Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Side 26

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Side 26
120 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Litlu-Ameríku var skrifað: Kraftar Byrds virðast vera þrotnir, þegar hann hefir sent fáein orð. Undanfærslur mínar göbbuðu engan framar. í dagbókina mína 6. ágúst hefi ég skrifað: Það ergir mig, að ég nú eftir 66 daga skuli vera að tapa mér af óþolinmæði.... En ég óska við allar helgar vættir, að þessu væri lokið á einhvern hátt. Eg get ekki haldið svona áfram, vonað aðra mínútuna til þess eins að verða fyrir vonbrigðum þá næstu. Eg leggst nú til hvíldar í þeirri öruggu von, að þeir komi hingað á morgun. Frá því Poulter og förunautar hans lögðu fyrst af stað hafði ég útbúið blys og flugelda, til að gefa þeim merki með, ég vissi að án slíkra merkja gætu þeir far- ið framhjá skýli mínu í nokkur hundruð metra fjarlægð og orðið einskis varir. Þegar ég fór á fætur morguninn eftir, tók ég að bera út benzíndunka og magníum blys. Eg hresstist við þetta starf, því að það dreifði hugsununum stundarkorn, og ég minntist þess, að nú voru aðeins 3 vik- ur eftir, þangað til sólin kæmi upp. Eg reyndi að ímynda mér hverju sólarupp- koman myndi líkjast, en hugmyndin varð skynjun minni ofurefli. Poulter lagði af stað í þriðja sinn 8. ágúst. Klukkan 4 daginn eftir var mér tilkynnt að hann væri búinn að fara 40 mílur. Morguninn eftir þóttist ég með vissu sjá ljós í norðri. Jeg útbjó einskon- ar ljósflugdreka, vætti halann á honum í benzíni og kveikti í honum um leið og ég sveiflaði honum upp í loftið. Hann lýsti með björtu ljósi mér til fyllstu ánægju. Þetta var fyrsta framtakið sem ég hafði sýnt nú í langan tíma. Eg fékk ekkert svar við ljósmerki mínu. Jeg kveikti þá á tveimur benzínblysum, hverju.á fætur öðru, en ekkert svar kom. Þá voru kraft- ar mínir þrotnir og ég hneig niður af þreytu. Eg klifraði niður í skýli mitt og skreið í svefnpokann og féll samstundis í mók. Hvað eftir annað hrökk ég upp við að ég þóttist heyra skröltið í bílnum, en það voru einungis frostbrestirnir í jökl- inum. Um miðaftansleytið fór ég aftur út og starði og starði en ekkert sást. Þá um kvöldið heyrði ég til Charlie Murphy; Poulter er kominn 93 mílur, og það er nokkurnveginn víst að hann kemst alla leið. Til hamingju með það, Dick, haltu ljósunum logandi“. Eg svaraði ekki, því að ég óttaðist að ef til vill myndi ég fá nýtt áfall, við að fást við sendimótorinn, en ég varð að beita allri minni orku, til að gefa ljósmerkin. Klukkan sex næsta morgun var ég á ný kominn út. Þá sá ég í norðri daufan. bjarma af ljóskastara, sem hækkaði og lækkaði og hvarf síðan með öllu. Eg get ekki lýst gleði minni. Eg sendi ljósmerki 75 metra upp í loftið, það brann í 5 mín- útur. Eg starði út í myrkrið en árangurs- laust. Þannig sat eg í hálfan tíma í snjón- um og horfði. Eg vissi að eg hafði séð ljósr en eftir öll þau vonbrigði, sem eg hafði mætt, vantreysti ég nú öllum hlutum. Þegar ég reyndi að standa upp voru kraftar mínir þrotnir. Eg skreið að dyr- unum, renndi mér niður stigann og að fleti mínu. Klukkan 8 sagði Charlie mér að hann hefði ekki heyrt til Poulters í 4 tíma. Eg missti heyrnartólið, og í svipinn var eins og liði yfir mig. Þegar ég áttaði mig lá ég hálfur út úr svefnpokanum, án þess að vita, hvernig ég komst það. Mér var ljóst, að ljósmerkin varð ég að gefa. Eg skreiddist að stiganum en komst ekki nema hálfa leið upp. Eg varð að fá einhverja hressingu. Eg hafði áður reynt að örfa mig með áfengi, en árangurslaust. í þetta sinn fann ég í meðalakassanum örfunarlyf með fosfór og strykníni. Eg tók þrefaldan skammt og drakk á eftir 3 bolla af því sterkasta tevatni, sem ég nokkru sinni hef búið til. Þetta örvaði mig svo, að ég komst út og tendraði blysið. Þegar'

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.