Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 44
38
FLÓTTAMENNIRNIR
N. Kv.
„Hvað?“ hrópaði Weiner.
„Það er einmitt það,“ sagði ég. „Við fá-
um ek!ki að dvelja hér.“
„Hvern fjandann áttu v.ið?“
„Við fáum ekki að vera hérna, við verð-
urn að fara. Við verðum að vera farnir héð-
an innan tuttugu og fjögurra klukkustunda,
að öðrum kosti verðum við tekriir fastir og
framseldir."
Weiner starði á mig, og hrækti svo á
bryggjuna.
Eg sagði lágt við Cambreau: „Þú vissir, að
þetta mundi koma fyrir.“
„Já,“ sagði 'harin.
„Hvert höldum við næst?“ spurði ég.
„Til Santiago de Cttba,“ sagði hann.
„Komumst við allir þangað heilir á húfi?‘
spurði ég.
„Allir?" sagði hann. „Já.“
„Og hvert er ferðinni heitið þaðan?“
spúrði ég.
„Til Florida," sagði hann. „En við kom-
umst ekki þangað allir.“
„Fjandinn liafi það!“ sagði Weiner. „Ég
botna hvorki upp né niður í þessu! Hvernig
komst lögreglan á snoðir um það að við vær-
um hérna? Hvar gátu þeir snuðrað það
uppi?“
„Benet sagði þeim það,“ sagði ég. „Hann
er í fangelsinu.“
„í fangelsinu?“ sagði Weiner. „Og fyrir
hvern fjárann?“
„Hann elti stúlku."
Þetta hneykslaði Weiner; ég veit ekki
hvers vegna, en það gerði það. Hann var oft
búinn að stríða Benet á þessu, en þegar hann
fékk að vita að Benet hefði í raun og veru
gert aðra tilraun fáum klukkustundum eftir
að hann var kominn á land, }rá hneykslaðist
hann á því. Ég gat séð að liann var mjög
fölur. Hann sagði ekki stakt orð. Hann tók
með báðum höndum utan um höfuðið og
starði beint fram undan sér.
Báturinn vaggaði blíðlega með sjávarfall-
inu. Cambreau hélt áfram að horfa brosandi
á mig.
Loksins sagði ég: „Það gengur sá orðróm-
ur í svertingja'hverfinu að Jesús Kristur hafi
verið j^ar í kvöld.“
„Það er rangt,“ sagði liann og brosti.
„Ég veit það,“ sagði ég.
Ég þagði lengi.
„Einu sinni hélt ég að það gæti verið, að
þú værir hann.“
„Það er hlægilegt," sagði hann. „Hvers
vegna segir þú þetta?“
„Þú læknaðir augu mín,“ sagði ég. „Þú
læknaðir halta drenginn. Þú læknaðir
blindu gömlti koriunnar."
„Það er ekki neitt,“ sagði hann. „Það
'kemst ekki til hálfs á við hvað ég get gert.
Það kemst ekki til hálfs á við það sem þú
getur gert.“
„Áttu við Jrað, að ég hefði einnig getað
læknað drenginn?“
„Auðvitað hefðir Jrú getað það.“
„En hvernig?"
„Ja,“ sagði bann. „Það er erfitt að útskýra
Jrað. Þú hefðir orðið að sjá hann heilbrigð-
an í staðinn fyrir haltan. Þú hefðir orðið að
vita, að Jrrátt fyrir Jrað hve raunverulegt
Jretta var fyrir hann, Jrá var það aðeins tál-
mynd hans eigin trúar, að það væri ekki
raunverulegt. Þegar þú hefðir vitað það og
vitað hvers vegna, það var ekki raunverulegt,
þá hefðir þú getað læknað hann.“
„En hvernig ætti ég að geta það?“ spurði
ég. „Ég er ekki nema maður.“
„Það er ég heldur ekki,“ sagði hann.
„En [tú ert frábrugðinn mér,“ sagði ég.
„Nei, J^að er ég ekki. Ég er alls ekki frá-
brugðinn Jrér.“
„En allt sem þú gerir er rétt, allt er full-
komið."
„Það ætti að vera Jrað,“ sagði hann. „Ég
geri Jretta allt fyrir annan. Mér getur aldrei
fatazt. Sjáðu til, Guð stendur alltaf að baki
mér. Þegar égmissi sjónar af honum, þó Jjað