Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Blaðsíða 7
ÚLFS SAGA 101 Hægt og laumulega sneri hann heim- .leiðis og sökkti sér í djúpar hugsanir. Slægi í bardaga milli hans og þessara manna, og við því mátti búast fyrr eða .síðar, mundi Tóka verða óljúft að flýja — það var áreiðanlegt. Hvað áttu þeir að gera? Úlfi fannst viturlegast, að faðir sinn yf- irgæfi staðinn og þeir leituðu sér að öðr- um öruggari. Til mála gæti komið, að reyna að semja friðsamlega við þessa ókunnu menn, en Úlfi fannst það vera vonlítið. Dýraveiðarnar voru það eina, .sem þeir lifðu á, og aðkomumenn á ann- arra veiðisvæðum voru álitnir réttlausir jþjófar, og annar réttur en hnefarétturinn þekktist ekki. Nei, að öllum ástæðum at- huguðum mundu þeir Tóki verða reknir á flótta, og máttu þakka fyrir, ef þeir liéldu lífinu. Það var komið fram á nótt, þegar hann -kom heim til sín. Samt vakti hann Tóka og Örn og skýrði þeim frá æfintýri sínu. Tóki hlustaði á hann þegjandi, og Úlfur sá, að reiðin brann úr augum hans, og það var ekki góðs viti. Og eins og Úlfur hafði óttast, valdi Tóki það ráðið, sem var óviturlegast — að berjast. Það var metnaðartilfinning frumbyggjans, sem réð mestu. Hann vildi ■ekki flýja fyrir öðrum land það, sem hann hafði helgað sér. Úlfur reyndi að út- skýra fyrir honum, að þeim væri bráður bani búinn, ef þeir veittu viðnám, en 'Tóki vildi ekki hlusta á það. Þó hliðraði Tóki til í einu atriði; hann féllst á það, að bezt mundi vera fyrir þá, að leita veiðifanga í norður- og austurátt, ^ða á þeim svæðum, sem fjærst lágu byggð hinna óþekktu veiðimanna. Og nú leið sumarið án frekari viðburða. Þeir urðu ekki manna varir, og það var ^eira en Úlfur hafði vænzt, svo þeir hug- feiddu þetta ekki frekar. Seint um haustið fór Tóki á veiðar í vesturátt. Allir höfðu haft nóg að gera við öflun vetrarforðans, en upp á síðkast- ið hafði veiðin verið miklu minni, og það leit út fyrir, að hin venjulegu veiðisvæði væru að eyðast að dýrum. Tóki vildi því freista hamingjunnar annarsstaðar, sann- færður um að sér mundi vera óhætt. Hann komst í færi við úruxa, og særði hann með bogaskeyti. Dýrið flúði með örina í sér til vesturs, og Tóki rakti slóð þess, en hún lá að á, og þar hafði uxinn auðsjáanlega synt yfir. Tóki var í þann veginn að leggja út í ána, þegar hann heyrði mannamál, sem kom frá hinum bakkanum. Óðara faldi hann sig bak við tré, og þaðan gat hann séð, hvað gerðist hinum meginn. Tveir ókunnir veiðimenn höfðu drepið úruxann, auðsjáanlega í því bili, sem hann hafði komið upp úr ánni. Þeir stóðu álútir yfir uxanum og ræddu í mesta ákafa um örina, sem þeir fundu í síðu hans. Öðru hvoru litu þeir yfir ána, þar sem Tóki lá í leyni. Þeir virtust vera ósam- mála. Annar þeirra reyndi að fá hinn með sér niður að ánni, auðsjáanlega í þeim tilgangi að svipast um eftir þeim, er skotið hafði á uxann. En hinn, sem var eldri, og sýnilega gætnari, hélt aftur af þeim yngri, sem að lokum lét undan. Og svo fóru þeir að lima uxann sundur. Þá gat Tóki ekki ráðið sér lengur. Hann gætti engrar varkárni, því að bræðin sauð í honum. Svo þeir þóttust eiga þenn- an uxa! Hann skyldi sýna þeim í tvo heimana, og án þess að gera sér ljósar af- leiðingarnar, benti hann bogann og skaut yfir ána. Örin kom í bakið á eldra manninum, sem þegar féll á grúfu í mjúkan mos- ann. Án þess að bíða andartak, varpaði yngri maðurinn sér niður, bak við uxaskrokk-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.