Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Page 34

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Page 34
OLDUKAST N. Kv. „Þakka yður fyrir boðið. Eg skal koma, ef eg verð svo frísk.“ ,,Og eg vona, ungfni Kruse, að þér sýnið okkur þá ánægju?“ ,,Þakka yður fyrir. Já, mig langar verulega út á landið.“ „Það verða eigi aðrir gestkomandi hjá okkur; við njóturn þess þá betur að liafa jafn góðan og kærkominn gest og yður, frú Blocb,“ bætti liann við; „og eg vona, að Holgeir og Margrét komi einnig.“ Gran var að standa upp, er Holgeir kom hlaupandi upp riðið og brunaði beint inn til þeirra. Það leyndi sér ekki að hann var reiður, en liann sat á sér, er hann sá Gran. „Ert þú einnig búinn að fá nóg af dans- inum?“ spurði frúin. „Já, mér leiddist hann, og yður Iiefur víst einnig leiðzt liann, ungfrú Kruse, þar eð þér svikuð mig um dansinn, sem þér lofuðuð mér.“ „Það var svo mikið ryk og molluhiti inni, að eg gat ekki annað.“ „Herra Gran býður okkur til miðdegis- verðar á sunnudaginn kemur, Holgeir," mælti frú Blocit. Hofgeir hneigði sig og skaut fljótlega aug- unum til ungfrú Kruse, svo sem vilcli hann segja: „Þar leiðist okkur áreiðanlega fram úr öllum máta.“ En ungfrúin lét sem hún tæki ekki eftir þessu. Hún stóð úti á svölun- um og horfði hugfangin heim að Karlsro, j^ar sem skemmtigarðurinn, ltaðaður í sól- skininu, blasti við sjónum liennar. Gran kvaddi og bauð þau öll fyrir fram velkomin. „Nú ætla eg að verða ósköp konuleg og breiða á borðið,“ tók ungfrú Kruse fjörlega til máls. „Þegar eg er kontin með svuntuna hennar Margrétar, ferst mér þetta, \’ona ég, eins vel úr liendi eins og ltenni.“ „Nei, það leyfir föðursystir mín aldrei,“ mælti Holgeir. „Þá fer betur á því, að eg gerist borðsveinn dálitla stund.“ „H jálpizt þið að að leggja á borðið,“ sagði frú Bloch, „og f'arið nú fram í eldhúsið.“ Það var nú lagt á borðið í mesta gáska, og fyndni- og gamaúyrðunum rigndi niður. Holgeir var reiður, er hann kom heim, því ungfrúin hafði lofað honum dansi og svikið hann; en þetta var í raun og veru miklu skemmtilegra og hér voru þau tvö ein. „Það er kynlegur náungi, þessi stóreigna- lnirgeis Gran,“ sagði Holgeir á meðan hann var að kveikja á steinolíuvélinni. „Mér sýnist hann vera myndarlegur og snotur maður,“ svaraði ungfrú Kruse og lét sem hún svaraði út í hött. „Snotur! J;i, fljótt á að líta er liann ekki ósnotur og ber sig allvel, en hann er svo með afbrigðum leiðinlegur! Og hvernig ætti hann öðruvísi að vera? Hann múrar sig þarna inni á slotinu og má nærri fara um, hvaða áhrif slíkt hefur. Aldrei lyftir liann sér neitt upp til að hreinsa lungun og Jrá er hann ekki að eiga neitt við að víkka sjón- deildarhringinn með ferðalögum. Nei, hann gætir þess vel, að halda öllum stundum kyrru fyrir heima og hugsa aldrei um néitt, gela sig aldrei við neinu, nerna þessari stóru landareign sinni; jnar er hann vakinn og sofinn í að hugsa um hana. Og hvernig á maðurinn að vera annað en eintrjáningur og sérlundaður sérvitringur að lifa svona lífi? Hér við bætist og, að hann á gamla systur, önuga og illa lynta og Jrað er sfður en svo, að hún hafi betrandi áhrif á hann.“ „Þér álítið yður þá betur settan og ham- ingjusamari en hann?“ „ Já, sannarlega, því ég á kost á að auðga anda minn að nytsamri þekkingu, ausa af ótæmandi lincl menntagyðjunnar ög eg þyk- ist færa mér það í nyt. Eg vil sannarlega ekki skipta kjörum við hann eða neinn annan af þessum mammonsþrælum, þessum. ..." „Um hvern ertu að tala, Holgeir?“ spurði frú Bloch, sem rétt í }>essu kom inn. „Ekki um neinn einstakan, heldur al- mennt um }>essa maurapúka.“

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.