Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Page 39

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Page 39
N. Kv. DYVEKE 77 fróður niaður, o»' doktorinn sao;ði Pétri osj o o o Páli að Sigbrit garala væri galdrakind, sem brenna ætti á báli. En Dyveke trúði eins og nýju neti iist stjbrnuspámannsins, hlustaði á orð lians og svaraði einlæglega eins og barn spurning- um lians. Hann ritaði upp fæðingarár liennar og dag, heilla- og óheilladaga í líii hennar, og iofaði nóttina eftir að gera at- huganir á stjörnuhimninum sem tindraði tim þær mundir svo skært og hátt uppi, að hann taldi ekkert geta leyzt sér; svo skyldi hann færa lienni ráðningarnar \ið fyrstu hentugleika. Tveim dögum síðar kom hann og kvaddi Dyveke með þrem djúpum imeigingum. „Sannarlega eruð þér útvalið barn him- insins, fagra mær,“ mælti hann. „Segið mér, livað þér viijið fá að vita, og eg skal svara yður.“ „Eg vil aðeins fá að vita eitt,“ svaraði Dyveke, ,,— nei, tvennt er það. Fyrst vil eg fá að vita, hvort okkar deyr fyrr, lians náð eða eg.“ „Þér desið löngu fyrr en hans náð,“ svar- aði doktorinn. „Guði sé lof og þökk fyrir það,“ sagði Dyveke glöð. „Segið mér svo aðeins hve lengi eg nýt ástar herra míns. Þegar eg veit það, þarf eg ekki að spyrja um fleira liér í heimi.“ „Eg get líka fnett yður um það,“ svaraði doktorinn og reigði sig; „svo framarlega sem stjörnurnar ljúga ekki og vísindi mín eru ekki einbert fals, þá munuð þér njóta ástar hans náðar fram á síðustu stund.“ Dy\’eke hló og hringsnerist og jós yfir hann þakklætinu. Hún gaf honum dýrmæt- an hring og fékk fyrir það rogaskammir af Sigbritu af því að doktorinn var stjörnu- spámaður konungsins og þá laun af lionum fyrir. .Yokkrum dögum síðar kom konungur á ']>eim tí.ma dags, sem luin var ekki vön að sjá lrann; en hann var svo leiður yfir því að liafa ekki sagt henni frá væntanlegu brúð- kaupi sínu, að honum fannst það mega ekki dragast lengur. Hann hitti hana svo glaða og ofsakáta, að slíkt hafði aldrei við borið, síðan hún kom frá Yoregi, og svo sagði liann Itenni hægt o<r gætilega, hvernig málum væri komið. „Dyveke, litla dú.fan mín,“ mælti hann, „eg er konungur og verð að rækja skyldur konungs. Innan ársloka heldur drottning mín innreið sína í Kaupmannahöfn, og cg get ekki komið til þín á hverju kvöldi eins og eg geri nú. En þú bíður mín, og eg kem, þegar eg get. Ef þú verður góð við mig, skal eg \ erða góður \ ið dr.ottningu nrína, en ef þú ferð frá mér, get eg aldrei litið hana réttu auga.“ Hann hafði ekki horft á Dyveke á meðan hann talaði. Nú leit hann upp og undraðist, hve glöð hún var á svipinn. „Þér verðið að gera skyldu yðar,“ mælti hún; „litla dúfan yðar flýgur aldrei frá yð- ur.“ Hann faðmaði hana að sér og spurði, lrvers vegna hún gæti tekið þessu svo vel; hann sagði henni. að dögum saman hefði hann ætlað að tala um það við hana, en hefði ekki komið sér að því. „Það er vegna þess,“ svaraði Dyveke og strauk hár hans, „að eg veit þér munuð elska mig fram á dauðastund mína; stjörnumeist- arinn yðar sagði það, og þá verður það líka. Drottningin yðar getur þá ekkert illt gert mér, því að þér elskið mig, en ekki hana.“ „Já, Dyveke,“ sagði konungur glaðlega. „Þegar eg get skoti/.t frá hirðinni og stjórn- inni, stekk eg á hestbak og ríð til Hvíteyrar. Þegar illa liggur á mér, þá hvíli eg höfuðið í kjöltu þinni, og þú strýkur þunglyndið burt með mjúkum höndum.“ „Svo skal vera, kæri herra,“ svaraði hún. Kristján konungur reið heim í góðu skapi og gaf doktor Bernhardin Monk þrjátíu skíra hollenzka dúkata.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.