Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Síða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Síða 43
ARAB AHÖFÐIN GINN 137 sína, og fingur hennar krepptust fastar utan um marghleypuna. Nei! Nei! Hún myndi aldrei afbera allt þetta! Hvers- vegna ætti hún að kvelja sjálfa sig svo takmarkalaust? Hvaða gagn væri í því? Hvað yrði líf hennar án hans? Alls ekk- ert! Minna en ekki neitt! Hún myndi aldrei geta aðlaðast nokkurn annan karl- mann. Og enginn myndi þurfa hennar með. Aubrey? Hann hafði nóg í sjálfum sér. Hún átti sjálf sitt eigið líf — hún gat gert með það, hvað sem henni sýndist! Hún olli engum sorgar, þótt hún færi sína leið. Honum? — Tárin blinduðu har.a — það var eins og maðurinn í tjalddyrunum máðist smámsaman út. — Hún lyfti vopninu hægt upp frá borð- inu og ílutti höndina gætilega fram fyrir sig. Hún virti marghleypuna rólega fyrir sér sem allra snöggvast. Hún var ekki hrædd. Hún var aðeins þreytt, svo átak- anlega þreytt. Hún þráði hvíld, er gæti stillt kvalir hjarta hennar og þaggað bar- smíð og hamarslögin í vesalings höfðinu á henni. Ofurlítill neisti — og svo væri öllu lokið — öll sorg hennar myndi hverfa á brott! En myndi hún gera það? Hún varð allt í einu gagntekin af ótta við það, hvað við myndi taka hinum megin. En ef þjáningunni væri nú ekki lokið með þessu? Ef henni skyldi nú halda áfram án afláts? En óttinn hvarf nærri jafnskjótt, og hann hafði komið, því allt í einu minntist hún föður síns — föður síns, sem hafði orðið örvita af sorg og skotið sig, er móðir hennar hafði dáið eftir að hafa borið hana í þennan heim. Hann myndi taka á móti henni í skuggaheiminum — Hún lyfti marghleypunni rólega upp að gagnauganu. — Hún hafði hreyft sig svo stillt og gæti- lega, að ekki heyrðist minnsta skrjáf eða vottur af neinu hljóði, en eyðimerkurbú- arnir eru afarnæmir fyrir öllum áhrifum, og höfðingjanum varð allt í einu ljóst, að einhver yfirvofandi hætta var á seiði rétt að baki honum. Snöggt eins og elding sneri hann sér við, stökk í einu vetfangi hin fáu skref, sem voru á milli þeirra, þreif utan um hönd hennar rétt í því hún ætlaði að hleypa af skotinu, og kúlan þaut fast fram hjá höfði hennar, án þess þó að snerta hana. Hann var náfölur í andliti, er hann reif vopnið úr hendi hennar og þeytti því út um tjalddyrnar — út í myrkrið fyrir utan. Augnabliks andartak stóðu þau kyrr og horfðust í augu, svo hneig hún niður út úr höndum hans með kveinkandi grát- stunu og lá svo í hnipri á gólfteppinu við fætur hans og grét hástöfum, eins og hjarta hennar ætlaði að springa. Hann rak upp dauft hljóð og laut niður yfir hana, tók hana upp í faðm sér og þrýsti henni blýtt og gætilega að brjósti sínu, svo að kinn hans hvíldi á ljósu hári hennar. Guð minn góður, elsku barn! ' Gráttu ekki svona! Allt annað get ég þolað, að- eins ekki það!“ sagði hann örvæntingar- fullur. En grátur hennar rénaði ekki, og hann þrýsti henni, hræddur og kvíðandi, enn fastara að brjósti sér og kyssti hár henn- ar aftur og aftur. „Díama! Díana!“ hvíslaði hann í bænar- róm, og ósjálfrátt greip hann til hinnar fögru, frakknesku tungu, er virtist vera honum eðlilegri og nærtækari á þessu augnabliki. ,.Mon Amour! Ma bieuaimée! Ne pleures pcts, je t’en prie. Je t’aime, je t’adcre. Tu resteras pres de moi, tout á moi“.*) Hún virtist hálf meðvitundarlaus, og það var eins og hún gæti eigi náð ró og jafnvægi á ný, eftir hina geysilegu hug- *) »Elskan mín! Ástin mín eina! Qráttu ekki, ég bið þig þess! Eg elska þig, ég dáist að þér, tigna þig og tilbið. Þú ert ennþá hjá mér, fasfc hjá mér«. Þýð. 18 I

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.