Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Qupperneq 21

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Qupperneq 21
ÚLFS SAGA 115 inu var aðeins stuttur spölur. Þar komu brekkur greinilega í ljós, og lengra burtu sást fyrir skógartrjám. Þá virti hann fyrir sér jakana kringum sig. Flestir þeirra voru svo litlir, að þeir hefðu naumast fleytt manni. Einnig veitti hann því athygli, að sífellt brotnaði úr jökunum við hinn sífellda árekstur. Þetta sannfærði hann um það, að innan skamms mundi einnig jakinn, sem hann var á molna sundur. Og enn urðu horf- urnar ískyggilegri, þegar sólin gekli til viðar, því að innan stundar var orðið svo dimmt, að erfitt var að greina jakana frá sjálfu vatninu- Úlfur gat ekkert annað gert, en að bíða komu næsta dags með þolinmæði, ef hann þá lifði af til morg- unsins. Og nóttin varð skelfileg. Úlfur tók nú feldinn, sem hann skýldi sér með og kreisti vatnið úr honum eins vel og hann gat. Svo nuddaði hann líkama sinn með heilbrigðu hendinni, til þess að fá hita í sig, kastaði svo feldinum aftur yfir sig og gekk fram og aftur um jakann sér til hita. Til allrar hamingju var veðrið kyrrt og blítt, annars hefði hann dáið úr kulda þessa nótt. En Úlfi fannst hún aldrei ætla að taka enda, en að lokum lýsti af degi. Og eftir því sem birti betur varð Úlfi ljóst að hann hafði færst nær austur- bakka fljótsins, en hann furðaði sig á því, að þar var landið orðið skóglaust, en í stað þess blöstu við sléttur, vaxnar lágum pílviðarrunnum og hávöxnu sefi. Og nú var hjálpin nærri. A einum stað gekk tangi út í fljótið. Þar hafði nokkuð af rekísnum hrúgast saman og myndað langa jakahrönn, og að henni barst jak- inn, sem Úlfur var á. Hann neytti færis við áreksturinn og hljóp upp á jakaruðn- inginn, og að nokkrum augnablikum liðnum hafði hann fast land undir fótum. Lífi hans var borgið, en allt annað, sem hann átti, vopn og skinnabirgðir, var tap- að, og hér var engin tré að sjá, eða ann- að efni í boga, örvar og önnur vopn- í svipinn var hann þó of þreyttur til að brjóta heilann um þetta. Þó var hann svo heppinn að eldkveikjusteinana bar hann á sér, því að hann hafði þá ætíð í belti sínu. Og nú sópaði hann saman laufi og pílviðarkvistum, það var að vísu ekki hentugt til uppkveikju, en það var nú betra en ekkert, og hann hætti ekki fyrri en hann hafði kveikt sér eld í lítilli laut. Úlfur tók feld sinn og hengdi hann á runna fast við eldinn. Sjálfur kraup hann sem næst eldinum og bakaði sinn þjakaða líkama, eins vel og hann gat. (Framh.). Svipur. Skömmu fyrir 1860, bar það við einn dag seint um kvöld að haustlagi, að bróð- ir minn, Helgi Helgason, sem þá bjó á Grísará í Eyjafirði, og Kristján bóndi Kristjánsson á Merkigili í Eyjafirði, voru á heimleið úr Akureyrarkaupstað í glaða tunglskini. Þegar þeir koma fram undir Kropp, fara þeir af baki og á þar. Sjá þeir þá, hvar maður kemur ríðandi dökkum hesti upp úr ánni rétt fyrir sunnan þá, og utan við vaðið. Var sem hesturinn lyfti sér svo léttilega upp úr ánni, að hann kæmi ekki við árbakkann. Maður þessi hélt áfram á harða spretti þar til hann hvarf á óskilj- anlegan hátt í skugga í brekkunni í tún- fætinum. Svo vissu þeir eigi meira um hann. En er brautin var lögð fram Eyjafjörð, fannst dys með beinum af tveimur mönn- um, neðan við Kroppstúnið, einmitt þar, sem þeir sáu manninn hverfa. Akureyri 25. nóvember 1906. Hallgr. Hallgrímsson- 15*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.