Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Síða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Síða 46
188 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Og síðast í kvæðinu er þetta snjalla er- indi: »Nei, vegurinn til sannleikans er kvalaþystlum þakinn og þyrnikrans er ofinn um pílagrímsins hár. Til Golgata er sérhver af samtíðinni hrakinn, er sannleikanum lýtur og þerrar burtu tár. Það er allt, sem við höfum numið þessi nítján hundruð ár«. Þetta er kröftug ádeila og réttmæt. Og skáldinu tekst svo vel að láta orð og hugs- un brenna sig inn í meðvitund lesandans að kvæðið verður sjálfsagt flestum minn- isstætt. Það er bæði ljúft og skylt að taka fleiri sýnishorn úr þessari nýju og glæsilegu bók Guðmundar, því enn eru ótalin fjölda mörg kvæði, sem eiga kröfu til að þeirra sé minnzt, t. d. „Um Láka í Pontu, líf hans og dauða“, „Sveitastúlka“, „Vísur um okkur“, o. fl. o. fl., en nú skal staðar numið, aðeins eitt að endingu: „Störin syngur“ er fallegasta ljóðabókin, sem út hefir komið á síðari árum, og hún er ef til vill líka smekklegasta bókin hvað frá- gang snertir, sem komið hefir á íslenzkan bókamarkað. Kvæðin eru hvert öðru frumlegra og teikningarnar, sem fylgja þeim, og höf. hefir sjálfur gert af sínum viðurkennda hagleik, auka gildi þeirra og setja tilkomumikinn svip á bókina. „Störin syngur“ mótar ný spor í ís- lenzkri ljóðagerð. Útkoma hennar er merkur bókmenntaviðburður, sem á heimtingu á því að eftir honum sé tekið ,og hann viðurkenndur að makleikum. Þessi ljóð eru eins og hressandi, mildur andvari, sem strýkur mjúklega burtu deyfð og lognmollu dagsins, eins og hreinn svalandi blær, þrunginn frjómagni hins unga, gróandi lífs, blær, sem kemur streymandi innan úr faðmi fjallanna, það- an, sem lyngflesjurnar anga og störin syngur, þaðan, sem hin samræmisfulla fegurð náttúrunnar ríkir í almætti sínu og mótar ungar, vaknandi sálir með tign sinni og hátíðleik. Þannig eru þessi Ijóð. Þau eru draumar náttúrubarnsins, skírðir í eldi hinnar auknu lífsreynslu og fágaðir af straum- svifum listrænna tilfinninga. Og höfund- urinn, skáldið sjálft, sem með þessum ljóðum skipar sess hinnar sigrandi hetju í æfintýrinu, er vafinn vorbirtu skáldlegr- ar fullkomnunar, þar sem hann ber nú — efst við tindinn. Skrítlur. Hin unga kynslóð. Amman syngur vögguljóð. Ólafur litli (eftir 20 mínútur): „Nei,. amma gamla, nú verðurðu að hætta, því nú vil ég fara að sofa.“ Krókur á móti bragði. Kaupmaðurinn, við væntanlegan tengda- son sinn: „Ég hefi aflað mér ýmislegra upplýsinga um þig.“ Tengdasonurinn væntanlegi: „Já, ég hefi líka spurzt dálítið fyrir um þig.“ Kaupmaðurinn: „Jæja, jæja, við skul- um láta það eiga sig.“ í Berlín. „Hvers vegna situr Hitler alltaf á. fremsta bekk í leikhúsinu?“ „Af því, að þá hefir hann a. m. k. þar allt fólkið að baki sér.“ Seinjœr. „Er pabbi ekki búinn að klæða sig enn- þá?“ „Það held ég ekki. Hann er ennþá að spjalla við stífa flibbann sinn.“

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.