Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Qupperneq 30
124
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
in, heyrði hún raddir þeirra — báðar
djúpar og þægilegar, en rödd Raouls fjör-
ugri og sterkari — unz Raoul stóð upp
og gekk til tjalds síns, og Gaston kom inn
til að aðstoða húsbónda sinn, hljótt og
liðlega eins og venja hans var. Fyrrum
hafði höfðinginn sent hann á brott og
sagst ekki hafa hans þörf, en eftir að
hann varð særður, kom Gaston ætíð til
hans, þegar hann sjálfur hafði fengið
heilsu til þess, og hjálpaði honum með
hitt og þetta eftir þörfum. Einnig kom
það fyrir, að hann var lengi hjá honum
og talaði við húsbóndi sinn; en stundum
sendi höfðinginn hann fljótt á brott, og
svo varð allt hljótt í stóra tjaldinu. Hin
langa einmanalega nótt hóf göngu sína,
og Díana grúfði sig niður í koddana, ein-
mana og vansæl, sjúk af þrá eftir blíð-
mælum hans og ástar-atlotum, þeim
sömu, er hún eitt sinn hafði óttast og
hatað. Síðan leguna löngu hafði höfðing-
inn alltaf sofið í ytra tjaldinu.
Hún var einnig oft einmana á daginn,
því þegar er höfðinginn var orðinn nægi-
lega hraustur til þess að sitja á hestbaki,
höfðu vinirnir tveir oft verið í löngum
útreiðum frá morgni til kvölds á milli
fjarlægra tjaldbúða þegna höfðingjans,
svo að hann gæti nú á ný tekið yfirstjórn
alla í sínar hendur. En í sjúkralegu hans
höfðu undirforingjar hans annast þetta.
Loksins rann sá dagur, er Raoul sagði,
að nú gæti hann ekki lengur frestað
brottför sinni, og nú yrði hann að halda
^af stað til Marokkó.
Brottför hans varð Díönu áhyggjuefni,
þar eð þá hlaut óhjákvæmilega að nálg-
ast hraðfara uppger það, er hún óttaðist
svo mjög og vissi þó að var í vændum.
Þetta gat eigi haldið áfram til lengdar á
sama hátt. Hún hafði kvatt Raoul kvöld-
ið áður. Hún hafði aldrei rennt grun í
ást hans, og hana furðaði því, hve hann
var hryggur á svip og óvenju fáorður.
Hann hafði ætlað að segja svo margt, en.
engu orði getað stunið upp. Hún mátti
aldrei fá neinn ávæning af hinum raun-
verulega sannleika og Ahmed ekki held-
ur — hann varð því að leika hlutverk sitt
á enda. Og í morgun fór hann leiðar
sinnar. Þeir Ahmed Ben Hassan höfðu
riðið af stað í afturelding. Hún hafði ver-
ið vöknuð og hafði heyrt til þeirra, er
þeir fóru, og henni hafði þá legið við að
óska þess, að hún gæti kallað á Raoul og
heft brottför hans, þar eð hún þóttist
standa betur að vígi með að bægja frá
sér þessum óljósa ótta, er þjáði hana í sí-
fellu, meðan hann væri kyrr í tjaldbúð-
um höfðingjans.
Allan daginn hafði henni fundist ein-
manalegt og gleðisnautt, og tíminn ætlaði
aldrei að líða. Hún hafði farið með Gast-
on í stutta útreið og hafði flýtt sér að
ljúka miðdegisverðinum, og síðan hafði
hún beðið eftir höfðingjanum allt kvöld-
ið. Hvernig myndi hann verða í viðmóti?
Hann hafði verið óvenju þögull og kald-
ur í viðmóti, síðan Raoul sagði frá, að nú
yrði hann að leggja af stað.
Bókin, sem hún hélt á, rann niður á
gólfið, og hún lét hana liggja. Að nætur-
lagi var ætíð kyrrt og hljótt í eyðimörk-
inni, en í kvöld var kyrrðin henni átak-
anlegri en áður. Það var svo hljótt, að
hún hrökk við og fékk hjartslátt, er einn
hestanna rak upp hvellt og óvænt hnegg.
Snemma um kvöldið hafði hún heyrt
trumbuslátt í sífellu í tjaldbúðum her-
mannanna, og eftir á hafði hljóðpípuleik-
ari skemmt sér við hljóðfæri sitt og sent
hina hvellu einrænu hljóma sína út í
náttkyrrðina, en hún hafði smámsaman
vanizt þessum hljóðum. Þau heyrðu
kvöldinu til hérna í tjaldbúðunum og
voru henni fremur til huggunar en ama,
og er þau þögnuðu, hafði kyrrðin lagst
svo þungt á hana, að hún myndi hafa
fagnað, hvaða hljóði sem var. í kvöld var