Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Page 48

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Page 48
86 DYVEKE N. Kv. „Þarna kemur herramaður, sem reigsar um á Hvíteyri eins oft og hirðstjórinn," sagði Large Urne og benti á Torben Oxe, sem var að koma inn í hallargarðinn. „Já, en liann kemur þangað vegna Dy- veke,“ svaraði Mogens Gjöe og hló við. „Nei, Torben, ef þér viljið ganga að eiga Dyveke, þá skal hún fá þá heimangerð frá ríkisráðinu, að önnur eins hafi aldrei sézt á Norðurlöndum.'1 „Hvað þér getið verið gamansamur, herra Mogens," sagði Torben Oxe. Um Jeið viku allir til hliðar, því að hest- ur konungs var teymdur að hallarriðinu; hann kom sjálfur út, steig á bak og reið af stað. Allir tóku ofan og konungur veifaði hendi til þeirra. „Hans náð er rauðeygður," mælti Torben Oxe, „það veit ekki á gott.“ „Hans náð hefur ástæðu til að vera í vondu skapi í dag,“ svaraði Mogens Gjöe. „í morgun kom boð frá Búrgund, sem hefur gert honum ama.“ „Hvað eruð þér að fara?“ sjiurði Torben. „Tölum ekki um það hér í hallargarðin- um.“ „Þér eruð alltof varfærinn," sagði Tor- ben á leiðinni inn. „Nú þeysir hans náð til Sigbritar með fregnina." „Þar er hún líka vel geymd,“ svaraði Mog- ens Gjöe, ,,og ef nokkur getur sefað reiði konungs, þá getur hún það.“ Þeir gengu til herbergis herra Torbens og töluðu fram og aftur um þá leiðu fregn, sem doktor Jóhann Sucket hafði borið frá Nið- Úrlöndum; þeim.var hreint ekki farið að standa á sama. Nú var það greiðslan á fyrsta þriðjungi heimamundarins, sem allt vait á, eða 83 þús- und gyllini. Greiðslan átti að fara fram á Jónsmessudag, og hans náð hafði fuila þörf Iiennar. En í stað peninganna kom doktor Jóhann ekki með annað en ýmiss konar af- sakanir og fögur orð. Stjórnin í Búrgund gat þá sem stóð ekki staðið við skuldbind- ingar sínar og varð að biðja hans náð að hafa biðlund, þangað til betur stæði á.“ „Vitið þér, hverju hans náð svaraði því bænarandvarpi?" spurði Lage Ume. „Eg veit það vel, því að eg stóð hjá hon- um, þegar hann svaraði þýzka doktornum. Svarið kom viðstöðulaust og það var bæði konunglegt og skýrt, svo framarlega sem Búrgundar skilja bersögli. Hans náð sagði, að sér bæri engan veginn að dæma um, að hve miklu leyti það sæmdi keisaranum og Karii erkihertoga að ganga á bak orða sinna og rjúfa hátíðlegar skuldbindingar; ef þeim fyndist svo, yrði hann sjálfur að sjá sér far- borða upp á eigin spýtur.“ „Þá hefur lians náð verið reiður,“ mælti Torben. „Já,“ svaraði Mogens Gjöe, „og nú ríður hann tii Sigbritar og sækir hana að ráðum.“ Sigbrit hellti úr sér skömmunum, þegar hans náð færði henni fregnina. Hún hnýtti líka í sendimenn hans, kvað þá hafa gert óhagfellda samninga við Búrgunda, og veittist einkum að Mogens Gjöe. Konungur hlustaði á hana stillilega, því að hann vissi, að hún þurfti að ausa úr sér. „Ef þér kærðuð herra Mogens fyrir at- hugaverða ráðsmennsku á fjármálum ríkis- ins og fengjuð hann dæmdan, þá gæti fé hans bjargað okkur úr ölium vanda,“ mælti hún. „Hann hefur eignarhald á svo mörgum herragörðum, að slíkt ætti ekki að leyfast neinum þegni.“ „Mogens er mér hollur og trúr,“ svaraði konungur, „og hann hefur ekki legið á liði sínu. Ekki er það hans sök, að peningarnir koma ekki, og þess vegna skuluð þér láta hann afskiptalausan, Sigbrit.“ „Sama sögðuð þér um Eirík Walkendorf í Osló,“ mælti Sigbrit. Konungur kreppti hnefana. „Eiríkur brást trausti mínu,“ svaraði hann, ,,og honum skal hefnast fyrir það.“

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.