Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Síða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Síða 38
76; DYVEKE N. Kv. sem þá var orðinn ríkishertogi, og riddari herra Albert Jepson Ravensborg, sem var víðfrægur fyrir, hve vel hann talaði frönsku, og var auk þess trúr og dyggur konungi. Allir voru ánægðir með ráðstafanir þær, er gerðar höfðu verið og allir vissu, hvernig málum var komið, nema Dyveke. Enginn hafði dirfzt að nefna þetta við hana, og konungurinn sjálfur hikaði við það. Svo reið hann einn góðan veðurdag til Hvíteyrar og ákvað, að nú skyldi verða af því. En þegar hann kom á konungsgarðinn, hitti hann Dyveke svo yfirkomna af gráti og sorg, að hann gat ekki f'engið af sér að minnast á erindið. — Það var fagurt vorx’eð- ur; sólin skein; fuglarnir sungu í skóginum og hvít blóm sprungu út undir beykitrján- um, sem voru sums staðar farin að grænka. Þenna dag hafði Dyveke ákveðið að sleppa dúfunum út; þær sátu lúpulegar í búrinu, þótt það væri rúmgott, og böðuðu út vængj- unum, þegar .fuglar flugu fram hjá; hún gat því ekki fengið af sér að halda þeirn leng- ur lokuðum inni. Aukþess liélt hún, að þær væru orðnar þar svo heimavanar, að þær mundu koma aftur í búrið, þegar hún klappaði saman höndunum, eins og þær höfðu gert í Ósló. Hún opnaði búrið, stóð þar með F.dlu 02: horfði á, hve varlega dúfurnar trítluðu út hver á fætur annarri og litu í kringum sig, rétt eins og þær þyrðu ekki að reiða sig á frelsið. Þær flugu upp í stórt tré, sátu þar í hvirfingu, ltöðuðu út vængjunum og kurruðu, eins og væru þær að lialda ráð- stefnu. „Þær eru að skima út yfir Danmörku,“ sagði Dyveke glöð. „Æ — dúfurnar mínar; hér er fallegt, fallegra en í Noregi og fullt af korni og blónium." „Að þú skulir geta liaft gaman að þess- um dúfum,“ mælti Edle. „Líttu á, Edle,“ mælti Dyveke, „þarna situr Hvítingur efst; hann er foringinn, sér Lengra en hinar og segir þeim, hvað liann sér. — Nú fljúga þær.“ Dúfurnar flugu allar í einu hátt í loft upp; svo lækkuðu þær flugið og hringsól- uðu yfir þakinu á konungsgarðinum. Dy- \eke hló og klappaði höndum saman. En svo flugu þær í hóp norður eftir, eins og þær hefðu tekið fasta ákvörðun og vildu ekki skilja. Dyveke hljóp fram á brekku- brúnina og horfði á eftir þeim; hún eygði þær enn eins og hvíta depla í bláu loftinu, en þær flugu áfram og svo hurfu þær. Þá vissi hún, að þær mundu aldrei koma aftur. Hiin settist. niður og grét eins og hjarta hennar ætlaði að springa, og ]:>ar hitti kon- ungur hana, þegar liann kom. Hann reyndi árangurlaust að hugga hana. „Hvítu dúfurnar voru hamingja mín,“ mælti hún; „þegár þær eru horfnar, er ham- ingjan horfin. Æ, kæri herra, nú skuluð þér sanna til, að sorgin leggst á litlu Dyveke yðar.“ „Ljót hjátrú!" s\araði konungur. „Stilltu grátinn, — eg þoli ekki að sjá þig hrygga. Svo skal eg senda þér stjörnuspámanninn minn hingað. Hann Jieitir doktor Bernhard- in Monk og er stórvitur mðaur. Hann hefur oft sagt mér fyrir atburði, sem kornu fram nák\æmlega á tilteknum tírna. Hann skal segja þér forlög þín eftir stjörnunum og gTanniskoða óklomna ævi þín'a, og hann kemst áreiðanlega að þeirri niðurstöðu, að litlu dúfunni minni sé enginn liætta búin." Doktor Bernhardin Monk kom til Hvít- eyrar og var með þann lærdóms- og spekings- svip, að Edla varð dauðhrædd, stökk tit í eplagarðinn og faldi sig. Sigbrit lokaði herbergi sínu; hún kvaðst ekki leggja trún- að á stjörnuspár, en hún hlustaði á viðræðu doktorsins við Dyveke, því að luin var ekki alveg sannfærð um sína skoðun. A eftir reyndi hún líka til að fá doktorinn til að spjalla við sig um þær launungar-kunnustur, sem hún iðkaði sjálf. Síðar sagði hún kon- ungi, að hann væri bláómenntaður og fá-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.