Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Side 50

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Side 50
144 NÝJAR KVÖLDVÖKUR — Ég skal skrifa það — sagði yfir- þjónninn, eins og það væri daglegur við- burður, að fólk pantaði borð tíu ár fram í tímann. — Hvað ætli verði orðið um okkur eft- ir tíu ár? sagði Angela. Guy yppti öxlum. — Ef allt gengur eftir óskum, þá verður þú á þeim tíma orðin fræg leikkona — Páll heimsfrægur rithöfundur — og Molly------------ — Ég verð sjálfsagt gift einhverjum leiðinlegum manni! greip Molly hlæjandi fram í. — Og ég líka! hló Lísa. — Og ég sjálfur! hélt Guy áfram. — Já, ég verð líklega orðinn ráðsettur kaup- sýslumaður með ýstru. Páll hafði setið og horft á hann gegn- um tóbaksreykinn. — Mannstu hvað sá vísi Sakis sagði? — mælti hann seinlega: Vonir æskunnar mætast aldrei. — Minningar ellinnar hafa aldrei skeð. Að minnsta kosti: Enginn lif- ir á tómum endurminningum---------------- Brothljóð! Það var krystallsglas, sem þjóninn hafði vellt, svo það brotnaði. Páll kastaði fimlega pentudúk yfir vínið, svo það rynni ekki niður í kjöltu Lísu. Ósjálfrátt litu þau upp á þjóninn. Aldrei hafði Angela séð aðra eins skelfingu uppmálaða á andliti nokk- urs manns. — Herra guð! hugsaði hún — svona eyðilagður yfir öðrum eins smámunum. Tveir aðrir þjónar komu að vörmu spori, og á svipstundu voru öll vegsum- merki eftir klaufaskap félaga þeirra horfin. Hann hvarf hljóðlega og þjónaði ekki við borð þeirra það sem eftir var kvöldsins. — Hann verður rekinn, greyið! sagði Páll. — Það er þó hart — og ósanngjarnt! sagði Lísa æf. — Jaha — svona eru nú lög félagsins, og það hefir hann eflaust vitað. Hann gat farið varlega — sagði Páll Riley kalt og hluttekningarlaust. En samt sem áður var það þó hann, sem gekk að skenknum um leið og hann fór. Þar stóð þjónninn, sem slysið hafði hent. — Gjörið svo vel — sagði Páll, og rétti honum 10 shillinga — þér gátuð ekki gert að því. Ef félagar hans hefðu vitað þetta, myndu þau hafa mótmælt — það er að segja, ef þau hefðu vitað, að Páll átti að~ eins eftir 2 shillinga, til þess að lifa af, það sem eftir var vikunnar. Flokkurinn sundraðist að vísu ekki al- veg strax. En þetta gamalárskvöld var þó það síðasta, s.em þau voru öll saman komin. í febrúar fór Guy Hamilton til New York, til þess að kynna sér útibú verzl- unar föður síns þar, og eftir að hafa dval- ið þar hálft ár fór hann til Los Angeles og þaðan til Chicago, og hann kom ekki heim til Englands næstu 2 ár. Þessi litli hópur hafði misst foringja sinn — og svo tvístruðust þau. (Framhald). Til kaupenda og útsölumanna. Pið, sem ekki hafið ennþá greitt þennan árgang N.-Kv, eruð vinsam- lega beðin að draga ekki lengur að senda greiðslu. Útgef. --p—--------

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.