Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 22
52 NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Hún var alt öðruvísi en hann hafði hugs-
að sjer, því að hún var ekki dökkhærð —
þvert á móti, hún var ljóshærð. Hár hennar
bar eigi hinn almenna, germanska, gula lit,
heldur var það gylt, eins og það væri brent
af hitabeltissól. Háls og kinnar var einnig
gylt — eða var það endurskin af hinni
fögru hárkrónu?
Hann stóð enn og glápti á hana, er hún
sneri sjer við og kom móti honum til þess
að rjetta honum hendina.
»Velkominn!« mælti hún með rödd, sem
var lágstemd eins og strengur á cello, og
unnusti hennar, sem horfði á vin sinn,
brosti glaður, er hann sá aðdáun þá, er
Ijómaði í augum Norvins. Hann tók alls
eigi eftir því, að Martel horfði á þau —
hann tók yfir höfuð ekki eftir neinu öðru
en þessari fögru konu, er frammi fyrir hon-
um stóð og brosti til hans, eins og hún
hefði þekt hann alla æfi. Fyrstu áhrifin,
að hún væri öll gylt — Ijómandi eins og
eldur — fjellust honum eigi úr fötum, því
að sami hlýi blærinn í rödd hennar var
einnig á limum hennar, hálsi og höndum
og málrómur hennar var eins og gull renn-
anda. Varir hennar voru rauðar og sæl-
legar eins og hálf-útsprungið blóm og augu
hennar báru grænleita, brúna litinn, er geymir
í sjer glóð apalsins. Þau voru austræn,
hugsandi og steinarnir voru óvanalega stórir.
Augabrúnir hennar voru dökkar og náðu
saman yfir beinu nefinu.
Blake var algerlega yfirkominn, því að
hann hafði eigi búist við slíkri opinberun.
Einskonar ósegjanleg angist svifti hann máli.
Loks tókst honum með herkjum að ná
valdi yfir sjer.
Samræðan snerist fljótt að undirbúningn-
um undir brúðkaupið.
»Pað var ákaflega ástúðlega gert af yður
að koma langleiðis frá,« mælti greifaynjan
loks við Ameríkumanninn. »Martel hefir sagt
okkur alt um yður og sameiginlegan æfi-
feril ykkar síðustu árin.«
»Ekki alt!« hrópaði Savigno. »Við eig-
um fortíð, ska! jeg segja þjer.«
»Martel reynir mikið til að koma okkur
til að trúa því, að hann sje slæmur,« mælti
frænkan. »En við vitum, að þetta er gam-
an. Máske viljið þjer gera honum til skamm-
ar hjer.«
»Nei, það geri jeg ekki,« mælti Blake
hlægjandi. »Hver er jeg, að jeg skyldi ræna
hann hinni fögru, slæmu fortíð hans, sem
hann læst líta á með skelfingu? Þvert á
móti skal jeg aðstoða hann og byrja með
heilum hóp játninga, sem þyrfti ár til að
gleyma.«
»Ó, byrjaðu,« mælti greifinn biðjandi,
mjög ánægður á svip. »Ó, hann hikar!
Pá skal jeg byrja fyrir hann. í fyrsta Iagi,
Margherita, Iýsir hann yfir því, að jeg sæk-
ist eftir auð þínum.«
Oreifinnan hló og Norvin gat aðeins sagt:
»Pá var jeg eigi búinn að sjá yður, Sig-
norina.«
»Hann sagði það að minsta kosti í fullri
alvöru og spáði því, að hjónaband mitt
mundi slíta vináttu okkar; fullyrti hann, að
mesta gæfa væri eitt og hið sama og mesta
sjálfselska, aðeins sagt með öðrum orðum.«
»Að minsta kosti efaðist jeg ekki um
gæfu ykkar.«
Unga stúlkan svaraði alvarlega:
»Jeg er ekki á sama máli og þjer, Signore
Blake. Mjer þætti leitt, ef það gerði okkur
sjálfselskufull. Mjer finst, að slíkur kær-
leikur sem okkar hljóti að gera okkur góð
og göfug.«
»Pjer skuluð eigi leggja of mikla áherslu
á orð besta vinar mannsins við slík tæki-
færi,« mælti Norvin, »því að hann leynir
sorg sinni yfir vinarmissinum með því að
Iáta í ljós bölsýni, sem hann í raun og veru
eigi finnur til.«
Blake óskaði þess alt í einu, að greifinn-
an horfði eigi svo Iengi og rannsakandi á
sig. Pað gerði hann svo ruglaðan. Hon-
um Ijetti, þegar Donna Teresa fór að tala