Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Síða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1946, Síða 20
N. Kv. Zakarias Nielsen: Fóstra prófessorsins. Jónas J. Rajnar þýddi. Eftir sigalega, þriggja stunda járnbrautar- ferð, steig eg út úr lestinni á stöðinni S— á Sjálandi ogskreið inn í gulan póstvagn, sem fyrir nokkurra króna þóknún átti að tosa mér enn fimrn langar og fyrirkvíðanlegar mílur inn í sveitina. Eg var aleinn í vagnin- um og hlakkaði til að mega liggja í makind- um í fóðruðum vaxdúkshægindunum. Oku- maðurnn, bringubreiður Sjálendngur, eins rauður í andliti og póstfrakkinn hans'var, lokaði hurðinni á eftir mér, snýtti sér og beit sér væna tóbakstölu. Eg spurði hann, hvað lengi við mundum verða á leiðinni, — „tvo tíma eða svo?“ Hann flennti munninn upp í hálfhring, sem næstum því náði eyrnanna í milli, og gladdi mig með þeirri huggunarríku vit- neskju, að við mundum varla „skrölta það á minna en rúmlega fimm tímnm“. Eg veifaði hendi til hans til merkis um, að mér félli allur ketill í eld og ætlaði að bera raunir mínar í einrúmi, og svo Iiallaði eg mér á eyrað upp í vagnhornið. „Ja — hér er þá einn í tilbót," sagði liann hlæjandi og opnaði hurðina aftur. Og þar brast sú vonin! Gremjan sauð í •mér, svo að heitt kófið stóð út úr hverri svitaholu á mínum skrokk; eg ætlaði að snúa mér undan, en gat þó ekki stillt mig um að renna augunum fram í dyragættina, og mér til mikillar undrunar sá eg þar unga blómarós með sakleysisleg og blíðleg augu undir dökkum brúnum. Eg kannast hrein- skilnislega við það, að þegar eg leit stúlk- una, hægðist mér svo í huga, að eg sætti mig við hlutskipti mitt. Prúðmennskan náði yf- irtökum á mér og bauð mér að taka vel á móti þessari ungu mey; eg greip í skyndi töskuna mína og sólhlífina og rýmdi hæg- indið á móti. Um feið birtist við lilið stúlk- unnar ellilegt og hrukkótt sveitakonuandlit, sveipað slitnum og upplituðum hatti eða hettu. „Amma gamla að fylgja barnabarni sínu að vagninum,“ hugsaði eg, og mér flugu í hug fyrstu frumdrættir að hversdagsmynd úr sveitalífinu, — því að eg fæst ögn við teikningu. — Þær kveðjast síðustu kveðju, ökumaðurinn lítur á klukkuna, grípur í hurðarhandfangið og bendir inn í gættina, — almáttugur Bensi! — — stígur ekki kerl- ingarskarnið upp á skörina og veltist inn í þann urmul böggla og pinikla, sem öku- maðurinn hafði fleygt inn til mín, en mærin stendur úti fyrir, kinkar kolli og brosir með augnatilliti, sem virðist sner-ta okkur bæði með sömu ástúðinni. „Veriðþiðsæl! Veriðþiðsæl! Góðaferð!" Eg breytti ekki um svip, og að örfáum mínútum liðnum var eg sofnaður.------ Við höfðum ekið svo sem hálfa mílu. ilit- ann lagði í þurrum, kæfandi gusum inn unt gluggann, og öðrum hvoru slengdust flug- urnar framan í mig og ösluðu í svitanum á nefinu á mér. Ne, ég gat ekki blundað. Eg ætlaði að snúa höfðinu í aðra stellingu, en fann þá að hárið lodd fast í vaxdúknum, og þegar eg gáði betur að, sá eg, að allt hornið var smurt gljáandi fitulagi. Eg er sannfærð- ur um, að í heilan m-annsaldur hafa fullir og feitir landar mínir sveitazt spiki sínu í horni þessu. Ægilegar hugmyndir um alls konar

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.