Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Blaðsíða 31
N. Kv. FLÓTTAMENNIRNIR 25 sýnn,“ sagði hann, „e£ hann, utan af sjó, sér land í fimmtán mílna fjarlægð.“ „Talaðu ekki svona kjánalega,“ sagði ég, >»með gleraugunum mínum get ég séð —“ Eg lyfti hendinni upp að andlitinu til þess að lagfæra gleraugun, og hætti um leið að tala. Ég var ekki með gleraugun. „Seinni partinn í gær,“ sagði hann, „feykti stormurinn þeim af þér. Þri hafðir ekki hugmynd um það.“ Eg lét hendina síga liægt niður. „Þú sérð,“ sagði hann. „Er það ekki?“ „Jú,“ svaraði ég. „Hvað geturðu séð langt núna?“ • ,,Lengra en að Galeraskaganum,“ sagði ég rólega. „Hvers vegna þak'kar þú mér ekki?“ Ég sagði: „Það getur verið að þú hafir gert þetta fyrir mig, en ég veit að þú ert ekki Sá sem ég á að þakka.“ „Þetta er meira en ég fojóst við.“ Meginlandið kom skýrar í ljós, eftir því sem við siglduim nær því úr austurátt. II. KAFLI Tak þú ekki gröf mína oif þrönga, eða of djúpa, svo að ég megi stíga upp. I. Port of Spain. Það var rólegt niður við höfnina. Borgin var hreinleg. Mér leizt vel 81 hana. Steinsteyptar götur, bifreiðar, og Etein, hvítmáluð hús. Hitinn var steikjandi. Eg fann bezt muninn um leið og við found- u® bátinn vð bryggjuna, og vindinn lægði. Eað kom manni til að svitna. Það var ekki ^aikið um að vera í skipakvínni þar sem við Eigðum upp að og bryggjan var lítil og fúin. Tið felldum seglið og renndum upp að. ■^laður stóð á bryggjunni. „Eigið þér þessa bryggju?" kallaði ég. „Nei,“ sagði hann. ■' >>Er okkur óhætt að binda bátinn hérna?“ spurði ég. „Það er sjálfsagt,“ sagði hann. „Það er allt í lagi. Það nota allir þessa bryggju." „Þakka yður fyrir,“ sagði ég. Við festum segl við rá og bundum svo bátinn við bryggjustaurana. Svo klifruðum við upp lítinn stiga, upp á bryggjuna. Það var notalegt að finna jörðina undir fótum sér aftur, en ég ruggaði dálítið, af því ég var orðinn svo vanur hreyfingum bátsins. Ég var svangur. Mig langaði í eitthvað að borða og hafði peningana mína á reiðum höndurn. Við höfðum allir tekið upp pen- ingana okkar, löngu áður en við komum að landi. Áður en við tvístruðumst, sagði ég: „Það er lík'lega bezt að við hittumst allir hérna í bátnum í kvöld.“ „Það er rétt,“ sagði Weiner, „Við skulum koma allir hingað til baka í kvöld, til að skeggræða um hlutina. En eitt ætla ég að láta ykkur vita. Fjandinn hafi það, ef ég nokkurn tíma stíg fæti mínum út í þetta ti'og aftur. Mér lízt í alla staði vel á mig hérna.“ „Hvað áttu við?“ spurði ég. „Það kemur þér ekkert við,“ sagði hann, „en ef mér líkar nógu vel við borgina, þá verð óg hér eftir. Ég fékk meira en nóg af sjóganginum í gær. Ég er frjáls, skilurðu það? Okkur heppnaðist flóttinn. Við erum aftur áþurru landi. Héðan í frá sér hver um sig.“ „Gott og vel,“ sagði ég. „Hafðu það eins og þér bezt líkar.“ Hann hélt af stað og gekk rösklega. Du Fond elti hann, steinþegjandi. Telez sagði: „Ég kem .til baka til bátsins. Ég ætla ekki að ílengjast hérna.“ „Jæja,“ sagði ég. Ég leit á Pennington. „Hvernig er það með þig?“ „Ég veit ekki, hvað verður <um mig,“ svar- aði hann. „Ef til vill kem ég hingað aftur. Ef til-vill ekki. Það liggur amerískt skip hérna á höfninni. Ég sá það, þegar við kom- 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.