Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Page 51
N. Kv.
DYVEKE
89
mund, sem.brúðurin sté út úr vagni sínum
og ekkjudrottningin og kjörfurstafrúin,
steinhætti að rigna.
„Nei, horfið á,“ sagði Edle og teygði sig
fram, og þá beindu þau Dyveke og ritarinn
allri 'sinni atliygli að því, sem fram var að
fara. Brúðurinn stóð á ábreiðu af rósasilki,
sem breidd var á jörðina; við hlið liennar
stóð ekkjudrottningin, en andspænis þeim
stóð konungur og systir hans, kjörfurstafrú-
in. Hringinn í kring þyrptist svo fylgdarlið-
ið, eftir tign og metorðum. Lage Urne bisk-
up gekk frarn og bauð brúðina velkomna
með latneskri ræðu, sem mun hafa verið ein-
staklega hjartnæm. En drottningin var svo
máttfarin, að hún gat ekki staðið ræðuna á
enda, svo að æðsta hirðmær hennar settist á
jörðina og lét hana hvíla í kjöltu sér, meðan
hún náföl hlustaði á orð biskupsins, sem
hún skildi ekki, en voru á þá leið, að kon-
ungur og þjóðin hefðu þráð mjög komu
hénnar og óskuðu þess áf hjarta, að lieill og
hamingja fylgdu henni í hverju fótmáli.
Meðan á ræðu biskupsins stóð, dimrndi aft-
ur í lofti, svo að auðséð var, að aftur mundi
fara að rigna. Hann horfði upp í skýin og
því næst á drottninguna, sem var ómegini
nær í kjöltu hirðmeyjarinnar, og sló botn-
inn í ræðuna með þeim orðum, að regnið
væri teikn og fyrirboði gróandans og frjó-
seminnar.
..Drottning'in er að deyja!“ mælti Dyveke.
En þá fóru allir að hypja sig, stíga á hést-
bak og inn í vagnana, og hersingin fór af
stað til borgarinnar. Konungur og biskup-
arnir voru í fararbroddi; næst var brúðurin
og herramennirnir frá Búrgunda. en á eftir
voru ekkjudrottningin og kjörfurstafrúin
með fylgdarliði sínu. Regnið hellti'st úr loft-
inu. og mannfjöldinn, sem á eftir var, valt
á ýmsa vegu með ópum og ærslum.
Edle hljóp í spretti gegnum eplagarðinn
ug inn í húsið. en Dyveke fór sér hægt,
hvemig sem rigndi.
„En hvað drottningin var veik,“ mælti
hún.
„Það er fall'egt af yður að liugsa utn
liana," mælti Hans Faaborg.
,,Því skyldi eg ekki gera það?“ svaraði
hún. „Eg ei' verri við hana en hún við mig.“
Hún spurði. hvort hjónavígslan ætti að
fara fram sama dag, en ritarinn sagði, að
liún og krýning drottningar færi fram
sunnudaginn næsta. Svo spurði hann, hvort
hún vildi horfa áathöfnina; liann gæti vafa-
laust stillt svo tii, þó að þessi hátíðlega at-
höfn færi ekki fram í Frúarkirkju, vegna
veikinda drottningar, heldur í einum hall-
arsalnum; samt mætti jómfrii Edle ekki vera
með þeim, því að ef hún kæmi upp um þau,
þá væri verr farið en heima setið.
„Nei, nei,“ sagði hún, „eg vil ekki horfa á
það. Það væri afleitt, ef drottningin sæi
mig, eins heilsuhraust og hamingjusöm og
eg er, vegna ástar eiginmanns hennar."
Sigbrit kom heim um leið og þau. Hún
hafði dulbúið sig sem bóndakonu og verið
niður við veginn til þess að sjá alla dýrðina
á stuttu færi. Hana langaði til aðsjá andlitið
á drottningunni.
Hans Faaborg spurði hana liæversklega,
hvernig henni hefði líkað. Hún þeytti af sér
rennv'otum spjörunum og spyrnti þeim út í
horn.
„Ojæja,“ svaraði hún, „það fór vel á því;
en hætt er við, að einhver kvefist eftir aðra
eins brúðarför. Eg held eg geri ekki annað
þarfara en að fara fram og hita brjóst-te, svo
að það sé tilbúið, þegar hans náð kemur.“
Hans Faaborg reið til borgarinnar. Edle
var fýld yfir því að vera ekki með við há-
tíðahöldin og var að gylla það fyrir sér, að
ef Torben Oxe bæði hennar, þá yrði hún að
fara frá þeim mæðgum. Dyveke sat við
gluggann í herbergi sínu og starði út í rign-
inguna.
Þegar skyggja tók og nokkru síðar en vant
var, reið Kristján konungur út um Austur-
hlið. Hann staldraði við utan hliðsins og