Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Blaðsíða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Blaðsíða 36
130 NÝJAR KVÖLDVÖKUR berginu, að hún í huganum gat fylgt hverri hreyfingu hans, eins og sæi hún hann með eigin augum. Hann gekk fram og aftur um gólfið, eins og hann hafði gert nóttina minnisstæðu, er örlög Gast- ons héngu í þræði, og eins og hann ætíð var vanur að gera, er hann þurfti að líhuga eitthvað rækilega, — og ilmurinn af vindlingi hans barst inn til hennar. Einu sinni staðnæmdist hann fast við for- hengið — hjarta hennar tók snöggt við- bragð — svo fjarlægðist fótatak hans á ný. Hann staðnæmdist svo í hinum enda herbergisins, og af örlitlum smellum og málmhljóði heyrði hún, að hann hlóð marghleypu sína. Svo heyrði hún hann leggja hana aftur á skrifborð sitt, og halda síðan áfram göngu sinni — fram og aftur, fram og aftur. Eirðarleysi hans olli henni angistar og kvíða. Hann hafði set- ið á hestbaki síðan snemma morguns. Saint Hubert hafði ráðlagt honum að vera varkár næstu vikurnar, og það var því ógætilegt af honum að njóta eigi hvíldar, þegar tækifæri gafst til þess. Of- urlítið óþolinmæðis-andvarp brauzt fram af vörum hennar, og ástúðin í augnaráði hennar víkkaði og dýpkaði, og það varð áhyggjufullt, nærri því móðurlegt. Loksins heyrði hún hann setjast á dí- vaninn, en það var eigi, fyrr en Gaston kom með kvöldverð hans. Meðari hann var að borða, talaði hann við Gaston, og virtust fyrstu orð hans gera Gaston skelkaðan, eftir upphrópun hans að dæma, en undir eins á eftir tautaði hann einhverja afsökun, og Díana varð þess þegar vör, að fleiri voru komnir inn í tjaldið. Höfðinginn talaði við þá á víxl, og hún heyrði greinilega skæra og hvat- lega rödd Yúsefs, er hann jagaðist við hinn fáorða úlfaldahirði, en hann var þvergirðingslegur í orði og æði og í fullu samræmi við hin skapstirðu dýr, sem hann gældi við og hafði mestu mætur á, og að lokum varð Ahmed Ben Hassan að þagga niður í þeim. Auk þeirra voru tveir aðrir, sem tóku við einhverjum fyrir- skipunum, er þeir samþykktu með ein- hverju murri. Skömmu síðar fóru þeir á brott, en Yúsef dvaldi stundarkorn enn, og hún heyrði kliðinn af þrotlausri mælsku hans, sem var blendingur af arabisku og frönsku, en eftir því sem leið á ræðu hans, og hann virtist verða ákafari og heitari, varð móðurmál hans algerlega ofan á. Þrátt fyrir kvalir sínar gat Díana ekki varist brosi, er henni varð hugsað til Yúsefs. Henni fannst hún sjá hann fyrir sér, sitjandi á hækjum sínum fyrir fram- an höfðingjann, ilmvatnsþveginn og smurðan „eftir öllum kúnstarinnar regl- um“, ranghvolfandi í sér hinum fögru augum sínum, hinar löngu og mjóu hend- ur í sífelldri hreyfingu, og augnaráðið logandi af ungæðislegum eldmóði og að- dáun. Svo fór hann að lokum á brott, og var þá aðeins Gaston eftir inni hjá höfð- ingjanum, önnum kafinn við að brugga „guðaveigar“ á hina nýju kaffivél sína. Ilmandi kaffilykt fyllti tjaldið, og hún sá fyrir sér Gastons fimu fingur setja fram gler- og silfurborðbúnaðinn. Hún heyrði í skeiðinni, er hann flutti til bollann, heyrði, er hann hellti í bollann, og loks- ins, er hann setti bollann yfir á litla flísa- borðið. Hvers vegna drakk Ahmed franskt kaffi í kvöld, úr því hann sagði alltaf, að það héldi fyrir sér vöku? Og annars var hann ætíð vanur, um þetta leyti kvölds, að drekka kaffi, sem tilbúið var á Araba vísu. Og í kvöld þurfti hann einmitt ró og hvíld og styrkjandi svefn — þetta hafði verið erfiðasti dagur hans, síðan hann kom á fætur eftir leguna miklu. Stundarkorni eftir á var Gaston eitt- hvað að dunda úti í fremra herberginu, og eftir hljóðinu að dæma gat Díana sér

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.