Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Síða 25
N. Kv.
liann sveigði gönguprikið inn á milli riml-
anna á veröndinni.
„Ævinlega er sjálfsagt að eg sýni áhuga á
og leggi ráðin á með allt, sem þið stingið
upp á,“ s-varaði ungfrúin og leit aftur á
i)laðið, sem hún var að lesa í.
,,Já, þér eruð nú einu sinni og eigið líka
að vera lífið og sálin í þessu sannkallaða
dauðraríki," hélt stúdentinn áfram, um leið
og hann hengdi hvítu stúdentahúfuna sína
á stafinn og sneri lienni á endanum á hon-
um eins og snældu.
„Salti hafstraumurinn frískar upp mollu-
lega firðina okkar," greip nú hinn stúdent-
inn, sem liingað til hafði ekkert til málanna
lagt, fram í.
„Osköp eruð þér orðinn háfleygur og
skáldlegur," mælti ungfrú Kruse hlæjandi.
„Ojá, en þetta eru nú því miður lánaðar
fjaðrir. Þér munið vonandi eftir kvæðinu
lians Björnsons?“
,,A nú aftur að fara að reyna mig í bók-
menntasögunni? Eg er þó oft búin að segja
yður það, að eg gef mig eingöngu við hljóð-
færaslætti og söng.“
„Já, en þér kannizt þó vonandi við skáld-
ið Björnstjerne Björnson?“
„í dag er það Björnson, á morgun Werge-
land eða Ibsen. Yfir liöfuð hafið þið alltaf
jressi skáld ykkar á milli tannanna. Nei, þá
fylgi eg ekki með, en Beethoven, Mozart og
Orieg, ]tað eru uppáhalds rithöfundárnir
minir.“
„Ojá, en rithöfundar sem þér eruð ekki
alltaf að stagast á.“
„Nei, egslepp nú blessunarlega frá því, —
en þarna koma yndislegu dönsku börnin!“
Ungfrúin stóð upp.
„Postulínsbrtiðurnar!" hrópaði stúdent-
inn í gremjuróm.
„Einnig tilvitnun?" kastaði hún fram, um
leið og hún í flýti hljóp niður stigann út á
grasvöllinn, þar sem hinar ljósklæddu, ungu
meyjar stóðu með brúðuvagnana sína.
„Geturðu talað norsku í dag, yndislega
63
liðrildið mitt?“ spurði *ungfrú Kruse hina
eldri.
,,Já, en þú talar sjálf næstum því hreina
dönsku; þú liefur \íst gengið í ágætan
skóla," svaraði barnið og sneri þannig eigi
svo lítið á ungfrúna.
„Og til hvers langar þig nú mest í dag,
Dagmar?" spyr ungfrúin.
„Að aka í yndislega vagninunt þarna,"
svaraði barnið.
KI. 1 var vagn stóreignamannsins daglega
o o o O
sendur til lraðstaðarins tii að sækja hann.
Ungfrú Kruse hafði rækilega veitt eftirtekt
hinum lipra, létta, yndislega, skrautlega
vagni og fögru, brúnu hestunum, sem fyrir
’lionum gengu, og þá, svona í laumi, eigi síð-
ur eigandanum, er hann ók af stað og leit
um leið upp á svalirnar og kvaddi. Þá gætti
hún þess jafnan, að sitja út við grindurnar,
til þess að láta sem mest á sér bera og ýmist
studdi hönd undir kinn á grindunum eða
hún laut út fyrir þær, svo sem væri hún að
mæna út á hafið. En hann festi aldrei séi'-
staklega augun á henni, og tók eigi fremur
tillit til hennar en t. d. gömlu frú Henrik-
sen, er máttlaus og aflvana sat þar í völtu-
stólnum sínum. Þetta fannst ungfrúnni
eigi bera mjög vott um smekkvísi og ásetti
sér því beinlínis að þrýsta honum til að veita
sér nokkru meiri athygli. Hún var nú svo
heppin í þetta skipti, að dönsku telpurnar
koinu inn á grasflötina úm sama leyti og
vagninn frá herragarðinum, og hún ásetti
sér að leika þarna við telpurnar, er hann
tæri burt og þá varð eigandinn nauðugur
viljugur að kveðja hana sérstaklega! — Allt
var með ráði gert.
„Eða heldur þú að eg geti setið á hestin-
um, eins og á hestinum í Tivoli?" spurði
barnið.
„Nei, það máttu ekki, Dagmar," svaraði
ungfrú Kruse, um leið og hún tók barnið ,í
handlegg sér og hljóp dansandi um völlinn
með hana.
„Dagmar litla vill heldur aka í vagnin-
ÖLDUKAST