Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 36
30 FLÓTTAMENNIRNIR N. Kv. „Nei,“ sagði ég. „Hann væri e£ til vill einhvern tíma til með að hjálpa einhverjum öðrum. Hann gæti það ekki, e£ allir vissu hver hann væri.“ „Ég skil það,“ sagði Meredith og glotti. „Trúnaðarmál innan stéttarinnar. Það eina, sem ég get sagt, er að þið liafið allir verið framúrskarandi áræðnir. Ég hefði aldrei komizt þetta. Hamingjan góða, þar er ekk- ert nema frumskógar, er það ekki?“ „Jú.“ „Og kornust þið allir heilir á húfi?“ „Nei, Dunning komst aldrei þangað sem báturinn var. Hann dó á leiðinni, líklega af hjartabilun. Það var ákaflega erfitt að brjótast í gegnum frumskóginn. Dunning var ekki nógu hraustur fyrir.“ „Nokkur annar?“ spurði Meredich. „Henry Moll,“ sagði ég. „Hann dó fyrsta kvöldið sem við vorum á sjónum. Það beit hann höggormur, rétt þegar hann var að komast niður á ströndina.“ Það fór hrollur um Meredith. „Svo var það George Verne,“ hélt ég á- fnpn. „Hann féll útbyrðis í fyrrakvöld í ofsaroki." „Þið hafið svei mér fengið að vita af því! Hvað voruð þið margir, senr komust hingað?" „Við vorum átta,“ sagði ég. „En þið misstuð þrjá menn. Þrír frá tíu —“ „Ellefu. Þér gleymið Jean Cambreau." ,,En það er skrambi skrítið,“ sagði hann. „Þetta er listinn, sem birtur hefir verið. Það er enginn Cambreau á honum. Eruð þér vissir um að hann sé sakamaður?“ „Nei, en liann var nú samt með okkur.“ „Hvað var hann sakaður um?“ „Ég veit það ekki.“ „Hver er hann? Hvaðan er hann?“ „Það veit ég heldur ekki.“ „Nú, það er undarlegt,“ sagði Meredith og hleypti brúnum. „Ég veit, að þetta er listinn, sem birtur var.' Þeir mundu ekki vera í neinum vafa um töluna á þeirn saka- mönnum, sem vantaði." „Nei, þeir mundu vera alveg vissir um það,“ sagði ég. „Heyrið þér nú,“ sagði hann, „hvað hafið þið svo hugsað ykkur að gera?“ Ée-?“ „Þið allir?“ Ég yppti öxlum. „Ég vildi, að við vissum það. Hvað mér viðvíkur, þá ætla ég að halda áfram. Weiner vill verða hér eftir. Hann er búinn að fá nóg af sjónúm. Pénnington er að reyna að fá sér far með s'kipi, en ég lield, að honum takist það ekki. Við hinir höldum að lík- indum áfram á bátnum. Ég held, að ég reyni að komast til Ameríku. Það er minni hætta á því að maður verði framseldur þar. Eg tek mér annað nafn. Landið er svo stórt, að við getum hæglega sneitt hjá innflytj- en daskr i fs tofunum. ‘ ‘ „Þér eigið þó ekki við, að nokkur mundi vera svo harðbrjósta að senda ykkur þangað aftur?“ sagði 'hann. „Það hefir verið gert,“ sagði ég. „Benet var hálf smeykur við fólkið hém-a. Bretarn- ir hafa hingað til verið mjög strangir, þegar um slíkt liefir verið að ræða í Guiana. Samt sem áður, ætla ég að biðja yður um nokkuð. Látið þér held-ur standa — ákvörðunarstað- ur óþekktur.“ „Ég skal gera það,“ sagði hann. „Því fer fjarri, að ég vildi verða til þess að draga ykkur þangað aftur. Hvernig er þar?“ „Hræðilegt," sagð ég. „Ef þér nokkurn tíma verðið þreyttur á lífinu, þá skulið þér reyna að komast á sjöttu breiddargráðu. Þar missir maður trúna á allt.“ „Nei, ég held, að ég kærði mig ekki um það„. Hann hristi höfuðið. „Ég býst ekki við að þér munduð gefa. samþykki yðar til að ég tæki rnynd af öl'lum hópnum." „Nei,“ sagði ég. „Þér getið tekið mynd af bátnum, ef þér viljið. En ekki af okkur. Það verður víst nógu erfitt að fara huldu höfði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.