Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 32
‘2b
FLÓTTAMENNIRNIR
N. Kv.
um inn. Ég ætla að reyna að komast um
borð í það.“
„Þú liefur ekkert vegabréf'," sagði ég,
„Það er aiveg sama,“ sagði hann. „Ég ætla
samt sem áður að reyna það. Hver veit nerna
þeir taki mig með sér.“
„Þeir taka þig ekki með,“ sagði Cambreau
og liristi höfuðið.
„Ég ætla nú samt að reyna það,“ sagði
Pennington og brosti. „Það skaðar ekki að
reyna.“
„Hvað eigum við að gera við Flaubert?"
spurði ég. „Við getum ekki látið iiann rölta
um á eigin spýtur. Við berum ábyrgð á hon-
um.“
„Já,“ sagð Flaubert. „Ég er aleinn! Það
má ekki skilja mig einan eftir! Ég verð
hræddur, ef ég verð einn! Aumingja Rud-
olph, öllum stendur á sama um þig. . . .“
„Ég skal líta eftir þér,“ sagði ég.
„Nei,“ sagði Cambreau. „Ég skal sjá um
Flaubert. Farðu bara, það verður ekkert að
Flaubert hjá mér. Ég get lofað þér því.“
Benet sagði ekki neitt. Hann stóð og neri
saman höndunum, og beið eftir því að við
værum búnir að tala um þetta. Að lokum
kom okkur saman um að koma allir aftur
niður að bátnum um kvöldið, og athuga
hvað hægt væri að gera.
Ég gekk einn inn í borgina. Fólk horfði
forvitnislega á mig. Það fékk mig til að
muna eftir því, hve hörmulegur útlits ég
var. Ég var með viku skegg, og fötin mín
voru í tætlurn. Ég fór allur hjá mér.
Eg fór fram lijá rakarastofu, sneri við, og
fór inn í hana. Rakarinn sat á einum stóln-
um, og var að lesa í dagblaði. Hann lagði
það frá.sér, þegar hann varð mín var, stóð
á fætur og bauð mér sæti.
Hann tók andköf þegar hann leit á mig.
„Hamingjan hjálpi ,mér!“
„Ég er víst ekki frýnilegur útlits,“ sagði
ég. „Ég hef verið úti á rúmsjó í heila viku.
Við fengum vont veður.“
„Það hlýtur að hafa verið sérstaklega
slæmt,“ sagði hann.
„Ég þarf líka að fá önnur föt,“ sagði ég.
„Getið þér sagt mér livar ég get fengið ódýr
föt? Ég er ókunnugur hérna í borginni."
„Það er hægðarleikur," sagði hann. „Það
er búð hérna nálægt í þessari sömu götu.
Þeir hafa ágæt föt fyrir gjafverð."
„Þakka yður fyrir,“ sagði ég.
„Við skulum nú sjá,“ sagði hann. „Hvað
viljið þér láta mig gera við yður?“
„Ég ætla að biðja yður að raka mig,“ sagði
ég. „Og þvo mér um höfuðið. Laga mig svo-
lítið til. Það eru ósköp að sjá mig.“
„Satt er nú það,“ sagði hann. „Jæja.“
Hann byrjaði á því að raka miig. Húðin
var mjúk og slétt þegar hann var búinn.
„Þér ltafið þó ekki komið á einhverju af
stóru skipunum, eða hvað?“ spurði hann.
„Nei, bara á opnurn bát.“
„Er þetta í fyrsta sinn, sem Jrér komið til
Port of Spain?“
„Já.“
„Beygið þér höfuðið ofan að skálinni....
Svona. Ég verð að bera duglega í það sápu
.... Hvaðan sögðuð Jrér altur, að þér hefð-
uð látið úr höfn?“
„Ég sagði ekkert um það,“ svaraði ég.
„Farið þér varlega. Þér meiðið mig.“
„Fyrirgefið Jiér,“ sagði hann. „Hárið á
yður er í einni flókabendu. Á litlum bát, ha?
Þér eruð þó vonandi ekki einn af þessum
náungum, sem sigla kringum jörðina á opn-
um bát, eða hvað?“
Ég sagði: „Það var laragt frá því að þetta
væri skemmtiferð.“
,,Ó,“ sagði liann. „Verzlunarferð, ha?“
„Hún var nauðsynleg."
„Nei!“ hrópaði hann.
Hann gekk svolítið aftur á bak og glápti
svo á mig.
„Nei, þér eruð þó ekki einn af sakamönn-
unum, sem sluppu frá Guiana?“
Ég stirðnaði ósjálfrátt upp, en náði mér
fljótt aftur.