðfélagið og
henni er þannig fyrir komið að hún verk-
ar fullkomlega. Þar er m. a. þetta:
»Ef pílagrímur kærleikans þú kysir helzt að vera
og kæmir þar til hjálpar, sem' neyðin fyrir er
og vildir þreytta verkamannsins byrðar sjálfur
bera
og beygðir ekki úr vegi þó skækja mætti þér,
þá mundu allir höfðingjarnir hrækja á eftir þér.
Það mundi engu breyta þó mark þitt væri hið
sama
og meistarinn frá Nasaret forðum valdi sér,
þú létir þá í sölurnar bæði fé og frama
og fylgir þeim að málum, hvers réttur brotinn er.
Nei, smánarorð og formælingar fylgja mundu þér«.