Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Side 13

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Side 13
N. Kv. SÆNSKIR HÖFÐINGJAR 7 hrukkóttur á bekknum undir glugganum. — Á yngri árum hafði hann verið fagur á að líta og hinn röskvasti maður. Léttúðin hafði J>á leiftrað úr augum hans, og hann hafði verið ákafastur allra í dansinum, þegar Gautar léku á hljóðpípur sínar og gígjur. Nú blakti gráa hárið í dragsúginum frá glugganum. Kyrtillinn hékk lauslega yfir .axlirnar, sem orðnar voru lotnar og visnar. Að vísu var kyrtillinn úr silki, en hann var ..slitinn og vanhirtur, eins og á manni, er lítur á allt skart, sem einberan hégóma. — Nú hugsaði Sörkvir konungur einungis um. börnin sín, handa þeim var ekkert of gott, þau fengu allt, sem hann átti, bæði ást hans, skart og dýrgripi. — Dætur hans sátu hjá honum. Þær förðuðu andlit sín og skreyttu hárið með gullböndum, og þær sungu við sauma sína. Dag nokkurn bár svo við, að nokkrir Smálendingar komu á konungsgarðinn og vildu selja dýr, sem þeir höfðu veitt, og elgsdýrslrriðir. Þeir höfðu konur sínar og börn með sér, og það varð bæði líf og fjör niðri í hallargarðinum. Jóhann konungsson hljóp þangað niður, og þegar hann nokkru síðar kom þjótandi inn í salinn til föður síns, hafði hann tekið þátt í háværum leikj- um og átökum og hin dýrmætu klæði hans voru öll gauðrifin og eyðilögð. Hann gekk fyrir föður sinn með þrákelknislegum og drembilegum svip. — Ég lenti í tuski þarna niðri við svolitla Smálands-stelpu, sem heitir Blenda, sagði hann lafmóður. — Sérðu ekki að ég hef rifið fötin mín öll í sundur? Ætlarðu ekki að berja mig? — Já, faðir, hvers vegna berðu hann aldr- -ei? hrópuðu systurnar og festu nálarnar í saumum sínum. Sörkvir rétti þeim hendurnar og lokaði augunum. — Ég er sjálfur búinn að taka út nægilega refsingu, mælti hann lágt. — Hvers vegna .ætti ég þá að vera að refsa öðrum? Sjáið, hvernig ljósið speglast í gimsteinunum í hringunum ykkar. — Ég gæti brotið stein- ana, en samt mundi ég ekki geta náð í Ijós- ið. Geti ég ekki látið hjörtu ykkar skilja og vikna með viturlegum og góðurn orðum. hvaða gagn mundi þá refsivöndurinn gera, elsku börnin mín? — Og þú, sonur minn — allt hið líkamlega er aðeins dularbúningur, alveg eins og er með rifna kyrtilinn þinn. Allt mun jrað bráðlega líða undir lok. Og til hvaða gagns hefur það þá verið? — Lofið mér að sitja hér með hugsanir mínar. Beiningakona ein, sem komið hafði með Smálendingunum, kom nú inn og mælti: — Hvers vegna situr þú alltaf þarna við gluggann, Sörkvir konungur? Hvers vegna situr þú alltaf stöðugt og starir yfir að klaustrinu? — Það er vegna þess, að þar bíður gröf mín eftir mér, svaraði hann. — Líttu heldur á mig rétt sem snöggvast, mælti förukonan. — Of gamall er ég orðinn til þess snúa mér við vegna rjóðra vanga, svaraði Sörkvir. Hún tók þá skýluna af höfðinu, og þar stóð engin beiningakona — ekki einu sinni kona — heldur danskur konungssonur. — Ég heiti Ólafur, mælti hann, um leið og hann laut Sörkvir. — Allir frændur mín- ir — meðal þeirra hinn réttláti Knútur Lá- varður, hafa verið myrtir með svikum. Þess vegna hef ég flúið til þín, Sörkvir konung- ur, í gerfi beiningakonu. Gríptu nú til sverðsins og veittu mér lið, síðar mun ég veita þér hjálp í staðinn. — Því að það skalt þú vita — hér laut hann að konungi og hvíslaði — að þú átt grimma óvini í landi mínu — fjandmenn, sem sækjast eftir kórónu þinni. Þeir senda bréf á laun til hirðmanna þinna. — Sofðu aldrei með báð- um augum í einu, Sörkvir konungur! Sörkvir hallaði sér upp að gluggakarmin- um og starði á ný yfir að Alvastra-klaustri. — Hingað koma flóttamenn á hverjum degi, svaraði hann. Sumir biðla til hinna

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.