Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 12
KYNLEG HUNDGÁ OG NEYÐARÓP að því er mér er kunnugt. Er sú frásögn mín sennilega glötuð nú. Má vera, að ég hafi munað hana greinilegar þá en nú, eftir því- líkan árafjölda, sem liðinn er síðan þessi undarlegu atvik gerðust. Þykist eg þó cnn muna þau furðu-skýrt. Eg heyri, sem eg sagði, enn í huga mér geltið og hávaðann í hundunum og sé enn myrkrið fyrir mér, sem virtist alveg óvenju-svart og þykkt, ef ég má svo að orði kveða. Ég man og enn, að ég var með nokkrum kvíða að velta því fyrir ■mér, meðan faðir minn var frammi í Ból- staðarliliíð, hver myndi nú hafa drukknað í B'löndu í gærkveldi, hvort það væri kunnug- ur eða ókunnugur eða, ef til vill, einhver langferðamaður, sem ætti heima á öðru landshorni. Ég sagði við sjálfan mig, að líkið ræki, ef til vill, aldrei, og aldrei yrði víst um, hver drukknað hefði :í Blöndu þetta kvöld. Annars virðist mér það eiga miður-vel við, að birta þessa frásögn í þjóðsagnasafni. Hún er dagsönn. Hún segir frá einkennilegu fyr- irbæri, sem verið gæti nokkurs um vert að finna skýring á. Þessi viðburður orkaði all- fast á mig, og hefi ég oft í huganum reikað að honu-m, -en auðvitað enga ráðning fundið á gátu hans. Eiríkur Jónsson er enn á lífi og hefir marga tugi ára búið með sæmd í Djúpadal, sem hefir -langan aldur verið í ætt hans. Eiríkur er kvæntur náinni frændkonu minni, Sigríði iHannesdóttur. Haustið 1940 gerði ég mér ferð á hendur vestur að Djúpa- dal til að sjá Eirík bónda, sem ég minntist ekki að hafa séð síðan 1888 eða um rúm 50 ár, og til að sjá Sigríði frændkonu mína, er ég hafði aldrei séð. Það var og eitt erindi mitt, að rifja upp þennan atburð með Eiríki í Djúpadal. Fékk ég 'þar hinar ástúðlegustu viðtökur, eiris og ég væri sonur þeirra hjóna, sem þau hefðu ekki séð um fjölda ára eða langt æviskeið. Þó að Eiríkur í Djúpadal væri þá kominn undir áttrætt, var hann enn hinn ernasti, bæði á andlega og líkamlega vísu. Kvaðst N. Kv hann hafa mætt mér í Langadal fyrir rúm- um 40 árum. Því hafði ég gleymt, en rámaði í það, 'er hann minntist á það. Átti ég auð- vi-tað all-lengi tal við hann um þennan at- burð. Bar minningum okkar merkilega vel saman. Hvorugur mundi meira né minna en hinn, og minningar okkar greindi hvergi á. Eiríkur mundi vel eftir því, er faðir minn kom fram að Bólstaðarhlíð morguninn eftir það, er þeir Guðmundur Klemenzson komu að Æsustöðum í heimför sinni frá Blöndu- ósi. Hann hafði að fyrra bragði orð á því við mig, hversu það væri merkilegt, að þeir hefðu einskis orðið áskynja og engin hljóð lveyrt, þótt þeir væru á ferð fast við Blöndu um það leyti, sem fólkinu í Tungunesi heyrðist köllin koma neðan frá ánni. Leyndi það sér ekki, að þetta undarlega fyrirbrigði liafði grópazt fast í minni hans og hug. Ég er sjálfur harla ófróður um dulræn fyrirbrigði. Ég hefi eigi mikinn áhuga á þeim rökum, þótt mér dyljist eigi, að sum þeirra séu næsta merkileg og búi yfir mikil- vægum gátum, er mikill skilningsfengur væri í að fá ráðnar. Þótt ég sé ekki nema leikmaður — og það ófróður leikmaður — í þessum greinum, leikur mér hugur á að gera nokkrar athugasemdir urn þetta dulræna fyrirbrigði. I þessum fyrirburði eru það einkum þrjú atriði, sem ,mér virðast eftirtektarverð: Það er hundgáin mikla á Æsustöðum, hjálpar- hrópin, sem heimamönnum í Tungunesi virðast koma neðan frá Blöndu, og samræð- ur þeirra lestamannanna, Eiríks smiðs og Guðmundar bónda, um drukknun ,í Blöndu nokkrum árum áður. Það er staðreynd, sem eigi verður vefengd, að allt þetta gerðist um svipað Jeyti. Ég rita af ráðnum hug um svipað leyli, en ekki um sama leyti né sam- tímis. Þó að mér sé málið skylt, þori ég að fullyrða, að faðir minn hefði ekki farið fram að Bólstaðarhlíð, nema ef sterkar líkur hefðu verið til, að hljóðin í Tungunesi hefðu h-eyrzt í sama mund og þeir félagar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.