Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Síða 50
88
DYVEKE
N. Kv.
in veit ekki, að hverju liún gengur. — Er það
satt, að hún sé aðeins fimmtán ára?“
„Já, það er satt,“ svaraði konungur. „En
þú rnátt ekki halda, að hún viti ekki að
hverju hún gengur, því að sögusmettur og
rægirófur hafa fyrir löngu sagt henni frá ást
konungsins á Dyveke. Móðir þín hefur
hlífzt við að segja þér frá þessu, en Elísabetu
er fullkunnugt um að eg legg ást á þig.“
Dyveke liorfði á hann liissa og sorgmædd.
„\7eit hún um mig?“ spurði hún, og að
ást yðar til mín er ekki kulnuð.“
Konungur kinkaði kolli.
„Þá skil eg ekkert í, að hún skuli koma
hingað," mælti hún með hægð. — Svo talaði
hún ekki meira um það, en vildi um fram
állt sjá iandgönguna. Hún lofaði að leynast
vel á hak við runna, og Hans Faaborg átti að
hafa gát á öllu, því að ganga mátti að því
vísu, að fjölmennið, sem þangað kæmi,
mundi gera ólæti og uppnám, ef hennar yrði
vart.
Fimmtudaginn 9. ágúst sátu þau á leyn-
um undir runnunum, Dyveke, Edle og
Han's Faaborg, og horfðu á, þegar drottning-
in steig á land. — Fjarlægðin var meiri en
svo, að Dyveke gæti greint andlit drottning-
ar, og auk þess var hellirigning. Hans Faa-
horg vildi fá liana til að leita húsaskjóls, en
hún þvertók fyrir það. Hún sá mannfjöld-
ann skipa sér í raðir, og svo gullu við lúðrar
úr þeirri átt, þaðan sem konungs var von, —
og nú fór eins fyrir Dyveke og við krýning-
una í Frúarkirkju. Þegar konungur kom,
hafði hún ekki augun af honum. A undan
voru kallarar með gyllt belti, klingjandi
bjöllur og Ijómandi merkiskildi; þá kom
hans náð, klæddur kyrtli, sem glitraði af
gulli og perlum, og þar utan yfir var hann í
rauðu, skinnbryddu kápunni, sem hann fór
aldrei úr, þegar hann var á hestbaki. Hann
reið ágætum graðhesti, og á undan honum
voru teymdir fjórir aðrir graðhestar með
dýrmætum áklæðum af rósasilki.
„Hvað liann er byrstur á svipinn!" mælti
Edle. „Það er auðséð, að hann verður þeirri
stundu fegnastur, þegar þetta brúðkaup er
um garð gengið."
Dyveke sá líka, hve byrstur hann var; hún
þekkti öll svipbrigði hans og hverja hrukku
á enni hans, og hún þóttist viss um, að hún
gæti komið honum til að brosa, ef hún værí
komin til hans og rnætti strjúka höndum í
gegnum hár hans. — Henni virtist konungur
líta til sín, og lienni hnykkti við; en svo var
ekki, því að hann sneri sér undan og blíndi
yfir að Skánar-strönd.
Svo seig mannfjöldinn af stað í rigning-
unni. Þar voru herrarnir úr ríkisráðinu,
biskupar, ábótár, riddarar og' aðalsmenn, yf-
ir fjögur hundruð ríðandi manna; á eftir
komu Jrær ekkjudrottningin, kjörfurstafrú-
in, hirðmeyjarnar og margar aðalsfrúr og
jómfrúr, sem óku í viðhafnarvögnum með
ijórum hestum fyrir. Það var hræðilegt,
hvernig kvenjijóðin var útleikin í öllu stáss-
inu, Jjví að vagntjöldin skýldu engan veginn
fyrir regninu. Edle hló og benti á surnar
hefðarfrúrnar, sem voru sérstaklega illa
staddar.
„Ef drottningin er veik, þá hressist hún
ekki við bleytuna," sagði Hans Faaborg.
Dyveke leit aftur niður á ströndina, þar
sem brúðarfylgdin mjakaðist af'stað. Hún sá
Eirík Walkendorf á hestbaki og Lage Urne
biskup, sem átti að halda móttökuræðuna,
og nú úði alls staðar og grúði af fólki, svo að
ekki var unnt að átta sig á hverju eina. Edle
teygði sig fram úr runnunum og starði; hún
var að svipast eftir Torben Oxe, því að hún
varð ástfangnari í honum með degi hverj-
um, — og hún kom auga á hann á meðal
hirðmannanna. Henni tókst jafnvel að fá
hann til að líta í áttina til felustaðar þeirra
og veifa með hendinni. En Hans Faaborg
kippti henni til baka og hélt aftur af henni.
„Gætið yðar nú, jómfrú Edle,“ mælti
hann; „nú styttir upp rétt um leið og Jaau
mætast niðri á veginum."
Svo var sem hann sagði. Rétt í sama