Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Síða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Síða 25
N. Kv. FÓSTRA PRÓFESSORSINS 19 Syni mínum vafðist tunga um tönn; — — liún var svona í orlofi sínu, sem kallað er. — Nu, svo að skilja, — ef tiFvill heiman úr hans sveit? — Já, jú. .. . einmitt. . . . Eg sá, að hann átti bágt með sig, en þá tók eg orðið og sagði: „Eg skal segja yður, herra nrinn, að eg fóstraði prófessorinn, þegar hann var lítill.“ — „Einmitt það.“ — Sonur minn kinkaði kolli til mín, og svo fóru þeir; en hann kom inn aftur til mín og hvíslaði að mér: „Þú skalt fá aura til ferð- arinnar, mamma. . . . og svo skaltu ná þér í eitthvað að borða frammi lijá stúlkunum, hæði steik og kökur og hvað eina.“ Svo fór hann aftur, því að þá átti að fara að drekka kaffi og þetta líkör-vín, eða hvað það nú heitir, — og svo var sungið og dansað og skemrnt sér.“ „Jæja, það hefur allt gengið vel?“ sagði konan og leit á kjól móður sinnar. „Jajæja, það gekk allt vel, — það er eins og hann sé sniðinn á mig.“ Gamla konan kyssti drengina og rétti fram bréfpoka. „Þá er víst bezt að ná í tuskurnar," hreytti vefarinn úr sér og gægðist inn í vagninn, eins og hann byggist við, að þar væru ein- hverjir bögglar. Eg rétti gömlu konunni höndina og kvaddi. Vagninn rann áfram eftir sendnum veg- inum, svo að urgaði við. Öðru hvoru steytti hann á steini, svo að brakaði í samskeytun- um. Mér fannst orðið tómlegt eftir að gamla konan fór og eg gat ekki annað en hugsað til hennar; nú sat hún inni í húsinu vefar- ans og var að segja frá syninum, — þessum mikla, nafnfræga manni. Nokkrum dögum síðar fór eg sömu leið aftur. Rétt við veginn sá eg einar tíu fátæk- legar konur, sem krupu á hnjánum á herra- garðsekru og reyttu gulrætur. Ein þeirra reis upp, veifaði með þistli og kinkaði kunn- uglega kolli til mín. Eg þekkti hana undir eins, — það var fóstra prófessorsins. Vagninn nam staðar. Við vorum komin að húsinu. Dóttir gömlu konunnar, við- felldin, gildvaxin kona með útbrot í andliti, hom tifandi út til að taka á móti lienni. Á hæla henni komu tveir berfættir snáðar og loks vefarinn sjálfur, lítill maður með herða- kistil, breiðmynntur og með vörtur á augna- lokunum. Mchard Sale: Flóttamennirnir. Skáldsaga. Maja Baldvins þýddi úr ensku. (Framhald). _ Daginn eftir var veðrið sízt betra. Ekkert solskin, engin veruleg dagsbirta, aðeins ýrungalegur sorti. Við og við brutust eld- lngarblossar í gegn um dimmuna og drynj- andi skruggurnar ætluðu alveg að æra okk- ur. Nú var engin leið að sitja á þóftunum. Öldurnar voru of háreistar til þess. Við hefðum ekki getað hangið á þóftunum. Svo við skriðum allir niður í bátinn, og lágum 3*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.