Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Blaðsíða 19
ÚLFS SAGA 113 hann aftur kominn að kofa sínum dauð- uppgefinn, en þó ekki eins kjarkvana. Allan daginn og næstu nótt svaf hann eins og steinn. Og morguninn eftir vakn- aði hann glorhungraður sem fyrr- Úti var logn svo ekki blakti hár á höfði. Ekkert hljóð barst að eyrum Úlfs, og jörðin var að sjá eins og storkið haf, svo langt sem augað eygði. Úlfur vissi að hvergi var vök að finna á fljótum, og því væri vonlaust að ná þar í fugla og önnur veiðiföng. Hann neyddist til að leita skógarins. Með miklum erfiðismunum braust hann áfram í ófærðinni milli trjánna. Stundum lá við að hann færi í kaf, en sulturinn knúði hann áfram um torfærurnar. Líkurnar til þess að hann rækist á úlfa voru ekki miklar. Þeir hefðu átt erfitt með að komast áfram. En nú þráði hann beinlínis að komast í færi við þá. — Þar var þó kjötvon. Og tíminn leið. Hann sá ekki einu sinni spor- Það var eins og öll lífsmörk hefðu afmáðst í hinu hræðilega illviðri. Enn hélt hann áfram, lengra inn í skóginn, þar var færðin lítið eitt betri, en þreytan var alveg að yfirbuga hann. Úlfur fann að hann mundi varla jkomast heim í kof- ann sinn fyrir sólsetur. Annars voru hugsanir hans orðnar óskýrar. Það var eins og hann gengi í leiðslu. Loks staðnæmdist hann og hallaði sér upp að tré. Hann sá enga lífsvon framar, og hann sætti sig við þá tilhugsun að öllu yrði bráðum lokið. En skyndilega kviknaði vonarneisti í huga hans. Það var eins og hann vaknaði af dvala. Meðan hann stóð þarna, hafði úann eins og ósjálfrátt einblínt á sama staðinn — lítilfjörlega mishæð á fönn- inni, og meðan hann horfði á þetta var sem honum sýndist hreyfing á þessu. Það lyftist og hneig á víxl mjög hægt. Skyldi þarna vera bjarnarhýði? Var ekki þetta missýning? Úlfur minntist þess að hann og faðir hans höfðu mörg- um árum áður fundið bjarnarhýði- Björn- inn hafði hreyft sig lítið eitt í kvistahrúg- unni, og þeir höfðu veitt því eftirtekt. Var þetta samskonar hreyfing? Úlfur nálgaðist staðinn hljóðlega og stakk hendinni hægt niður í fönnina. Hann fann yl — það var enginn efi á því. Það glaðnaði yfir Úlfi. — Kjöt, — kjöt! nóg kjöt, hugsaði hann. Mjög varlega sópaði hann fönninni frá og rótaði til í hýðinu. Björninn vaknaði af dvalanum, en var of stór ti'l að átta sig. Það drundi í honum og hann hreyfði sig lítið eitt. Úlfur virti fyrir sér þetta risavaxna dýr, svo hóf hann spjótið á loft og rak það af öllu afli í björninn aftan við- bóg- ana. Hann hitti beint í hjartastað eins og hann ætlaði sér. Þung stuna heyrðist frá birninum, svo lá hann grafkyrr. Utan við sig af gleði réðst Úlfur á dýr- ið- Hann þreif tinnuhnífinn sinn, gerði ristu á kviðinn og svolgraði í sig volgt blóðið, og hann fann hitann læsa sig um hverja taug og þrótt sinn vaxa að nýju. Svo reif hann innýflin úr birninum og skreið sjálfur inn í volgan skrokkinn og sofnaði von bráðar. Honum var kalt þegar hann vaknaði, en að öðru leyti fannst honum sér líða vel. Það var ennþá skuggsýnt, en þó vottaði fyrir dagsbrún í austri. Úlfur ruddi til hliðar greinunum, sem mynduðu hýðið og fór að lima sundur björninn. Síðan tók hann sér birgðir af kjötinu og sneri heim á leið í kofann sinn. Nú voru horfurnar breyttar til batnað- ar. Og hann sá á sólargangi að vorið var í nánd. Að vísu var ennþá kalt, en þó fann Úlfur að mesta harkan var um garð gengin. Og svo kom sólbráðin á daginn, þó að frost væri á nóttunni, og þannig klökknaði fönnin eða fraus til skiftist og 15

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.