Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Blaðsíða 20
58 OLDUKAST N. Kv. vanalega góða heilsu. Sjálf var Margrét rniklu veiklulegri, óhraustlegri, að eg nú ekki tali um móður hennar, sem ævinlega var svo föl yfirlitum. }á, Margrét varð fyrir sjálfri sér að játa, að hún hafði gert sér alveg skakkar skoðanir um útlit og heilsufar liinn- ar ungu meyjar, og henni þótti vænt um að s vo var. Loksins var nti ungfrúin búin að skipta um klæðnað og fór Ijósleiti sumarkjóllinn með öllu útflúrinu og marglitu borðalykkj- unum henni einkar vel. Henni hafði nokk- urn veginn tekist að slétta hárið, nema í hnakkanum og upp undan gagnaugunum; þar heimtaði það að ráða sér sjálft. Svo voru flétturnar þykkar, að eigi sást fíni granat- kamburinn, en huldist alveg af þeim. Þá gerðu og armböndin og úrfestin hennar með öl lum þeini minnispeningum og glingri, er við þau héngu, sitt til að vekja athygli manna á þessum íburðarmikla bún- ingi. „Eruð þér að horfa á svarta blettinn á kinninni á mér?“ „Já, hann er verulega and- styggilega ljótur,“ tók nú ungfrú Kruse til máls. Margrét var einmitt að horfa á þennan svarta blett rétt niður undan auganu. Hann stakk svo einkennilega af á roðalitaðri kinn. inni, en var þó eiginlega ekki til lýta. „Það er prýðiblettur," svaraði Margrét. „Prýðiblettur! Já, sá er nú til prýði eða hitt þó heldur! Nei, gæti eg brennt hann af mér, skyldi eg ekki draga það til morguns." Hún strauk hendinni um andlitið og svo fóru þær niður. „Eg hygg' að þér hafið nii bezt af að drekka bolla af tei, ungfrú Kruse,“ tók frú Bloch til máls í blíðum og hjartanlegum málróm. „Setjist hérna við hliðina á mér og svo getur Margrét skenkt í bollana.“ „Heitið þér Margrét? Það er verulega fallegt nafn! Eg skyldi fegin hafa nafna- skipti við yður,“ sagði ungfrú Kruse. „Hefur ungfrúnni verið misboðið í skírn- inni?“ spurði Holgeir Smith stiident og tók sér sæti við hliðina á henni. „Já, eg heiti Fanny og það þykir mér ljótt nafn.“ „Það verða tæplega margir á sama máli og þér um það. En hvað segið þér þá um mig, sem verð að ganga undir kappanafni í gegn- um lífið!" „Það nafn er nú orðið svo gamalt og vana- legt í ærtinni, góði Holgeir,“ mælti frú Bloch. ,,Já, en það er engu betra fyrir það og bæt- ir ekkert úr skák, — heil halarófa af tómum heimskum Smith'um —“ „Heimskum!“ Ungfrti Kruse skellihló. — Og eg sem þóttist viss um að þér hétuð Bloch og væruð sonur frúarinnar." „Ungfrúin hefur þá eigi tekið vel eftir á bryggjunni,1' anzaði Holgeir í spaugi. „Sólhlífin mín snerist þá við og eftir það heyrði eg yður ekki nefndan annað en Hol- geir.“ — Og ungfrúin hallaði sér afturá bak í stólnum og hló nú svo dátt, að tárin komu fram í augun. Þetta var nýlunda þarna við borðið að heyra hlegið svona dátt. Þar hafði oft verið glatt á hjalla, er Holgeir var heima, en aldrei svona glatt. „Holgeir er ekki einu sinni bróðursonur minn,“ mælti frú Bloch, „en eg tók hann kornungan í húsið og þess vegna kallar hann mig föðursystur sína.“ „Vitið þér, ungfrú, um hvað eg er að lnigsa?" spurði Holgeir. „Já, þér eruð að hugsa um hve margar brauðsneiðar eg er búin að borða, er ekkt svo?“ svaraði ungfrúin fjörlega. „Nei, ekki er eg nú svo ókurteis — en eg var að velta því fyrir mér, hvað komið hefði yður til að fara að sækja baðstaðinn hingað, því að engum lifandi manni fáið þér talið trú um, að þér séuð neitt veik.“ „Já; en það er nú einmitt það einkenni- lega við það, sem að mér gengur, að aðrir út í frá þykjast eigi fá komið auga á það,“ svar- aði hún með ákefð og stokkroðnaði út undir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.