Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Blaðsíða 29
ARABAHÖFÐINGINN
123
Og síðan hafði hann verið önnum
kafinn að ráðstafa ýmsum málefnum ætt-
stofnsins, og eftir því sem frá leið, varð
Díana meira og meira útilokuð frá trún-
aðartrausti því og nánum samvistum við
höfðingjann, sem hafði verið henni svo
dýrmætt, og varð hún því stöðugt meira
og meira að láta sér nægja samvist Saint
Huberts. Sameiginleg reynsla þeirra og
raunir hafði nú tengt þau sterkum bönd-
um kunningsskapar og vináttu, og Dí-
önu varð oft hugsað til þess, hve æska
hennar myndi hafa orðið á allt annan
hátt, hefði hún átt hann að bróður í stað
Sir Aubrey Mayo. Og nú bar hún til
Raouls systurlegt trúnaðartraust og
hlýju, sem hún hafði aldrei getað borið
til bróður síns. En hann aftur á móti hélt
tilfinningum sínum alvarlega í skefjum
og tók hæglátlega að sér hlutverk eldra
bróðurs, sem hún ósjálfrátt og óhjá-
kvæmilega lagði honum á herðar.
Þetta varð honum oft og tíðum erfitt
hlutverk og lítt bærilegt, og þeir dagar
komu„ er hann kveið fyrir hinni daglegu
útreið þeirra, og óttaðist að sér myndi
eigi takast lengur að hafa stjórn á tilfinn-
ingum sínum. Hann fór þá að spjalla um,
að hann væri að hugsa um að leggja
bráðum af stað í ferðalag sitt á ný, en
höfðinginn herti alltaf að honum og bað
hann umfram allt að fara hvergi fyrst
um sinn.
Eftir að Ahmed Ben Hassan tók veru-
lega að batna, hresstist hann hraðfari
með degi hverjum, og í tjaldbúðunum
komst brátt allt aftur í sitt gamla lag og
gengi. Nú var horfinn heim aftur liðs-
styrkur sá, sem kallaður hafði verið
saman langt að úr ýmsum áttum. — Nú
var hans eigi lengur þörf. Eftir dauða
Ibrahims Omair hafði flokkur hans
dreifst víða vegu suður á bóginn, þar eð
enginn var framar til að stjórna honum
né halda saman. Ahmed Ben Hassan
hafði haldið heit sitt, er hann gaf fóstur-
föður sínum, og útmáð úr eyðimörkinni
hættur þær og ógnanir, sem yfir henni
höfðu vofað árum saman.
Vinátta höfðingjans og Saint Huberts
var á ný orðin hin gamla og góða, og féll
nú eigi framar á hana neinn skuggi end-
urminninga frá hinni ósælu viku á undan
leiðangrinum mikla. Nú var það allt út-
máð af atburðum þeim, er síðan höfðu
gerzt. Héðan af skyldi enginn skuggi tor-
tryggni né misskilnings ná að stíja þeim
sundur. Raoul hafði af frjálsum vilja
þokað fyrir vini sínum og lagt sína eigin
hamingju í sölurnar.
Er höfðinginn var kominn til heilsu á
ný, tók hann upp aftur gagnvart Díönu
hið gamla kuldalega og hlédræga viðmót
sitt, er áður hafði svo oft og mörgum
sinnum gagntekið hana með ótta og
kuldahrolli. Hann sneiddi hjá henni, sem
mest mátti verða, og nærvera Saint Hu-
bert gerði honum þar hægara um vik,
svo að honum reyndist fremur auðvelt að
komast hjá því að vera aleinn með henni.
Þótt hann gætti þess iðulega, að hún
fengi tækifæri til að taka þátt í hinum
daglegu almennu samræðum, talaði hann
sjaldan við hana sjálfa, og margoft vildi
það til, að hún leit upp og mætti augum
hans og sá, að hann horfði fast á hana
með einkennilegu augnaráði, sem ruglaði
hana og gerði henni órótt. Og er hún
stokkroðnaði, og það gerði hún ætíð, varð
hann þegar þungbrýnn og ógnandi á svip-
inn. Undir borðum var það venjulega
Raoul, sem hélt uppi samræðunum og
sveigði þær stöðugt inn á nýjar leiðir
með mælsku þeirri og nærgætni, sem
honum var svo lagin. Á kvöldin ræddu
vinirnir oft lengi og rækilega um hina
nýju bók Saint Huberts — það var ennþá
allmargts mávegis, sem hann vildi vita
nánari deili á hjá höfðingjanum, og löngu
eftir að Díana var farin frá þeim á kvöld-
16*