Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 7
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 37 jeg vissi að þau voru úr allri hættu, neytti jeg allrar orku að verjast hinum ólmu öld- um hafsins og bjarga hinum ástkæra syni mínum og unga þræl. Að lokum bjargaði skip okkur líka, og þar sem skipverjar þektu mig, tóku þeir á móti mjer með opnum örrnum og settu okkur á Iand í Sýrakúsa, en síðan þessi sorglegi atburður skeði, hefi jeg ekkert heyrt af konu minni nje eldri tví- buranum. Þegar hinn sonnr minn, sem nú var mitt eina yndi, var 18 ára, byrjaði hann að spyrj- ast fyrir um móður sína og bróður. Hanri bað mig oft og mörgum sinnum um að mega taka þjón sinn, hinn unga þræl, sem einnig hafði mist bróður sinn, og fara að leita þeirra. Að lokum gaf jeg samþykki mitt með hálfum huga. Því að þótt mig langaði mjög til þess að fá frjettir af kon- unni minni og eldri tvíburanum, þá óttaðist jeg það, að hafa ef til vill ekkert annað upp úr þessu en að missa yngri son rninn Hka. Nú eru sjö ár síðan sonur minn fór frá mjer og fimm árum hefi jeg eytt í að leita hans um víða veröld. Jeg hefi ferðast um hið fjarlæga Grikkland og til endimarka As- íu. Heimleiðis hefi jeg haldið með strönd- um fram, og þar sem jeg ógjarnan vildi skilja nokkurn stað eftir, sem menn byggja, gekk jeg á land í Efasus. En þessi dagur mun gera enda á líf mitt, og glaður skyldi jeg deyja, ef jeg vissi konu mína og sonu lifandi og við góða Iíðan.« Hjer endaði hinn ógæfusami Ægeon sögu sína, og dómarinn, sem kendi í brjósti um þennan ólánssama föður, sem hafði leiðst út í þessa hættu af ást á syni sínum, sagði, að ef það hefði ekki verið á móti lögunum, sem hann hefði ekki vald til að breyta, skyldi hann fúslega hafa gefið honum upp sakir. En í stað þess að dæma hann til dauða samstundis, eins og lögin mæltu fyrir í strangasta skilningi, skyldi hann þyrma honum einn dag, ef hann vildi reyna að útvega sjer peninga til þess að borga með sekt sína. Ekki fanst Ægeon þessi frestur mikils virði. Því að þar sem hann þekti engan mann í Efasus, virtust litlar líkur til þess, að nokkur vildi Iána honum eða gefa 1000 mörk til þess að borga fyrir líf sitt. Hjálp- arlaus og vonlaus um nokkra hjálp, yfirgaf hann dómarann og var flutlur til fangahússins. Ægeon áleit, að hann þekti enga mann- eskju í Efasus, en einmitt um sama Ieyti og liann var í hinum alvarlegasta lífsháska, sem stafaði af því, hve gaumgæfilega hann leyt- aði að yngri syni sínum, var bæði hann og eldri sonur hans í Efasus. Auk þess, sem báðir synir Ægeons voru nákvæmlega eins í útliti og framkomu, gengu þeir báðir undir sama nafni og voru nefnd- ir Antipólus. Þá voru og báðir aðkeyptu tvíburarnir nefndir Drómió. Yngri sonur Ægeons, Antipólus frá Sýrakúsa, sem gamli maðurinn hafði komið til Efasus til þess að leita að, hafði nú einmitt komið til Efasus, ásamt þjóni sínum, Drómió, sama daginn og Ægeon. Þar sem hann nú líka var sýra- kískur kaupmaður, mundi hann hafa lent í sömu fordæmingunni og faðir hans, ef hon- um hefði eigi lagst það til, að hann hitti gamlan vin, er sagði honum frá hættunni, sem gamall kaupmaður frá Sýrakúsa væri staddur í, og ráðlagði honurn að gefa upp, að hann væri kaupmaður frá Epidamnum. Á þetta fjelst Antipólus, sem Ijet í Ijós hrygð sína yfir að heyra, að samlandi sinn væri í hættu staddur. En síst af öllu grun- aði hann, að þessi gamli kaupmaður væri faðir sinn. Eldri sonur Ægeons, sem við verðum að kalla Antipólus frá Efasus, lil þess að aðgreina hann frá bróöur sínum, Antipólus frá Sýrakúsa, hafði átt heima í Efasus í 20 ár. Þar eð hann var maður auðugur, hefði honum verið innan handar að greiða lausn- argjald föður síns. En Antipólus vissi ekk-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.