Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 13
N. Kv. SÆNSKIR HÖFÐINGJAR 7 hrukkóttur á bekknum undir glugganum. — Á yngri árum hafði hann verið fagur á að líta og hinn röskvasti maður. Léttúðin hafði J>á leiftrað úr augum hans, og hann hafði verið ákafastur allra í dansinum, þegar Gautar léku á hljóðpípur sínar og gígjur. Nú blakti gráa hárið í dragsúginum frá glugganum. Kyrtillinn hékk lauslega yfir .axlirnar, sem orðnar voru lotnar og visnar. Að vísu var kyrtillinn úr silki, en hann var ..slitinn og vanhirtur, eins og á manni, er lítur á allt skart, sem einberan hégóma. — Nú hugsaði Sörkvir konungur einungis um. börnin sín, handa þeim var ekkert of gott, þau fengu allt, sem hann átti, bæði ást hans, skart og dýrgripi. — Dætur hans sátu hjá honum. Þær förðuðu andlit sín og skreyttu hárið með gullböndum, og þær sungu við sauma sína. Dag nokkurn bár svo við, að nokkrir Smálendingar komu á konungsgarðinn og vildu selja dýr, sem þeir höfðu veitt, og elgsdýrslrriðir. Þeir höfðu konur sínar og börn með sér, og það varð bæði líf og fjör niðri í hallargarðinum. Jóhann konungsson hljóp þangað niður, og þegar hann nokkru síðar kom þjótandi inn í salinn til föður síns, hafði hann tekið þátt í háværum leikj- um og átökum og hin dýrmætu klæði hans voru öll gauðrifin og eyðilögð. Hann gekk fyrir föður sinn með þrákelknislegum og drembilegum svip. — Ég lenti í tuski þarna niðri við svolitla Smálands-stelpu, sem heitir Blenda, sagði hann lafmóður. — Sérðu ekki að ég hef rifið fötin mín öll í sundur? Ætlarðu ekki að berja mig? — Já, faðir, hvers vegna berðu hann aldr- -ei? hrópuðu systurnar og festu nálarnar í saumum sínum. Sörkvir rétti þeim hendurnar og lokaði augunum. — Ég er sjálfur búinn að taka út nægilega refsingu, mælti hann lágt. — Hvers vegna .ætti ég þá að vera að refsa öðrum? Sjáið, hvernig ljósið speglast í gimsteinunum í hringunum ykkar. — Ég gæti brotið stein- ana, en samt mundi ég ekki geta náð í Ijós- ið. Geti ég ekki látið hjörtu ykkar skilja og vikna með viturlegum og góðurn orðum. hvaða gagn mundi þá refsivöndurinn gera, elsku börnin mín? — Og þú, sonur minn — allt hið líkamlega er aðeins dularbúningur, alveg eins og er með rifna kyrtilinn þinn. Allt mun jrað bráðlega líða undir lok. Og til hvaða gagns hefur það þá verið? — Lofið mér að sitja hér með hugsanir mínar. Beiningakona ein, sem komið hafði með Smálendingunum, kom nú inn og mælti: — Hvers vegna situr þú alltaf þarna við gluggann, Sörkvir konungur? Hvers vegna situr þú alltaf stöðugt og starir yfir að klaustrinu? — Það er vegna þess, að þar bíður gröf mín eftir mér, svaraði hann. — Líttu heldur á mig rétt sem snöggvast, mælti förukonan. — Of gamall er ég orðinn til þess snúa mér við vegna rjóðra vanga, svaraði Sörkvir. Hún tók þá skýluna af höfðinu, og þar stóð engin beiningakona — ekki einu sinni kona — heldur danskur konungssonur. — Ég heiti Ólafur, mælti hann, um leið og hann laut Sörkvir. — Allir frændur mín- ir — meðal þeirra hinn réttláti Knútur Lá- varður, hafa verið myrtir með svikum. Þess vegna hef ég flúið til þín, Sörkvir konung- ur, í gerfi beiningakonu. Gríptu nú til sverðsins og veittu mér lið, síðar mun ég veita þér hjálp í staðinn. — Því að það skalt þú vita — hér laut hann að konungi og hvíslaði — að þú átt grimma óvini í landi mínu — fjandmenn, sem sækjast eftir kórónu þinni. Þeir senda bréf á laun til hirðmanna þinna. — Sofðu aldrei með báð- um augum í einu, Sörkvir konungur! Sörkvir hallaði sér upp að gluggakarmin- um og starði á ný yfir að Alvastra-klaustri. — Hingað koma flóttamenn á hverjum degi, svaraði hann. Sumir biðla til hinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.