Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Page 44
138
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
aræsingu og sálarraun. Djúp, kvalaþrung-
in andvörp hristu og skóku líkama henn-
ar í' faðmi hans. Varir hans titruðu, er
hann leit á hana. Þetta var allt honum að
kenna! Og hann lyfti henni upp á arma
sína og bar hana yfir að dívaninum, og
skyndilega brauzt blóð hans eins og eld-
straumur gegnum æðar hans. Hann lagði
hana gætilega niður stóra, mjúka svæfl-
ana og hneig sjálfur á kné við hlið henn-
ar, án þess að sleppa henni úr faðmi sín-
um, og hvíslaði eldheit ástarorð í eyra
henni.
Smámsaman rénaði grátur hennar, og
andköfin þverruðu, og hún lá grafkyrr og
svo föl, að hann varð alveg skelkaður.
Hann ætlaði að rísa upp til að sækja ein-
hverjar hressingar handa henni, en óðar
er hann hreyfði sig, þreif hún í hann
dauðahaldi og þrýsti sér skjálfandi upp að
honum: „Nei, nei! Eg þarf einkis með!
Ef þú aðeins ert hjá mér! hvíslaði hún
svo veikt, að varla heyrðist.
Hann tók fastar utan um hana og lyfti
andliti hennar upp að kinn sinni. Augu
hennar voru lokuð, og tárin Jiéngu í
augnahárunum, sem vörpuðu dökkum
skugga á bleikar kinnarnar.
„Díana! Ætlarðu aldrei framar að líta
á mig?“ hvíslaði hann, og rödd hans var
auðmjúk og biðjandi, og varir hans snertu
lokuð augu hennar.
Hann fann, hve augnalok hennar titr-
uðu undir kossum hans. Svo opnaði hún
hægt augun og horfðist í augu við hann.
Augu hennar voru ennþá dimm af angist.
„Þú ætlar þá ekki að senda mig á burt?“
hvíslaði hún í bænarróm eins og dauð-
hrætt barn.
„Hann byrgði niður hálfkæfða grát-
stunu og þrýsti brennandi kossi á varir
hennar, áður en hann svaraði. Og svarið
bom eins og hátíðleg heitstrenging:
„Nei, aldrei! Eg sleppi þér aldrei héðan
af! Guð minn góður, ef þú vissir, hve
þungbært mér var að hugsa til þess að
eiga að sjá af þér — hvílík ofraun mér
var að senda þig á brott! Guð gefi, að ég
geti gert þig hamingjusama! Þú þekkir
mig nú og veizt, hvernig ég get verið,
vesalings barn!“
Roði færðist hægt í kinnar hennar, og
ofurlítið titrandi bros fæddist á vörum
hennar. Hún smeygði armi sínum gæti-
lega um háls honum og dró höfuð hans
niður að brjósti sér. „Eg er ekki hrædd“,
hvíslaði hún. „Eg óttast ekkert í heimi
hér, þegar ég finn, að þú heldur utan um
mig, stolti eyðimerkurunnusti minn! Ah-
med! Monseigneur!“
E n d i r.
Hestur heyrir Þorgeírsbola
öskra.
(Sögn Friðbjargar Þorsteinsdóttur á Húsavík
1907).
Eg var á Isólfsstóðum á Tjörnesi fyrir
löngu síðan. Þá var það á laugardags-
morgun fyrir páska nálægt sólaruppkomu,
að ég fór út í hesthús, sem stóð við vall-
argarð, og gaf hesti. Þegar ég var búin að
því, en ekki farin úr húsinu, heyri ég 3
mikil nauts-org, hvert eftir annað, og
heyrðust þau vera mjög nærri. Hesturinn
hætti að éta og horfði með spert eyru út
í dyr. Þótt mér flygi fyrs't í hug, að kúm
á næsta bæ hefði verið hleypt út, þá var
hvorttveggja, að orgin voru nær en svo,
og svo vissi ég bráðlega, að þetta átti sér
ekki stað.
Gömul kona á sama bæ sagði mér, að
faðir konu nokkurrar norðan úr sveitum,
er var á ferð, hefði haft hinn nafnkunna
Þorgeirsbola til fylgdar, en kona þessi að
norðan kom í ísólfsstaði um daginn.
Jakob Hálfdánarson.