Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 25
N. Kv. FÓSTRA PRÓFESSORSINS 19 Syni mínum vafðist tunga um tönn; — — liún var svona í orlofi sínu, sem kallað er. — Nu, svo að skilja, — ef tiFvill heiman úr hans sveit? — Já, jú. .. . einmitt. . . . Eg sá, að hann átti bágt með sig, en þá tók eg orðið og sagði: „Eg skal segja yður, herra nrinn, að eg fóstraði prófessorinn, þegar hann var lítill.“ — „Einmitt það.“ — Sonur minn kinkaði kolli til mín, og svo fóru þeir; en hann kom inn aftur til mín og hvíslaði að mér: „Þú skalt fá aura til ferð- arinnar, mamma. . . . og svo skaltu ná þér í eitthvað að borða frammi lijá stúlkunum, hæði steik og kökur og hvað eina.“ Svo fór hann aftur, því að þá átti að fara að drekka kaffi og þetta líkör-vín, eða hvað það nú heitir, — og svo var sungið og dansað og skemrnt sér.“ „Jæja, það hefur allt gengið vel?“ sagði konan og leit á kjól móður sinnar. „Jajæja, það gekk allt vel, — það er eins og hann sé sniðinn á mig.“ Gamla konan kyssti drengina og rétti fram bréfpoka. „Þá er víst bezt að ná í tuskurnar," hreytti vefarinn úr sér og gægðist inn í vagninn, eins og hann byggist við, að þar væru ein- hverjir bögglar. Eg rétti gömlu konunni höndina og kvaddi. Vagninn rann áfram eftir sendnum veg- inum, svo að urgaði við. Öðru hvoru steytti hann á steini, svo að brakaði í samskeytun- um. Mér fannst orðið tómlegt eftir að gamla konan fór og eg gat ekki annað en hugsað til hennar; nú sat hún inni í húsinu vefar- ans og var að segja frá syninum, — þessum mikla, nafnfræga manni. Nokkrum dögum síðar fór eg sömu leið aftur. Rétt við veginn sá eg einar tíu fátæk- legar konur, sem krupu á hnjánum á herra- garðsekru og reyttu gulrætur. Ein þeirra reis upp, veifaði með þistli og kinkaði kunn- uglega kolli til mín. Eg þekkti hana undir eins, — það var fóstra prófessorsins. Vagninn nam staðar. Við vorum komin að húsinu. Dóttir gömlu konunnar, við- felldin, gildvaxin kona með útbrot í andliti, hom tifandi út til að taka á móti lienni. Á hæla henni komu tveir berfættir snáðar og loks vefarinn sjálfur, lítill maður með herða- kistil, breiðmynntur og með vörtur á augna- lokunum. Mchard Sale: Flóttamennirnir. Skáldsaga. Maja Baldvins þýddi úr ensku. (Framhald). _ Daginn eftir var veðrið sízt betra. Ekkert solskin, engin veruleg dagsbirta, aðeins ýrungalegur sorti. Við og við brutust eld- lngarblossar í gegn um dimmuna og drynj- andi skruggurnar ætluðu alveg að æra okk- ur. Nú var engin leið að sitja á þóftunum. Öldurnar voru of háreistar til þess. Við hefðum ekki getað hangið á þóftunum. Svo við skriðum allir niður í bátinn, og lágum 3*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.