Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 53
N. Kv.
Bókmenntir.
Jón Magnússon: Bláskógar I.—
IV. — Útg. Isafoldarprentsmiðja.
Þegar Jón Magnússon gaf út fyrsta ljóða-
safn sitt, Bláskóga, árið 1925, var það ljóst
óllum Jreim, er skyn báru á ljóðagerð, að
þar var á ferðinni maður, sem átti vísan sess
nteðal góðskálda þjóðarinnar. Hin seinni
Ijóðasöfn ollu ekki vonbrigðum í því efni. í
fjóðum hans fór saman alvarleg hugsun,
ágætar lýsingar, þróttmikil kveðandi og
fölskvalaus ást á Jreim verðmætum, sem dýr-
ust eru þjóðmenningu vorri. Hann eignað-
tst þannig hóp lesenda, sem mátu hann að
verðleikum. En hann var enginn nýja-
örumsmaður né tízkuskáld. Heldur hélt
hann fast við fornar erfðavenjur íslenzkra
þóðskálda. Var það rnikið tjón er hann féll
frá á ungum aldi, því að margt mundi hann
hafa kveðið, ef honum hefði enzt aldur til.
ísafoldarprentsmiðja hefir nú gefið út
heildarsafn ljóða Jóns, undir heiti fyrstu
bókarinnar. í safni þessu eru öll fyrri
kvæðasöfnin: Bláskógar, Hjarðir, Flúðir og
-B/örn á Reyðarfelli, en auk þess eitt safn,
er höf. hafði gengið frá fyrir andlát sitt.
Heitir það Jörðin græn. Hefir það einnig
verið gefið út sérstakt, svo að þeir, sem eiga
hin söfnin í frumútgáfunum, geti keypt Jrað
eitt. Er það hugulsemi af hálfu útgefanda,
Sem margir munu kunna vel að meta.
Hin nýjustu kvæði Jóns eru skilgetin syst-
kini hinna eldri. Þó virðist mér, sem honum
Se þar meira niðri fyrir, og hann eggi þjóð
shra fastar en fyrr til viðnáms gegn lausung
°g erlendum áhrifum. Má þar henda á
kvæðin: Þjóð eða ekki þjóð, Land og þjóð
°g Frelsi. Hann yrkir þar langan kvæða-
flokk um Pál í Svínadal, sem um leið er
hetjuóður til þeirra, sem bundnir eru
traustustu böndum við átthagana og ís-
lenzka náttúru, o ghafa manndóm til að
verjast aðsteðjandi eyðingaröflum.
Frásfanour bókarinnar er allur hinn snotr-
o o
asti, og væntir mig þess, að ljóð Jóns eigi
eftir að ylja íslenzkum lesendum um langan
aldur.
Snót. Nokkur kvæði eftir ýmiss
skáld. 4. útg. Einar Thorlacius
bjó undir prentun. Útg. ísafold-
arprentsmiðja 1945.
Það var vel til fundið að gefa Snót gömlu
út á ný. Bókmenntir vorar eru lrvort sem er
harla snauðar af velgerðunrsöfnum íslenzkra
úrvalsljóða. Og þótt nútímamenn lrafi vafa-
laust eittlrvað út á efnisvalið að setja, Jrá má
ekki gleyma Jrví, að um þetta safn hafa fjall-
að eitt af höfuðskáldum þjóðarinnar og
einn merkari af nrenntamönnum hennar á
öldinni senr leið, eða þeir Jón Thoroddsen
skáld og Gísli Magnússon latínuskólakenn-
ari.
Hversu þjóðin tók Snót, má bezt marka á
Jrví, að 3 útgáfur komu af henni á 27 árum,
og hún var lesin upp til agna að kalla má,
svo að fáar bækur eru nú torfengnari en
hinar eldri útgáfur Snótar.
Hin nýja útgáfa, sem hér um ræðir, virð-
ist í hvívetna vel gerð. Útgefandinn, sr. Ein-
ar Thorlacius, hefir unnið verk sitt af frá-
bærri alúð og kostgæfni, hefir hann tekið
öll Jrau kvæði, sem prentuð voru í fyrri út-
gáfum Snótar, og er þeim raðað þannig, að
létt er að sjá, hvernig eldri útgáfurnar voru
úr garði gerðar. Síðustu hönd á verkið hefir
Snæbjörn Jónsson lagt og skrifar hann for-
mála og grein, er hann nefnir Gísli Magn-
ússon í dómum samtíðarmanna hans. Gefst
mönnum Jrar kostur á að kynnast þeim
rnæta manni, sem annars hefir verið furðu
liljótt um.