Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 51

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 51
FLÓTTAMÉNNIRNIR N. Kv. ■eg að skima í kringum mig. Aftur var blás- í lúðurinn og riú fannst mér það vera fast við eyrað á mér. Ég leit á bakborða og þá hljóðaði ég. Heljarstór, kolsvartur fram- stafninn á gufuskipi kom út úr þokunni; hann stefndi beint á skonnorturia, eins og hann ætlaði að skera hana í tvennt. . . . Um leið hrökk ég upp. Það bogaði af mér svitinn, og þegar ég opnaði augun hefði ég næstum þvií getað svarið, að daufur °iriur af blæstri þokulúðursins bergmálaði ennþá fyrir eyrum mér. Þetta var svo rauri- verulegt að ég spratt á fætur og hljóp að lúkugatinu sem nú var opið. Ég leit víð og sá að Telez lá í þilrekkju sinni. Ég fór upp a þilfar og aftur á; þar stóð Cambreau við stjórn. Tæplega tuttugu fetum í burtu var svart- ur skipsskrokkur að hverfa út í þokuna, Það glytti dauflega í aragrúa af ljósum. ..Ég vissi það,“ sagði ég hásum rórni. Cambreau brosti. ,,Jæja, svo þú vissir það?“ sagði hann. ,,Mig dreymdi Jrað!“ sagði ég.-„Ég sá Jrað 1 draumií" Hann virtist hafa gaman af þessu. „Hvernig líður Weiner?“ spurði hann. „Ég veit það ekki,“ svaraði ég. „Þegar ég ^eit á hann seinast, <hefði hann vel getað verið dáinn.“ „Farðu og gættu að honum,“ sagði liann. Ég var enn ekíki búinn að jafna mig, Jregar eg fór niður í káetuna til Jress að vita hvað ^Veiner jjgj Telez reis upp við dogg og sPurði: „Hvaða hljóð vár þetta?“ „Það var gufuskip," sagði ég. „Það mun- aði minnstu að það rækist á okkur.“ „Guð minn góðluir," sagði hann. „Ég varð hræddur.“ Ég gat ekki skorið úr iþvf, hvort Weiner var lifandi eða dauður. í Jretta sinn varð eg ekki var við neinn andardrátt. Ég fann ekki slagæðina. Það var nægilegt til þess að Þann væri dauður. En þegar ég leit á augun 1 honum, þá var ég allls ekki viss um það. 45 Ég fór aftur upp á þilfar og sagði Cambreau frá jDessu. „ Jæja þá,“ sagði hanri, ,þú ert læknir, er ekki svo? Hvers vegna gerir þú ekkert fyrir iiann?“ „Ég get það ekki,“ sagði ég. „Hvers vegna ekki?“ spurði hann. „Ég get ekkert gert,“ sagði ég, „ég hef engin hressingarlyf, enga dælu, ekki neitt. Ég get ekki gert neitt.“ „Þú kemur mér til þess að halda,“ sagði hárin, „að mannleg meðferð á sjúkdóma- fræðinni sé ófullkomin. Þurfið Joið alltaf að hafa hjá ykkur hnífana, dælurnar og með- ulin ykkar?“ „Auðvitað. Læknar geta ekki gert krafta- verk.“ „Þú átt við Jrað, að læknar geti ekki Iæknað.“ Ég þagði. „Þeir geta hjálpað," sagði hann. „En þeir <>eta ekki læknað .Ef meðulin eru tekin af o þeim, hvað geta þeir þá gert? Ef skurðhníf- arnir eru teknir af þeim, hvar standa þeir þá?“ „Ég get ekkert gert fyrir hann!“ sagði ég. „Getur Jdú ekki skilið. . . .“ „Auðvitað skil ég það,“ greip hann fram í fyrir mér. „Taktu hérna við stýrinu. Mig langar til þess að sýna þér dálítið." Ég tók Við stýrinu og liann fór niður í káetu. Eftir nokkrar mínútur kom Telez upp úr káetunni. „Heilaga Maria,“ hrópaði hann. „Þessi maður er djöfull!" „Hvað er nú að?“ spurði ég. „Þessi maður,“ sagði Telez. Hann skalf af kulda. „Hann kom niður í káetu, gekk til Weiners og sagði: Vaknaðu, Weiner. Og Weiner opnaði augun og settist upp!“ Telez gerði á sér krossmark af miklum fjálgleik og opnaði munninn til þess að segja eitthvað meira, en í því kom Cam- breau til baka. Telez hætti við það sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.