Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Síða 42
80
DYVEKE
N. Kv.
höln, þegar eg birtist þar í nýja stássinu
mínu.
Svo verð eg auðvitað að segja yður frá
hjóriavígslunni, sem fór fram með svo mik-
ílli vegsemd og umsvifum, að þó að drottinn
sjálfur liefði stígið niður af himni og kvong-
azt, jrá hefði sú athöfn varla getað orðið veg-
legri. Brúðurin er ekki lagleg. Þér megið
segja frænku ntinni, Dyveke hinni fögru, að
hún þurfi engan veginn að óttast samkeppn-
ina við hana. Við hlið hennar stóð Karl
prins, sem er aðeins fimmtán ára gamall, og
ríkisstýra Niðurlanda, frú Margrét, sem er
svo fráneyg, að mér datt í hug ástkær frænka
mín á Hvíteyri. Þau stóðu öll undir tjald-
hitnni af rósasilki, og meðan jrau voru þar,
komu Jreir Slésvíkurbiskup og Cambray-
biskup, senr heitir Jakob af Broy of er víð-
frægur fyrir að eiga hundrað fri-Ilur, en þær
voru nú samt ekki með í förinni, og hefði
þeim þó rétt litist á hann ef þær hefðu feng-
ið að sjá hann í síðkápunni úr rauðu pelli
og með gullbryddingar bæði að ofan og neð-
an. Svo spurði Godske biskup Elísabetu
prinsessu, hvort hún vildi ganga að eiga
Kristján Danakonung, og jm að jtað mál
væri skellt og fellt fyrir löngu — og jaað enda
þótt enginn hefði spurt hennar ungu náð
um það — Jaá sneri hún sér til föðursystur
sinnar, ríkisstýrunnar, og Karls bróður síns
og ráðgaðist um við þau, en þegar þau höfðu
gefið samþykki sitt, svaraði hún biskupnum
játandi. Þá spurði biskupinn frá Cambray
hana sömu spurningar, og eg hygg hún hafi
líka svarað játandi í það skipti, þó að eg
heyrði það ekki. Síðan spurði hann herra
Mogens, hvort hann, fyrir hönd konungs,
\ ildi ganga að eiga j^essa dygðum prýddu.
tignu hefðarmey. Herra Mogens var til nteð
það, og svo voru ]:>au gefin saman. Jakob
biskup var svo mikill í munni, að hann á-
varpaði brúðina á frönsku og brúðgumann
á lágþýzku; dáðust boðsgestirnir mjög að
]d\ í, og þó lield eg, að eg hefði getað gert það
eins vel og jafnvel betur. Hver veit líka
nerna eg fái einhvern tíma bagalinn í
Lundi, sem hans náð hefur lofað mér hálft
í hvoru; og ef ástkær móðursystir mín vill
liðsinna mér í því efni, þá skal eg aldrei
ynípra á neinu Jo\ í, sem eg heyrði í skápnum
forðum. En þér skiljið, að eg þori að skrifa
svona eingöngu vegna þess að eg er svo
langt frá stafnum yðar, sem eg bið guð að
láta bylja á annarra bökum, en ekki mínu.
Þá er nú eftir að skýra frá hl jóðfæraslætt-
inum, sem ldjómáði yndislega um salinn, —
og veit eg þó að ástkær móðursystir mín
kann ekki að meta slíkt. Svo þegar allt var
um garð gengið, fór hver til síns heima. En
klukkan sex um kvöldið kom hinn setti
brúðgumi, herra Mogens, og föruneyti hans
aftur upp í höllina, og þar var haldin dýrð-
leg veizla, sem eg óverðugur fékk að sitja, og
var mér þó skipað neðst á óæðri bekk. Fag-
urt var á að líta, jregar vistir voru fram born-
ar af ungum aðalsmönnum, og það hefði
glatt hjarta yðar stórlega, ef þér hefðuð setið
Jiar og notið þjónustu þessara skálka, sem
eiga eftir að vaxa, ía hallir og lén og ráðast
á bændur og friðsama kaupmenn. En þeir
gættu vel sinna starfa, og maturinn var góð-
ur. Tuttugu föt voru borin inn í einu, og
kallarar gengu á undan í brjóstbrynjum og
öðru flúri, sem eg man ekki lengur. Þegar
við höfðum étið af öllum lífs og sálar kröft-
um, var haldin burtreið mikil á vellintun
að haliarbaki, — og finnst mér það ósann-
gjarnt, því að eftir góða máltíð er mest þörf
á að hvíla sig. Eg var ekki heldur sjálfur við-
staddur, eingöngu vegna þess að eg er klerk-
legrar stéttar og ekki vegna Jress að fram hjá
mér væri gengið. Þess sannmælis má herra
Mogens Gjöe njóta, að hann varpaði þrem
niðurlenzkum riddurum úr söðli, svo að hin
unga drotning vor komst þegar að raun um,
að hér eru karlar í krapinu. Svo fórum við
að dansa og leiða hefðarmeyjarnar fram og
aftur og upp og niður og í hring eftirsöngog
hl jóðfæraslætti, Jrangað til klukkan var orð-
in tvö um nóttina. Karl prins dansaði svo