Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Side 18

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Side 18
112 NÝJAR KVÖLDVÖKUR kofans, kjötið kærði hann sig ekki um, þrátt fyrir litlar matarbirgðir; hann hafði einu sinni bragðað úlfakjöt, honum fannst það æði strembið, og hann langaði ekki í það aftur. IX. ERFIÐIR TÍMAR. Þessi erfiði vetur var nú bráðum á enda, og Úlfur hafði bjargast furðanlega af. Að vísu höfðu komið fyrir dagar, sem hann hafði ekkert til matar og kjötforðí hans var að mestu genginn til þurrðar. En þó hafði hánn ekki liðið hungur mjög lengi í senn- En harðindin urðu ekki mjög endaslepp. í vetrarlokin gerði aust- anrok og glórulausa hríð. Frostið var harðara en nokkurn tíma áður, og. snjó- skaflarnir náðu upp á miðja trjástofna. Við og við í fjóra sólarhringa, varð Úlf- ur að skríða út snjógöngin, til þess að þau fenntu ekki í kaf, því að hann langaði ekki til að lenda í sömu vandræðunum, eins og fyrr um veturinn í hríðinni. Og allan þennan tíma bragðaði hann ekki mat. Á þriðja degi svarf hungrið fastast að honum, en fjórða daginn fann hann ekki eins sárt til þess. Honum fannst líðan sín jafnvel þolanleg, og eig- inlega langaði hann ekki til neins annars en að leggjast fyrir og sofna. Þreytan gagntók hann, en lífsbjargarhvötin blés honum sífellt nýjum kjarki í brjóst, og þess vegna gáði hann öðru hvoru til veð- urs og hélt snjógöngunum opnum. Að kvöldi hins fjórða dags lægði veðrið og hríðina stytti upp, en frostharkan jókst. Loftið varð heiðríkt og stjörnurnar blik- uðu dýrlega á næturhimninum. Öðru hvoru heyrðust háir dynkir úr skóginum, þeir komu frá trjánum, sem rifnuðu og sprungu af frostinu. Úlfur vafði sig skinnum, svo vel sem hann gat og gekk út- Það voru ekki mikl- ir möguleikar fyrir veiði, en hann varð að reyna að halda í sér lífinu. Jörðin sýndist eins og liðið lík, ekkert heyrðist nema lágur vindþytur og brestirnir frá trjánum, sem rifnuðu. Það var ómögulegt að komast leiðar sinnar í skóginum. Fönnin hélt ekki gangandi manni. Úlfur sneri þess vegna út á ísinn á fljótinu, í þeirri von að rek- ast á endur í einhverri vök. En hann fann engar vakir — allt var gaddfrosið og hvergi sást lífsvottur. Úlfur ráfaði lengi fram og aftur. Stormsins gætti meira úti á bersvæði og hann næddi í gegnum skinnklæðnað Úlfs. og hann sveið sárt undan kuldanum. Hvað eftir annað varð hann að nudda á sér andlitið og eyrun til að kala ekki. Hann varð svo lémagna að hann óskaði einskis annars en að hvíla sig, en hanxr vissi að ef hann settist um kyrrt, mundi. hann verða úti. Svo fór hann að sjá ofsjónir. Upp í huga hans stigu minningar frá fyrri árum hans- Hann sá matarbirgðir í huga sér, úruxa. — hjartar- og bjarnarkjöt, og inn í þess- ar hugsanir hans fléttuðust úlfahræin,. sem hann hafði skilið við á ísnum, því að nú hefði hann orðið feginn að seðja hung- ur sitt á þeim, en þess var ekki kostur. því að hann var kominn svo langt í burtu. Hann vissi nú varla hvar hann var staddur, og honum var farið að standa á- sama um allt. En þá kom hann auga á lít- inn dökkan blett á ísauðninni. Hann gekk þangað og fann þar dauða önd. Hann var ekki svipstund að losa hana af ísnum. Svo tókst honum að ná sér bita af fuglinum og tróð upp í sig. Það brak- aði í frosnu kjötinu milli tanna hans, en hann hætti ekki fyrr, en fuglinn var að mestu leyti uppétinn. Þetta dugði í bráðina. Lífsvon hans vaknaði að nýju. Og hann hélt áfram flakki sínu alla nóttina, og í dögun var'

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.