Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 9
N. Kv.
EGILL ÞÓRLÁKSSON
3
Agli að telja fingurna á sér og eyrun og aug-
un með.“
Sagan er 'betri en löng ræða um snilli
kennarans í því að gera námið að leik og
láta barnið ekki verða áreynslu vart eða
þvingunar við að læra.
Þorsteinn Erlingsson talar um:
,,Æskunnar barnglaða, blíðróma ljóð,
sem biður þess sumarið aldrei að líða.“
Það er frábært, hvað Egill Þórláksson
skilur vel „æskunnar barnglaða, blíðróma
ljóð“, — og hvað hann kann vel að taka und-
ir það. Hvað hann er fundvís á þetta ljóð —
og hjálpfús við það — í litlum, vanmáttug-
um barnssálum, sem annars geta ekki látið
til sín heyra.
Hann ann hverju barni og trúir á hæfi-
leika þess og eðliskosti.
Og honum verður undursamlega að trú
sinni.
Ástúð hans ogdltrú fara um smábarnasál-
irnar eins og bjartur og hlýr vorgeisli um
ógróið land, sem tekur um leið að skjóta
frjóöngum.
Það er vafalaust mikill gróður og góður,
sem Egill er búinn að vekja til lífs í sálum
nemenda sinna öll sín mörgu kennsluár.
Hann hefir — eins og aðrir kennarar —
tekið á sig mikla ábyrgð með starfi sínu.
Hann hefir líka gert sér grein fyrir þeirri
ábyrgð, og unnið með þeim rétta skilningi,
að barnakennsla er heilagt verk.
Framtíð íslands er óráðin. En eitt er víst:
Það verður ekki uppeldisáhrifum Egils Þór-
lákssonar á þjóðarsálina að kenna, ef íslend-
inga brestur góðleik og drengskap til þess
að geta verið farsæl þjóð og hamingjusöm.
Mér kom á óvart, að Egill Þórláksson er
orðinn sextugur. Ég hafði ekki fylgzt með
eykturn, af því að dagurinn var svo bjartur
og glaður.
Ég óska þess og vona, að birta og gleði
dagsins endist enn lengi. Ég geri það ekki
aðeins vegna Egils sjálfs og hans nánustu,
heldur líka af þeirri miklu ástæðu, að lieim-
urinn þarfnast mjög mikið manna eins og
hans. — ísland þarfnast þeirra, og þeir fæð-
ast alls ekki á hverjum degi hjá svo lítilli
þjóð.
Ég flyt Agli hér með hugheilar þakkir
Húsavíkur fyrir dvöl hans þar.
Sérstaklega hefi ég verið beðinn að flytja
honum vinarkveðju æskunnar, sem hann
hafði í skóla í Húsavík.
í hugum þeirrar æsku tilheyrir hann
súmrinu, séin hún „biður þess — aldrei að
líða.“
KRISTÍN M. J. BJÖRNSON:
Ljósþrá.
Ó, mannkynsbernska’ í villuvanda
með vanans þrönga sjónarmið,
en draumafegurð innri anda
og æðri heima sjónarmið.
Hvenær mun sál þín ljósið líta,
er langa stund hún þráði mest,
og bönd við hulda heima knýta,
er hjartans ljósþrá treystir bezt.
Það sýnist langt, þér sem að bíður
og sáran þráir dagsins ljós;
þó dagar, morgunbjarmi blíður
þér birtist lífsins sigurhrós.
Þú átt þess kost að velja’ og vilja
ei viðleitninni’ er markað skeið;
þín sára þrá að sjá og skilja
til sigurs ber þig alla leið.
1»