Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 39
N. Kv. FLÓTTAMENNIRNIR 33 „Þér getið líklega ekkert hjálpað okkur?“ ,,Því miður get ég það ekki.“ : „Það var sarnt vel gert af landstjóranum a$ lofa okkur að vera hér þessar tuttugu og fjórar klukkustundir,“ sagði ég. „Hinir verða honum þakklátir fyrir það.“ Kennicott andvarpaði. ,,Mér þykir rnikið fyrir því að þurfa að senda ykkur svona burtu aftur. Benet minntist á opinn bát og að jrið hefðuð lent í stormi. Þið nrisstuð þrjá menn?“ „Já.“ : „Eg óska ykkur góðrar ferðar,“ sagði Eann. „Og mér þykir þetta mjög leiðinlegt. Þér megið trúa Jdví.“ „Þakka yður fyrir,“ sagði ég. . „Benet verður hér í haldi,“ sagði hann, „þangað til ]hð eruð ferðbúnir. Þá getið þér Eomið og sótt hanin.“ „Það er gott,“ svaraði ég. „Eg skal gera það.“ „Jæja þá, læknir," sagði Kennicott. „Þakka yður fyrir, hvað þér hafið tekið vel 1 þetta. Og ég verð að minna yður á Jrað aftur — tuttugu og fjórar klukkustundir.“ „Við skulurn vera farnir,“ sagði ég. „Þakka yður fyrir.“ „Ekkert að Jrakka. Góða nótt.“ IV. Loftið var óþægilega mollulegt. Hitinn JÚtnnkaði ekkert með kvöldinu eins og hann gerði á sjónum. Mér var svo heitt, að hreina sEyrtan mín varð smám saman gegnblaut af svitanum sem hún dró í sig. Eg gekk í hægðunr mínum aftur niður á Eryggjuna þar sem báturinn var bundinn °g a leiðinni var ég dapur í bragði og fannst aEt ákaflega tómlegt. Mig langaði til þess að lafa eitthvað og hugsa um þetta allt saman °g ég varð glaður, þegar ég kom niður á bryggjuna og fann bátinn mannlausan. Eg sneri við upp í borgina og reikaði fram °g aftur um göturnar. Einu sinni staðnæmcl- «t ég og fór inn í tóbaksbúð og keypti mér vindil. Maðurinn fór að veita mér athygli, Jregar ég borgaði honum í franskri rnynt, og hann virtist ætla að fara að verða 'heldur skrafihreyfinn, en ég flýtti mér eins og ég gat út úr búðinni og hélt áfram göngu minni. Ég reykti aðeins tvo reyki af vindlinum og henti honum svo. Mér þótti ekkert í hann varið. Ekki svo að skilja að mér yrði illt af að reykja. Mér Jrótti bara ekkert í það varið. Mér datt í hug að ég mundi ef til vill rekast á einhvern hinna, og ég vonaði að það yrði Cambreau, því að.mig langaði til að hitta 'hann og tala við hann einan um Benet og sjálfan mig. En ég kom ekki auga á neinn Jreirra. En ég hitti Roy Meredith aftur. Ég var að fara fram hjá dyrunum á gisti- húsi nokkru, þegar hann kom hlaupandi út og var nærri því búinn að hlaupa mig um koll. Hann staðnæmdist og brosti, mjögsvo íbygginn á svipinn. „Komið þér sælir, LaSalle!“ hrópaði hann. „Sælir,“ sagði ég. „Mér þykir vænt um að hitta yður aftur.“ „Eruð þér að skoða borgina?“ spurði hann. „Ekki getur Jrað nú heitið,“ sagði ég. „Ég var bara að ráfa eitthvað. Ég var dálítið ein- mana. Enginn af félögum mínum hefur lát- ið sjá sig ennþá.“ „Nú,“ sagði hann, „er annars nokkuð nýtt að frétta?“ „Já, við förum héðan í fyrramálið eftir fyrirskipun landstjórans." „Einmitt það,“ sagði hann. „Hvenær fenguð Jrið að vita það?“ „Fyrir hálftíma síðan,“ svaraði ég. „Einn af félögum mínum lenti í klónum á lögregl- unni svo að Jreir komust að Javí að við vær- um hérna. Þeir höfðu upp á mér, og mér var tilkynnt að viðdvöl okkar gæti ekki orðið lengri en tuttugu og fjórar klukkustundir.“ „Það er fjári hart,“ sagði hann. „Ég öf- unda ykkur ekkert af því að eiga að fara að leggja af stað aftur á bátnum. Það er ómann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.