Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 26
20
FLÓTTAMENNIRNIR
N. Kv.
þar gegndrepa. Weiner varð ákaflega sjó-
veikur. Telez líka. Pennington lá rétt við
hliðina á mér. „Eg er núna fyrst að gera
mér grein fyrir því,“ sagði hann „hve auð-
virðilegur maðurinn getur verið . . . .“
Louis Benet ranghvolfdi í sér augunum.
Hann var orðinn grænn í framan af hræðslu.
Flaubert var hættur að kveina og kvarta.
DuFond var einna líkastur drukknaðri
rottu; hann var náfölur í framan. Cam-
breau lá með aftur augun. Mér varð star-
sýnt á rósemina í svip hans.
Stundum komu eldingar, sent við gátum
ekki kornið auga á. Við sáum aðeins bjarm-
ann af þeim, og lieyrðum í þrumunum í
fjarlægð. Hafrótið var ógurlegt og ofsarokið
skók bátinn svo að það lirikti í honum
stafna á milli.
Við liöfðum haft fokkuna uppi til að bát-
urinn gæti haldið stefnunni, en það stóð
ekki lengi. Snöggur hvinur gerði okkur að-
vart um þegar hún fauk, og þegar liún fór,
þá var það svo um munaði, því það var
ekki tætla eftir af lienni. Aldrei fengum við
að vita hvert f’okkan fór, því að þegar við
litum upp sáum við aðeins þríhyrndan
strenginn senr liafði verið utan um hana.
Nú vissi eg, hvað rok var.
Þessa nótt baðst eg fyrir í fyrsta sinn á
tólf árum.
XX.
Morguninn eftir sá eg að hafið getur ver-
ið hræsnari. Fjallháu öldurnar voru horfn-
ar. Það voru nú aðeins krappár bylgjur ’og
kvikul undiralda. Öldurnar voru ekki
lengur háar, eða livítfreyðandi. Það var
þykkskýjað í nokkrar klukkustundir, en svo
brauzt sólin í gegn um skýin og setti ennþá
meinleysislegri svip á Iiafið. I samanburði
við kvöldið áður, virtist al]t ósköp blítt og
friðsamlegt. Maður gat næstum því séð það
hlakka af ánægju og sleikja út um eftir að
vera búið að gleypa Verne. Það fór hrollur
um mig. Eg var ekki feginn því að Verne
var dáinn. Það var hræðiiegt að deyja á
þenna hátt.
Við vorum búnir að missa matinn okkar
og vatnið líka. Við uppgötvuðum það, þegar
DuFond gaut flóttalega til okkar augunum
og sagði:
„Get ég fengið vatnssopann minn núna?
Ég er þyrstur."
„Það er sjálfsagt," sagði ég.
„Hvaðan úr fjandanum hefurðu nú þann
vísdóm?“ hreytti Weiner út úr sér og var nú
orðinn ærið valdsmannslegur. „Það er ég,
sem stjórna núna, og það er eins gott fyrir
ykkur alla að fara eftir því, sem ég segi, skilj-
ið þið það?“
„Ertu nú aftur orðinn að einræðisherra?”
spurði ég.
,»Þú heyrðir, livað égsagði," sagði hann.
„Fyrst þurfti Moll að deyja til þess að þú
gætir tekið við forustunni," sagði ég. „Svo
þurfti Verne að deyja. Hvers vegna léztu
ekki til þín taka meðan Verne var á lífi?“
„Þegiðu eins og steinn!“ sagði hann.
„Ég heyrði þig ekki skipa neinum fyrir,
meðan Verne var hérna í bátnum,“ sagði ég.
„Ég var ekki hræddur við Verne,“ sagði
hann. „Þú heyrðir, hvert ég skipaði lionum
að fara. Verne var óttaleg gunga. Þú heyrðir
vel, hvað ég sagði við hann.“
„Hann gat nú ekki gert þér mikið, meðan
hann sat aftur í skutnum," sagði ég.
„Ég var nú ekki feiminn við að segja við
hann það, sem mér bjó í brjósti. Og ég er
ekki neitt feiminn við þig heldur.“
Weinef setti upp merkissvip og reyndi að
gera sig sem illilegastan.
Ég hló hranalega.
„Jæja þá. Þú ert einræðisherra. Heill sé
Weinerl“
„Hættu þessu,“ sagði hann byrstur.
„Þú skipaðir ekki mikið fyrir í gær-
kvöldi,“ sagði ég. „Ég býst við að einræðis-
herrar séu ekki upp á sitt allra bezta þegar
þeir eru að kasta upp. Hef ég rétt að mæla?
.... Geta einræðisherrar ekki skipað fyrir,
þegar þeir eru sjóveikir?“