Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 15
N. Kv. EINN Á FANNBREIÐU 0 Varla liafði hún lokið við að bera á borðið í baðstofunni, þegar Hallur kom inn aftur. „Góðan daginn, góða mín,“ sagði hann hýrlega, þegar hann sá, að allt var viðbúið, og kyssti konu sína. „Eg fæ líklega bezta veð- ur í kaupstaðinn í dag. Þú mátt ekki láta þér leiðast á meðan, góða mín,“ bætti hann við alúðWa 02; strauk henni um bústinn vangann. Björg brosti. „O — ætli það, Hallur minn. Eg veit, að þú verður svo fljótur sem þú getur, og svo hef eg lika litlu glókollana okkar hjá mér og gömlu hjónin.“ Hallur hló og settist við borðið. „Já, einmitt, — glókollana okkar; þarna fannstu rétta nafnið, kona.“ „Eins og eg hafi ekki verið búin að segja það fyrr!“ „Nu, jæja; þá hef eg verið búinn að gleyma því,“ anzaði Hallur kjamsandi og sötraði þess á milli kaffið úr bollanum. Skönnnu síðar liafði Hallur bóndi kvatt heimilisfólkið og var lagður af stað út fló- ana fyrir neðan Mörk, áleiðis til kaupstaðar- ins. Honum skilaði vel; skíðafæri var gott oo: veður stillt. Hann ætlaði sér að hafa sem stytzta viðdvöl í kaupstaðnum, en flýta sér sem mest hann mætti lieim til gamalla 'for- eldra, konu og barna. Erindin gengu gxeiðlega í kaupstaðnum og Hallur lagði af stað að þeim loknuin. Reikningurinn hans stóð með ágætum, og nú átti hann orðið talsvert inni í innláns- deild kaupfélagsins þar. Hann var því í létt- asta skapi, þar sem hann skálmaði með þungan bakpokann yfir snævi þaktar mýr- arnar fyrir frarnan kaupstaðinn, áleiðis lieim að Mörk. Hann var óvenju léttstígur með svo þunga byrði. „Hvað skyldi Björg segja, þegar eg segi henni tíðindin," sagði hann við sjálfan sig. Tíu þúsund krónur, — það var ekki svo lítið í vasa einyrkja, sem aðeins hafði fengið jörð- ina að erfðum fyrir fám árum. Margt mátti gera með þær, meir en svo, — það veitti ekki heldur af. Það þurfti að reisa aftur hesthús- kofann, sem hrundi í fyrra, — bölvað ólán, það —; rnikið að hann drap ekki moldótu merina og blesótta foialdið. Já, hann skyldi verða reistur úr steini og steypu, sá fjandi, þá mundi hann varla hrynja aftur; þetta var nú satt að segja orðið fúaræksni — tjú-tu, og Hallur spýtti út í snjóinn. — Svo var nú bað- stofan; ekki veitti af að taka hana til bæna. Bezt hefði farið á því að reisa hana alveg að nýju, en tíu þúsund krónur voru farnar að hrökkva skammt á þessum árum. Auk þess var alveg óhjákvæmilegt að setja járn á fjósið, sem orðið var hriplekur skratti; það skyldi gert í vor eða að hausti. Ja, þvílíkt! Ef dropi datt úr lofti, þurfti að ausa og ausa úr flórnum; auðvitað. Annars voru beljurn- ar vissar með að útata sig ailar um júgur og læri alla leið upp á tortu, — bölvaðar bor- urnar! Ojæja, þær áttu þó ekki sök á því sjálfar, greyin. — Ogsvo ef gerði hlákublota, sem auðvitað oft kom fyrir, og snjór lá á þekjunni, var það víst mál, að hann varð að fara npp og moka ofan af henni; annars fór allt á flot. Nei, það varð ekki undan því komizt að setja járnþak á fjósið. Haliur varð þess ekki var, að skýbólstrar í norðrinu bólgnuðu upp, runnu saman í dökkgráan vegg og nálguðust meir og meir, jafnframt því sem skammdegisdimman lagð- ist yfir. Fyrstn snjókornin vorn tekin að falla. Þungur niður barst utan frá hafinu, boðandi liríð og harðnandi veður. Hugur Halls var allur við ha«' 02: framtíðarhorfur heimilisins', við þau efni, sem þau hjónin, Björg og hann, höfðu nurlað saman með elju og atorku, í sveita síns andlitis, á þess- um finnn árum, sem þau höfðu búið; sam- taka höfðu þau verið og söm var óskin beggja, að nota efnin til þess að búa betur um sig heima fyrir. Stormsveipur reið yfir og skóf fönnina, svo að renndi yfir skíðin. Hallur bóndi 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.