Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Page 39

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Page 39
ARABAHÖFÐINGINN 133 ur við myrkrið fyrir utan. Hún starði á hann án afláts, hræddum, rugluðum aug- um, og greip annarri hendi upp í kverk . sér. „Hvað er að þér?“ hvíslaði hún angist- arfull og stóð á öndinni. „Það er það, að við förum til Óran á morgun“, svaraði hann. Hann talaði með einkennilega hljómlausum málróm, og Díana hrökk við: Hann talaði allt í einu enska tungu! Hún lokaði augunum — og allt hringsnerist fyrir henni. — „Þú ætlar að senda mig burtu?“ stundi hún upp. Það leið stundarkorn, áður en hann svaraði: „Já“. Þetta stutta. einkvæða orð hitti hana eins og svipuhögg. Hún greip andann á lofti og starði á hann með brjálæðis- kenndu augnaráði. „Hvers vegna?“ Hann svaraði ekki, og allt í einu blóð- roðnaði hún. Hún gekk til hans, dró and- ann þungt og erfiðlega, og háls hennar kipraði sig saman, svo að hún gat ekki komið upp neinu orði. „Er það af því, að þú sér orðinn leiður á mér!“ tautaði hún loksins hásum rómi, — „eins og þú sagðir mér einu sinni, að þú myndir verða leiður á mér eins og á — öllum hinum konunum?“ Enn svaraði hann engu, en sársauka- kenndir drættir komu um munn hans, og hendur hans, er hengu máttlausar niður með hliðunum, krepptust hægt og smám- saman. Loksins — loksins svaraði hann í sama lága ókunnuglega róm: „Ég ætla að fylgj a þér að fyrstu eyðimerkur-varð- stöðinni skammt frá Óran, og þaðan get- ur þú farið með járnbrautarlestinni. Sjálfrar þín vegna megum við ekki sjást saman í Óran, því þar er ég kunnugur. Skyldi einhver þar þekkja þig eða kvis- ast, hver þú ert, geturðu sagt, að af sér- stökum ástæðum, er eigi komi öðrum við, hafir þú farið lengra og aðrar leiðir, held- ur en þú ætlaðir þér í upphafi — að þú hafir farið þangað, sem engar samgöngur voru við umheiminn — eða hvað sem þér annars dettur í hug að segja! En senni- lega kemur ekki til þess. Það fara svo margir ferðamenn um Óran, og Gaston getur ráðstafað öllu fyrir þig. Hann getur fylgt þér til Marseille, og jafnvel til Par- ísar eða Lundúna, ef þú skyldir óska þess. — Þú veizt, að þú getur fyllilega treyst honum. Þegar þú hefir hans ekki framar þörf, mun hann snúa aftur heim til mín. Ég — ég skal eigi framar valda þér meins né mæðu á neinn hátt. Þú þarft eigi að óttast, að ég muni nokkuru sinni íramar verða á leið þinni. Þú getur gleymt þessum mánuðum í eyðimörkinni og hinum hálfvillta Araba. — Einasta sárabót, sem ég get boðið þér, er að verða eigi framar á leið þinni og .gera aldrei framar neina tilraun til að hitta þig“. Hún leit upp, hnarreist og þrákelknis- leg á svip. í huga hennar ólgaði og brauzt um tortryggin afbrýðisemi, er skyndilega hafði lostið niður, ást og hatur. Henni fannst hún vera að kafna. — „Hvers vegna segirðu ekki sannleik- ann?“ hrópaði hún upp yfir sig. „Hvers vegna, segirðu ekki það, sem þú meinar í raun og veru? Að þú hafir ekki framar þörf fyrir mig, að það hafi aðeins verið þér skemmtun að taka mig til fanga og kvelja mig til að fullnægja duttlungum þínum. Og nú er því lokið! Þér er engin skemmtun r því framar! Þú ert orðinn leiður á mér, og þú ætlar að losa þig við mig og beitir því öllum varúðarreglum. Heldurðu raunverulega, að ég þoli ekki að heýra sannleikann? Héðan af getur ekkert sært mig — ekkert valdið mér meins né sorgar framar! Þú hefir gert mig að þeirri blygðunarlausu kvenveru, sem ég er nú, af því það var þér til

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.