Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Qupperneq 46

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Qupperneq 46
84 DYVEKE N. Kv. snemma vors, því að leiðin var löng og erfið og mátti búast við töfum \ egna storma. Þeir urðu vel reiðfara og sendu heim bréf og boð um, að ef allt gengi vel, yrði drottn- ing komin á Jónsmessu. Var þá ákveðið, að brúðkaupið skyldi standa fyrsta dag júlí- mánaðar, sem \ar afmælisdagur konungs. Nokkru fyiT fóru gestirnir að tínast að, bæði einkasystir hans náðar, kjör- furstah'úin af Brandenburg, Hinrik her- togi af Lyneborg og synir lians, Hinrik her- togi af Meklenborg og Friðrik Iiertogi af Gottorp, sem lét vingjarnlega, þótt liann ætti bágt með að setja upp réttan brúð- kaupssvip. Auk þessara kom mikill sægur sendimanna frá erlendum þjóðhöfðingjum, þar á meðal legáti páfa, sem átti að blessa brúðhjónin í nafni Iians heilagleika og veita öllum brúðkaupsgestunum fullkomið aflát fyrir syndir þeirra. Þar var erkibiskupinn í Lundi og tíu biskupar, en erkibiskupinn í Þrándheimi var væntanlegur í fylgd með brúðinni. Og svo var þar saman kominn sfíkur urmull aðalsmanna með frúm sín- um og þjónustuliði, að enginn þóttist muna aðra eins viðhöfn. Þetta kom líka svo við pyngju lians náð- ar, að hann sat tímum saman í skrifstofu Sigbriitar á Hvíteyri og reiknaði upp aftur og aftur, hvort sér mundi endast fé. Öllum hirðmönnum og þjónum konungs hafði verið kontið upp nýjum búningum, allir salir hallarinnar tjaldaðir slæðum, rósasilki, pelli og gullfjölluðum dúkum. Fágætar kryddvörur höfðu verið pantaðar frá Austurlöndum og dýr vín Irá Rín og Frakklandi. í Lýbiku einni hafði verið keypt öl fyrir þúsund mörk, og frá Turisani, frægasta gullsmiðnum í Flórenz, \rar komið dýrðlegt ennisdjásn, sem átti að prýða höfuð brúðarinnar. Auk þess hafði allur flotinn verið fágaður og prýddur, enda átti hann að vera heiðursvörður og fylgja hollenzku skipunum, sem fluttu Elísabetu af Búrgund til Danmerkur. Samt varð konungur að biðja ríkisníð- herra sína og aðalmenn að taka með sér að heiman borðbúnað og silfurgögn, ábreiður og áklæði og lána honum það á meðan á há- tíðahöldunum stæði. Saxlands-hertogi lán- aði honum níu lúðurþeytara og bumbu- slagára. Allt iþetta olli Kristjáni konungi heila- brotum, og þó að Sigbrit gæfi honum mörg góð ráð og úrlausnir, sótti hann enga hugg- un til hennar við kvörtunum sínum og kveinstíifum, heldur setti hún ofan í við hann og sagði alltaf, að það, sem með þvrfti, yrði að útvega, og ekki mætti hann liorfa í að taka sonardóttur keisarans með maklegTÍ sæmd. ,,í því niáli tek eg undir með Eiríki \Aralk- endorf, og er okkur þó ekkert vel til vina," mælti hún. „Eg verð líklega að lesa aftur bi éf erkibiskupsins til yðar náðar, þar sem hann hvetur yður til að horfa ekki í skikl- inginn. Diðrik Slaghök skriíaði mér Hka frá Brússel, þegar hann var í bónorðsförinni með Mogens Gjöe, að Danirnir ættu fullt í fangi með að standa Búrgundunum á sporði.“ „Mér finnst þér vera orðin nokkuð glys- gjörn upp á síðkastið, Sigbrit,“ mælti kon- ungur önuglega. „Eg er eins og eg áður var,“ svaraði hún; eg hef aldrei sýtin verið, þegar heiður yðar og virðing hefur verið annars vegar.“ Kristján konungur gekk til Dyveke og lagði höfuðið í kjöltu hennar. „Dyveke, litla dúfan mín; nú eru erfiðir dagar. Hér verð eg að sitja að sumbli með föðurbróður mínum, sem feginn vildi mig feigan, til þess að öðlast ríki mitt. Og eg horfi á, hvernig grynnist í ríkissjóðnum vegna hátíðahaldanna við móttöku brúðar- innar, sem mér er nauðugt að kvænast.“ „Það veit enginn nema guð einn,“ svaraði hún, „að þér elskið litlu dúfuna yðar, þang- að til hún deyr; en þegar hún er dáin, snúið þér ef til vill hug yðar til drottningarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.