Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 30
24 FLÓTTAMENNIRNIR N. Kv. siglum í gegnum sundið, og þá muntu sjá Venezuela á hægri hönd.“ „Hvers vegna förum við þessa leið?“ „Jú, sjáðu til, við verðum að komast inn á Pariaflóann til að komast til hafnar í Port of Spain. Þangað er'förinni lieitið — til Port of Spain.“ „Ég veit það,“ sagði ég. „En að hverju varstu þá að h'læja?“ Flann brosti. „Ég var að hlæja að þér.“ „Hvers vegna?“ „Veiztu það ekki ennþá?“ „Nei, annars mundi ég ekki spyrja.“ „Það er svo sem eftir þér, að spyrja, jafn- vel þegar þú veizt hlutina," sagði hann. „Þú ert ákaflega ósamkvæmur sjálfum þér. Þú getur munað eftir undarlegustu hlutum og atburðum. Þú getur sagt mér — ef ég spyrði þig um það — um hvert einasta sársauka- rnerki, sem þú sást á Mo.ll, eftir að höggorm- urinn beit hann. Þú manst alltaf eftir þján- ingum og sjúkdómum, göllum og ósam- ræmi. En þegar þú hittir fyrir fullkomnun og samræmi, þá fer það alveg fram hjá þér.“ „Ég hef aldrei séð neitt fullkomið," sagði ég. „En hvað samræmi viðvíkur, þá sé ég það í þér.“ „Jæja, þú hefur þá tekið eftir því?“ „Og ef til vill í sjálfum þér líka?“ „Ekki í sjálfum mór,“ sagði ég. „Sam- ræmi? Ekki í svona líkama.“ Plann brosti. „Þú átt við kviðslitið?" „Já.“ „Og sjónina?" „Já.“ „Eitthvert kvöldið innan mánaðar,“ sagði hann, „muntu verða af með kviðslitsbandið þitt, og það fyrir fullt og allt.“ „Hvernig gæti það orðið?“ spurði ég. „Er þér alvara? Á ég að fara að láta gera á mér uppskurð?" „Hvar og hvenær?“ „Uti á sjó,“ sagði hann. „Og hver á að skera mig upp?“ spurði ég þurrlega. „Þú sjálfur." Mér sárnaði. „Ég hélt að þér væri alvara. Þú hefur verið að hafa mig að fífli. Hvernið ætti ég að geta gert uppskurð á sjálfum mér? Upp- skurður við kviðsliti er ekki nein smávægi- leg aðgerð." „Allir uppskurðir eru eins,“ sagði Cam- breau. „Þú færð sjálfur heiðurinn af þess- um. Þú munt ekki nota neinn hníf. Það verður aðeins máttur þinna eigin hugsana. Og þú munt verða heill heilsu.“ „Læknast af mætti hugsana minna?“ spurði ég og lnisti höfuðið. „Þetta er ákaf- lega fallega sagt, þó að þessi uppástunga sé algjörlega mannlegum mætti ofvaxið.“ „Ég minntist ekkert á orðið mannlegur," sagði lvann. „Það er óframkvæmanlegt,“ sagði ég. Hann dró mig að sér og benti út á sjóinn framundan bátnurn. „Þarna er Galeraskaginn.“ „Ég veit það, ég veit það,“ sagði ég. „Ég get séð það.“ „Hann er í fimmtán mílna fjarlægð.“ „Hvað um það?“ spurði ég. „Heyrðu, læknir,“ sagði hann, „hvað var eiginlega að þér í augunum?" „Nærsýni,“ sagði ég. „Og ég þjáist ermþá af henni. Ég hef verið nærsýnn frá barn- æsku. Ég var staurblindur þangað til ég fékk gleraugun.“ Hann andvarpaði og klappaði á öxlina á mér. „í þetta sinn,“ sagði hann, „hef ég hjálpað þér. Það varð að hjálpa þér. Næst verður þú að hjálpa þér sjálfur." Ég hleypti brúnum. „Um hvað ertu að tala?“ spurði ég for- vitnislega. „Enginn maður getur verið mjög nær-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.