Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Síða 14
108
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
mjórra, en hér var það orðið svo breitt,
að Úlfur greindi naumast fjarlægari
bakkann.
Hann stóð og virti fyrir sér fljótið og
fljótsbakkann, og hann sá að hér var
hentugur vetrarsetustaður, og afréð að
setjast þar að um hríð.
Þar sem hann var staddur, lá brött
brekka niður að fljótinu. Brekkan skýldi
fyrir hinum bitru austannæðingum vetr-
arins. Hér var hentugur staður fyrir
skýli.
Og hann byrjaði þegar á byggingunni.
Honum hugkvæmsist að láta brekkuna
mynda bakhlið kofans. Það sparaði vinnu
og mundi verða hlýtt; og með því að
grafa inn í brekkuna gat hann einnig
myndað hluta af hliðunum. Úlfur vann
kappsamlega, og að kveldi hins næsta
dags var skýlið fullgert. Jarðvegurinn
var þarna leirkenndur svo kofaveggirnir
voru óvanalega þéttir og hlýir, og Úlfur
var hinn ánægðasti.
Innanhúss var útbúnaðaurinn einfald-
ur. Úlfur lagði nokkra flata steina á gólf-
ið, það var eldstæðið, og svo bjó hann sér
til lágan bálk úr furugreinum og trjá-
laufi með fram einum veggnum. Það var
rúmfletið hans. Og þá var því lokið.
Með fram öðrum vegg hlóð hann upp
viðarbútum til eldsneytis, það var þægi-
legt að hafa þá við hendina, þegar hann
vaknaði á morgnana, það þurfti einnig
að vera vel þurrt.
Og í fyrsta sinn, sem hann kveikti upp
eld í kofanum, fann hann til meiri vellíð-
anar og meira öryggis en áður.
Næsta verk Úlfs var að afla sér nægi-
legra skinna til vetrarins. Frá morgni til
kvölds var hann á veiðum. Það af kjöt-
inu, sem var afgangs daglegri neyzlu
hans, vindþurrkaði hann og hengdi það
svo upp á ræfrið í kofanum. í tómstund-
um sínum smíðaði hann sér birgðir af
örvum og hnífum úr tinnusteini. Hann
festi vellagaða tinnuflís á skaft, og tókst
með því að búa sér til hentugri smíðaöxi
en áður, en til veiða notaði hann ávallt
hj artarhornsöxi.
Og svo vaknaði hann einn morgunn við
gnýinn af vetrarstorminum; það dunaði í
skóginum, og þegar hann leit út var jörð-
in hvít af snjó. Veðrið var nístandi kalt,
og Úlfur ásetti sér að halda kyrru fyrir
í kofanum þennan dag. Þegar hann gáði
til veðurs um kvöldið, voru komnir stórh’
snjóskaflar, og kofinn hálfur í fönn, og
veðrið var engu minna en áður.
Þegar Úlfur vaknaði morguninn eftir,
varð hann þess áskynja, að eitt og annað
var öðruvísi en vanalega. Hann hélt niðri
í sér andanum og hlustaði, en gat ekkert
hljóð heyrt.
Frá því hann settist að þarna í kofan-
um hafði daglega borizt að eyrum hans
straumniðurinn frá fljótinu og vindhljóð-
ið úr skóginum. Nú var dauðaþögn, kuldi
og svarta myrkur. Hann fálmaði fyrir sér
og þreifaði eftir eldstæðinu, en rak þá
hendurnar í snjódyngju á gólfinu, sem
hafði hríðað inn um reykopið.
Hann leitaði þá til dyranna, og reif
skinnið frá, og rak sig þar á helkaldan
snjóinn. Nú varð Úlfi ljóst hvernig komið
var — hann var fenntur inni.
Hann leitaði sér að trjágrein, og stakk
henni í fönnina út úr dyrunum, og reyndi
að bora holu gegnum snjóinn, en það
reyndist árangurslaust.
Fönnin var samanbarin, og hann hafði
ekkert annað tæki til moksturs. Hann
fálmaði aftur eftir eldstæðinu; sópaði
snjónum frá og kveikti upp eld. Það hlýn-
aði, en eftir nokkur augnablik var kofinn
orðinn fullur af reyk, svo að Úlfur gat
varla náð andanum, og nú skildi hann það
í einni svipan, að reykurinn, sem ekki
komst út, mundi kæfa hann. í flýti kæfði
hann eldinn með fönninni.
Honum reið lífið á að komast sem fyrst