Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 19
N. Kv. EINN Á FANNBREIÐU 13 stjörnublik hér og þar. Veðrið liafði gengið niður, en þó var enn nokkurt fjúk og renn- ingur; skýin hrönnuðust í norðri og austri, en bjarmaði af bleikfölri birtu rísandi dags yfir auðninni. „Það er þá svona, — næstum kominn morgunn," hugsaði Hallur um leið og hann klöngiaðist með veikum burðum fram úr snjóbyrginu. ,,Guð veri lofaður," stundi hann, er liann stóð uppréttur úti á fann- ftreiðunni og litaðist um. Að honum setti ónotahroll, hnén voru enn stirð og fæturnir dofnir, svo að hann fann varla til þeirra. Skyldi hann vera kalinn? Hvað sent því leið, varð hann að komast heim sem allra fyrst. Nú þekkti hann sig. Þegar til kom, var þetta Lækjarhóllinn, örskammt utan við túnjaðarinn, — gamall kunningi í haganum; honum hafði sýnzt hann allt öðruvísi í lag- inu kvöldið áður og snúa öfugt! Halli lá við að brosa. — Þá var að hafa sig heim; hver vissi nema kafaldið skylli yfir að nýju, svo að ekki yrði ratljóst, og hvernig var hann þá staddur, eins þrekaður og hann var eftir útileguna. Hann gat með herkjum dregið skíðin upp úr skaflinum, en stafinn fann hann ekki; hann varð þá að vera án hans, og bakpokann skyldi hann eftir. Svo staulaðist liann af stað; fæturnir vöfðust fyrir honum og ekki skilaði lionum hratt, en áfram hélt hann. Björg húsfreyja stóð úti á hlaðinu í Mörk, búin snjósokkum, peysu og belgvettlingum; hún var að leggja af stað í leit. Áhyggja og kvíði hafði aftur náð tökum á henni; að vísu hafði bænin veitt henni lrið, en þó enga vissu, og vissu varð hún að fá. Hver vissi nema Hallur liefði lagt af stað úr kaupstaðn- urn, villzt og gefizt upp í veðurofsanum og lægi nú hjálparvana eða örendur einhvers staðar úti á víðavangi? Hún ætlaði að leita á næstu bæi og fá menn til að grennslast um Hall og ferð hans. Morgunskíman var ennþá dauf, svo að aðeins sást skamman spöl út á túnið, og renningurinn byrgði garða og hnjóta. — Hvað var jrarna á ferð, sem mjak- aðist hægt í áttina til bæjarins, — líkast manni? Það nálgaðist seint og þunglama- lega, eins og það ætti erfitt um gang. Jú, rnaður var það. Þetta skyldi þó aldrei vera Hallur! „Guð a'lmáttugur! “ líún hljóp niður tún- ið og óð fönnina í hné. Með gleðiópi tók hún utan um hann og þrýsti honum að sér. Tilfinningarnar báru jjau ofurliði, og |>au gátu engu orði upp komið. „Styddu mig hemi, elskan mín; eg er svo dofinn og máttlaus í fótunum.“ Hún leit á hann tárvotum augum, fulhim. kvíða. „Ertu slasaður eða kalinn?“ spurði ltún. „Eg held það sé ekki mikið, eg lá bara úti í nótt,“ svaraði hann og reyndi að bera sig karlmannlega. Jólin voru liðin og hátíðin gengin um garð. Hallur á Mörk hafði legið rúmfastur, skinnkalinn á báðum fótum, en fyrir góða hjúkrun var hann á hröðum batavegi. Oft hafði honum orðið hugsað til næturinnar við Lækjarhól og til þeirra máttarvalda, sem höfðu vakið liann aftur til meðvitundar og lífs. Hann gat ekki framar efazt um afskipti forsjónarinnar, — máttarins mikla, er hafði hrifið hann úr köldum faðmi fannbreið- unnar og leitt liann lieim í hlýju heimilisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.