Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 48
42
FLÓTTAMENNIRNIR
N. Kv.
„Ég held, að það sé að bresta á óveður.
Líttu þarna í norðaustrið, læknir.“
Eg leit þangað senr hann benti mér og
sá svartan rnökk berast óðfluga nær okkur.
Það var tekið að dimma í lofti.
Ég leit framundan og kom um leið auga
á Telez og DuFond í framstafninum. Telez
lá makindalega endilangur á bakinu og Du-
Fond var að leika sér að kaðalsspotta. Hinir
voru undir þiljum.
Eg kallaði til þeirra og sagði þeim að fara
niður í káetu. Þeir stóðu á fætur og flýttu
sér niður.
„Hvað ætlar þú að gera?“ spurði Weiner.
„Ég ætla bara að binda stýrishjólið og
fara svo niður í káetu,“ sagði ég. „Það er
ekkert skjól Iiérna á þilfarinu. Við gætum
kastast útbyrðis."
„Við verðum að lækka seglin," sagði
Weiner. „Þau geta annars rifnað þegar þessi
stormur nær okkur.“
Mér hafði ekki dottið það í hug, svo ég
batt stýrishjólið og við fórum fram á,
hleyptum niður framseglinu og bundum
það. Óveðrið færðist óðfluga nær, miklu
liraðar en ég hafði haldið. Við náðum niður
stórseglinu og festum það við rá, og fórum
svo aftur fram á, en okkur vannst ekki tími
til þess að ná fokkunni alveg niður.
„Farðu niður í káetu,“ skipaði ég Weiner.
„Nei,“ sagði hann. „Það er ekki hægt að
skilja við stýrið. Við erum staddir á gufu-
skipaleiðum. Það verður einhver að vera
kyrr við stýrið."
„jæja þá,“ sagði ég. „Ég verð þá kyrr.“
„Nei,‘ s'agði hann, „ég skal gera það. Þú
getur farið niður. Ég reyri mig fastan svo að
ég geti ekki skolast útbyrðis.“
„Ég skal gera það,“ sagði ég.
Ég fann nú reyndar enga löngun ltjá
mér til þess, en þar sem þetta var á þeinr
tíma sem ég átti að stýra, þá kunni ég illa
við það að fara frá jrvi'.
„Þú getur það ekki,“ sagði Weiner. „Þú
hefir enga krafta til þess að berjast við
stýrishjólið. Og svo ertu þar að auki kvið-
slitinn. Ég skal reyna það. Ég get ráðið við
það.“
„Þetta-er ekki þér Mkt,“ sagði ég.
„Jú, einmiitt,“ sagði hann. „Ég skal sjá
um stýrið. Þetta líkar mér einmitt.“
„Jæja þá,“ sagði ég.
Hann tók við stýrinu og ég horfði á með-
an hann batt sig fastan svo að honum skolaði
ekki útbyrðis. Vindurinn hvein í reiðanum.
Það brakaði í hverju tré. Það skall á helli-
rigning af norðri.
„Heyrðu!“ hrópaði Weiner, svo að ég
heyrði til Iians gegnunr veðurhaminn.
„Farðu niður og settu vélina í gang. Fulla
ferð áfram. Það verður að vera eitthvað
skrið á skonnortunni n' Jressu veðri, annars
sökkvum við.“
„Ég skal gera það,“ sagði ég.
Ég fór niður undir þiljur og lokaði lúku-
gatinu vandlega á eftir mér. Hann var al-
einn eftir uppi. Ég setti vélina í gang. Við
það hætti skipið að velta eins mikið og við
fórum að hreyfast áfram. Weiner liafði haft
rétt fyrir sér. Hann var að verða ágætur
sjómaður.
Pennington hafði lokað skáphurðunum
vel og vandlega svo að matarílátin brotn-
uðu ekki. Ég heyrði glamrið í pottum og
pönnum innni í eldhúsinu. Lamparnir sem
héngu í loftinu sveifluðust fram og aftur.
DuFond lá uppi í þilrekkju. Hann starði
stöðugt á lanrpann og við hverja hreyfingu
skipsins, greip hann með báðum höndum
um bríkina á þilrekkjunni og hvítir hnúarn-
ir sáust mjög greinilega í hálfrökkrinu.
Flaubert var grátandi. Látbragð Telez var
ólundarlegt að venju. Ég klifraði upp í þil-
rekkjuna rnína og fór að horft út um kýr-
augað. Sjórinn var í einu löðri. Bylgjurnar
slógust á kýraugað, svo ekkert sást út um
það, svo rann sjórinn aftur af glerinu og
allt sást eins og í þoku. Það mátti með sanni
segja, að þetta væri óveður.
„A umingja Rudolph!“