Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 20
N. Kv. Zakarias Nielsen: Fóstra prófessorsins. Jónas J. Rajnar þýddi. Eftir sigalega, þriggja stunda járnbrautar- ferð, steig eg út úr lestinni á stöðinni S— á Sjálandi ogskreið inn í gulan póstvagn, sem fyrir nokkurra króna þóknún átti að tosa mér enn fimrn langar og fyrirkvíðanlegar mílur inn í sveitina. Eg var aleinn í vagnin- um og hlakkaði til að mega liggja í makind- um í fóðruðum vaxdúkshægindunum. Oku- maðurnn, bringubreiður Sjálendngur, eins rauður í andliti og póstfrakkinn hans'var, lokaði hurðinni á eftir mér, snýtti sér og beit sér væna tóbakstölu. Eg spurði hann, hvað lengi við mundum verða á leiðinni, — „tvo tíma eða svo?“ Hann flennti munninn upp í hálfhring, sem næstum því náði eyrnanna í milli, og gladdi mig með þeirri huggunarríku vit- neskju, að við mundum varla „skrölta það á minna en rúmlega fimm tímnm“. Eg veifaði hendi til hans til merkis um, að mér félli allur ketill í eld og ætlaði að bera raunir mínar í einrúmi, og svo Iiallaði eg mér á eyrað upp í vagnhornið. „Ja — hér er þá einn í tilbót," sagði liann hlæjandi og opnaði hurðina aftur. Og þar brast sú vonin! Gremjan sauð í •mér, svo að heitt kófið stóð út úr hverri svitaholu á mínum skrokk; eg ætlaði að snúa mér undan, en gat þó ekki stillt mig um að renna augunum fram í dyragættina, og mér til mikillar undrunar sá eg þar unga blómarós með sakleysisleg og blíðleg augu undir dökkum brúnum. Eg kannast hrein- skilnislega við það, að þegar eg leit stúlk- una, hægðist mér svo í huga, að eg sætti mig við hlutskipti mitt. Prúðmennskan náði yf- irtökum á mér og bauð mér að taka vel á móti þessari ungu mey; eg greip í skyndi töskuna mína og sólhlífina og rýmdi hæg- indið á móti. Um feið birtist við lilið stúlk- unnar ellilegt og hrukkótt sveitakonuandlit, sveipað slitnum og upplituðum hatti eða hettu. „Amma gamla að fylgja barnabarni sínu að vagninum,“ hugsaði eg, og mér flugu í hug fyrstu frumdrættir að hversdagsmynd úr sveitalífinu, — því að eg fæst ögn við teikningu. — Þær kveðjast síðustu kveðju, ökumaðurinn lítur á klukkuna, grípur í hurðarhandfangið og bendir inn í gættina, — almáttugur Bensi! — — stígur ekki kerl- ingarskarnið upp á skörina og veltist inn í þann urmul böggla og pinikla, sem öku- maðurinn hafði fleygt inn til mín, en mærin stendur úti fyrir, kinkar kolli og brosir með augnatilliti, sem virðist sner-ta okkur bæði með sömu ástúðinni. „Veriðþiðsæl! Veriðþiðsæl! Góðaferð!" Eg breytti ekki um svip, og að örfáum mínútum liðnum var eg sofnaður.------ Við höfðum ekið svo sem hálfa mílu. ilit- ann lagði í þurrum, kæfandi gusum inn unt gluggann, og öðrum hvoru slengdust flug- urnar framan í mig og ösluðu í svitanum á nefinu á mér. Ne, ég gat ekki blundað. Eg ætlaði að snúa höfðinu í aðra stellingu, en fann þá að hárið lodd fast í vaxdúknum, og þegar eg gáði betur að, sá eg, að allt hornið var smurt gljáandi fitulagi. Eg er sannfærð- ur um, að í heilan m-annsaldur hafa fullir og feitir landar mínir sveitazt spiki sínu í horni þessu. Ægilegar hugmyndir um alls konar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.